Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. desember 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 734

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1811307 – Sævangur 47, fyrirspurn, geymsluskúr

      Þann 20.11.2018 sækir Ágúst Örvar Hilmarsson um geymsluskúr á lóð sinni. Skúrinn er nær lóðarmörkum en 3m. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa við Sævang 49 fylgir erindinu ásamt skissu er sýnir staðsetningu skúrs innan lóðar.

      Staðsetning skúrs hefur áhrif í götumynd. Færa þarf geymsluskúrinn fjær götu, a.m.k. 3 metra, í samræmi við grein 2.3.5 í 112/2012. Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir nú.

    • 1811082 – Lónsbraut 70, byggingarleyfi

      Garðar Smári Vestfjörð sækir 6.11.2018 um leyfi til að reisa bátaskýli samkvæmt teikningum Jóns H. Hlöðverssonar dagsettar 13.9.2017
      Nýjar teikningar bárust 10.12.2018 ásamt stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1804460 – Leikskólinn Hlíðarendi, starfsmannaaðstaða

      Fyrirhuguð er stækkun leikskólans Hlíðarenda. Stækkunin mun hýsa starfsmannaaðstöðu.
      Stækkunin hefur lítil áhrif á umhverfið þar staðsetning hennar er milli hluta núverandi byggingar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja að grenndarkynna tillögu að stækkun leikskólans í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    C-hluti erindi endursend

    • 18129462 – Norðurhella 13, byggingarleyfi

      Selið sækir 10.12.2018 um leyfi til að byggja 2. hæða hús með kjallara að hluta fyrir gistiheimili skv. teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 29.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 18129466 – Einhella 3, breyting

      Björg Real Estate ehf. sækir þann 10.12.2018 um minniháttar breytingu á milliloftum og kaffistofum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 16.08.2018. Stimpill SHS er á teikningum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 18129464 – Einhella 5, breyting inni

      Björg Real Estate ehf. sækir þann 10.12.2018 um breytingar inni. Stigar og kaffistofur færð. Milliloft minnkuð. Breyting á veggjum og brunalýsingu. Breytingar eru samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 06.04.2018. Stimpill SHS er á teikningum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 18129468 – Einhella 6, breyting

      Strókur ehf. sækir þann 10.12.2018 um breytingar inni. Stigi og kaffistofa er færð. Milliloft minnkuð. Gryfjum fækkað og breytt. Breyting á veggjum og brunalýsingu. Breytingar samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 18.08.2018. Stimpill SHS er á teikningum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1809510 – Norðurhella 9, byggingarleyfi breyting

      Mótandi ehf. sækir 28.09.2018 um að breyta úr gistiheimili í 5 iðnaðarbil samkvæmt teikningum Kjartans Sigurðssonar dags.19.09.2018. Nýjar teikningar bárust 06.11.2018. Nýjar teikningar bárust þann 26.11.2018(eitt entak af teikningum er í stimplun hjá Slökkviliði og kemur seinna).
      Nýjar teikningar bárust 11.12.2018 með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt