Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

31. október 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 727

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1810345 – Óseyrarbraut 6, breyting á 1.hæð

      Vörubretti ehf. sækja 26.10.2018 um leyfi til að breyta skrifstofu á 1. hæð í aðstöðu fyrir starfsmenn samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dagsettar 16.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1810262 – Víðihvammur 1, klæðning

      Víðihvammur 1, húsfélag sækir þann 24.10.2018 um að klæða norðaustur gafl og suðaustur gafl samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 22.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1810319 – Trönuhraun 10, fyrirspurn

      Lindaberg ehf. leggur 25.10.2018 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að byggja ofan á núverandi hús allt að 8 hæðir samkvæmt teikningum Erlends Árna dagsettar 24.9.2018.

      Erindinu vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1807274 – Selvogsgata 2, byggingarleyfi, breyting

      Linda Hannesd. Jóhannsson sækir þann 27.7.2018 um að breyta áður samþykktri viðbyggingu. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.9.2018. Erindinu var vísað í grenndarkynningu skv. 2.gr í samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa í Hafnarfirði. Breytingartillögurnar voru grenndarkynntar nágrönnum frá 1.10.- 29.10.2018. Engar athugasemdir bárust.

      Grenndarkynningu vegna breytinga við Selvogsgötu 2 er lokið. Engar athugsemdir bárust.
      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1808565 – Hrauntunga 1, byggingarleyfi bílskúr

      Óskar Gunnarsson sækir 31.8.2018 um að byggja bílskúr í samræmi við gildandi deiliskipulag skv. teikningum Shruthi Basappa dagsettar 15.8.2018. Nýjar teikningar bárust 22.10.2018. Nýjar teikningar bárust 29.10.2018. Nýjar teikningar bárust 31.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1810453 – Fornubúðir 5, steypt gámastæði og girðing

      Fornubúðir Eignarhaldsfélag sækir 31.10.2018 um að steypa plan til losunar og lestunar gáma við austurgafl vöruhúss Fornubúða samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Ólafssonar dags. 30.10.2018. Einnig er sótt um að setja nýja vírnetsgirðingu við suður og austanverð lóðarmörk Fornubúða 5.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1810061 – Gjáhella 17, breyting á deiliskipulagi

      Sóldögg ehf. lóðarhafi Gjáhellu 17 sækir um að fara í deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar. Í breytingunum felst stækkun byggingarreits, færsla á innkeyrslu og breytt fyrirkomulag bílastæða innan lóðar. Nýtingarhlutfall helst óbreytt.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa frestar erindinu.

    • 1809340 – Álfhella 10, breyting á deiliskipulagi

      Hagtak hf. sækir þann 17.9.2018 um að snúa húsi og að bæta við útkeyrslu út á Dranghellu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 12.9.2018.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.9.2018 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Álfhellu 10 með vísan til 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 26.9.-24.10.2018. Engar athugasemdir bárust.

      Grenndarkynningu er lokið og engar athugasemdir bárust. Deiliskipulagsbreytingin er því samþykkt í samræmi við 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði og skal málinu lokið í samræmi við skipulagslög.

    C-hluti erindi endursend

    • 1610005 – Lækjargata 34, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Fyrirspurn barst frá Ingólfi B. Gunnarssyni og Margréti Önnu Magnúsdóttur þann 30.9.2018 vegna breytingu á geymslu í herbergi.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem breytingarnar uppfylla ekki skilyrði byggingarreglugerðar hvað varðar birtuskilyrði og björgunarop.

    • 1803103 – Óseyrarbraut 3, breyting

      Óseyrarbraut ehf. sækja 12.3.2018 um leyfi til að breyta vélsmiðju í gistiheimili og geymsluhúsnæði samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar í mars 2018. Nýjar teikningar bárust 29.10.18.

      Erindinu er synjað þar sem það samræmist ekki Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Ábendingagátt