Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. október 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 727

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1810249 – Suðurbakki, stálþilskantur

   Hafnarfjarðarhöfn sækir þann 22.10.2018 um að setja niður stálþilskant, vegna aðstöðu fyrir skipalyftu, fremst við Suðurgarð við enda Suðurbakka.

   Samþykkt. Gefið verður framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010.

  • 1810248 – Háibakki, bygging hafnarbakka

   Hafnarfjarðarhöfn sækir um leyfi fyrir byggingu hafnarbakka milli Suðurbakka og Óseyrarbryggju.

   Samþykkt. Gefið verður framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010.

  • 1810146 – Brekkutröð 3, byggingarleyfi

   Þann 11.10.2018 leggur Ísblikk inn umsókn um byggingarleyfi fyrir koldíoxíð tanki skv. teikningum Sigurðar Einarssonar.
   Nýjar teikningar bárust 23.10.2018

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1810224 – Hvaleyrarbraut 26, niðurrif

   Fjarðarmót ehf. sækir 19.10.2018 um niðurrif á þaki og veggjum Hvaleyrarbrautar 26. Vottorð vegna starfsleyfis barst einnig.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1809405 – Staðarberg 2-4, breyting á áður samþykktum teikningum

   Tekin fyrir að nýju umsókn PHUT ehf. frá 21.09.2018 vegna breytinga innanhús fyrir nýjan skyndibitastað samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 8.5.2017. Breyting á áður samþykktum aðaluppdrætti. Samþykki meðeiganda liggur fyrir. Nýjar teikningar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis bárust þann 19.10.2018.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1809306 – Sörlaskeið 24, reyndarteikningar

   Sigurður Tryggvi Sigurðsson leggur 13.9.2018 inn reyndarteikningar af Sörlaskeið 24. unnar af Sigurþóri Aðalsteinsyni.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1810193 – Óseyrarbraut 6, fyrirspurn um hækkun á nýtingarhlutfalli

   Vörubretti ehf. leggur 16.10.2018 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að nýtingarhlutfall fari úr 0,4 í 0,6. Einungis hefur hálfur reitur verið nýttur og áhugi er á að nýta hinn helminginn með 2. hæðum.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  C-hluti erindi endursend

  • 1810222 – Ölduslóð 12, sólstofa

   Eyrún Ósk Friðjónsdóttir leggur 19.10.18 inn umsókn um sólstofu skv. teikningum Vigfúsar Halldórssonar dags. 18.10.18.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1810194 – Reykjavíkurvegur 60, breyting kjallari

   JM veitingar ehf. sækja 16.10.2018 um leyfi til að koma fyrir knattborðsstofu og spilasal í kjallara skv. teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dagsettar 16.8.2018.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1810192 – Vesturvangur 46, viðbygging

   Trausti Jónsson sækir um viðbyggingu við suðvesturhluta húss samkvæmt teikningum Guðmundar Unnarssonar dagsettar 29.8.2018.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1810240 – Kaldárselsvegur, 121319, matshluti 02, breyting

   Arnór Heiðarsson sækir þann 22.10.2018 um leyfi fyrir breytingum inni og úti. Inni er sótt um leyfi fyrir breytingu á hluta neðri hæðar þar sem fatahengi verður fært til. Einnig verður leikskála og svefnskála breytt í svefnherbergi og gang. Utanhúss verða gerðar breytingar á gluggum og hurðum á suður- og austurhlið og klæðningar endurnýjaðar samkvæmt teikningum Runólfs Þórs Sigurðssonar dags. 1.10.2018. Teikningar bárust í tvíriti.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1810225 – Suðurgata 15, viðhald og hækkun þaks

   Sóley Elíasdóttir og Hilmar Jónsson sækja 19.10.2018 um leyfi fyrir viðhaldi og hækkun þaks á bílskúr samkvæmt teikningum Evu Huldar Friðriksdóttur dagsettar 15.10.2018.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1810226 – Íshella 7, reyndarteikningar á mhl 02.

   Járn og Blikk ehf. leggur inn reyndarteikningar, vegna breytinga innanhúss, þann 19.10.2018 unnar í október 2018 af Hauki Ásgeirssyni.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt