Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. desember 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 733

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1811132 – Glimmerskarð 3, byggingarleyfi

      Sigurjón Atli Benediktsson og Jóna Draumey Hilmarsdóttir sækja 7.11.2018 um leyfi til að reisa einingarhús á 2. hæðum samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dagsettar 5.11.2018.
      Nýjar teikningar dags.5.11.2018 bárust 22.11.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811071 – Fífuvellir 2, reyndarteikningar

      Hafþór Ólason leggur 2.11.2018 inn reyndarteikningar Fífuvalla 2 teiknaðar af Maríu Guðmundsdóttur dags. 31.10.2018. Nýjar teikningar bárust 30.11.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1812037 – Kirkjuvellir 7, svalalokun, íbúð 402

      Óskar Tómas Björnsson sækir þann 04.12.2018 um svalalokun á íbúð 402. Teikningar eru þegar samþykktar hjá byggingarfulltrúa.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811230 – Lónsbraut 52, breyting á gluggum

      Þórður Víðir Jónsson sækir þann 14.11.2018 um breytingu á gluggum í bátaskýli samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 11.11.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1811423 – Einhella 8, fyrirspurn

      Þann 27.11.2018 leggur Páll Poulsen inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa tjald(efnislager á lóðinni við Einhellu 8. Með erindinu fylgja teikningar hannaðar af Páli Poulsen, dagsettar 27. nóvember 2018. Samþykki og undirritun lóðarhafa að Einhellu 6, vegna staðsetning tjalds á lóð við lóðamörk liggur fyrir.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.

Ábendingagátt