Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. janúar 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 738

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 18129663 – Miðvangur 143, byggingarleyfi, viðbygging

      Díana Rós A. Rivera og Hrund S Þórisdóttir sækja um viðbyggingu við eina séreign raðhúss, byggt ofan á bílskúr. Með viðbyggingunni bætist við stórt svefnherbergi með fataherbergi og þvottahús. Um leið er gengið frá þaki bílskúrs sem þarfnast viðgerða samkvæmt teikningum Helga Steinars Helgasonar dags. 20.12.2018. Samþykki nágranna barst einnig. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 10.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811382 – Selhella 8, byggingarleyfi, breyting

      HS Veitur hf. sækja um leyfi til þess að breyta þegar samþykktu húsi í skrifstofu/þjónustubyggingu samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 23.11.2018. Teikningar bárust í tvíriti.
      Nýjar teikningar bárust 7.12.2018
      Teikningar með stimpli slökkviliðs barst 11.1.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1808504 – Einhella 4, byggingarleyfi

      IsoTec ehf sækir 28.8.2018 um að reisa 1800fm stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar.
      Nýjar teikningar bárust 21.12.2018 með stimpli SHS

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1807205 – Gjáhella 3, breyting

      Selið Fasteignafélag ehf. sækir þann 17.07.2018 um breytingu á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 23.10.2017. Teikningar eru með stimpli frá SHS. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 31.07.2018. Nýjar teikningar bárust 21.08.2018 með stimpli SHS. Nýjar teikningar bárust þann 05.11.2018.
      Nýjar teikningar bárust 26.11.2018 með stimpli SHS og Eflu.
      Nýjar teikningar bárust 28.12.2018 með stimpli SHS og Eflu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901224 – Skútahraun 11, byggingarleyfi, endurinnrétting

      Endurvinnslan hf sækir þann 15.01.2019 um leyfi til breytingar innahúss á 0102, samkvæmt teikningum Rafns Guðmundssonar dags 07.01.2019. Teikningar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Samþykki meðeiganda/lódarhafa barst einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901253 – Steinholt 1, stækkun

      Golfklúbburinn Keilir sækir 16.1.2019 um innanhús breytingar á húsnæði samkvæmt teikningum Páls Bjarnasonar dagsettar 8.1.2019 stimplaðar af SHS og Heilbrigðiseftirliti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 18129525 – Suðurvangur 7, fyrirspurn

      Þann 7.1.2019 óskar Trípólí arkitektar eftir afstöðu skipulagsyfirvalda hvað varðar deiliskipulagsbreytingu við Suðurvang 7 svo stækka megi húsið. Með erindinu er lagðar fram nýjar skissur er sýna breytingarnar

      Erindinu frestað.

    C-hluti erindi endursend

    • 1901187 – Miðvangur 57, viðbygging

      Stefán Örn Kristjánsson og Elva Björk Kristjánsdóttir sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús. Byggt milli húsa á 2. hæð samkvæmt teikningum Guðmundar Jónssonar dags. 4.12.2018. Samþykki nágranna er meðfylgjandi.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1901131 – Drangahraun 1b, breyting

      Nordic Holding ehf. sækja 9.1.2019 um breytingu á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu og léttan iðnað samkvæmt teikningum Jóns Þ. Þorvaldssonar dagsettar 29.11.2018.
      Stimpill brunahönnuðar, Eflu, er á teikningum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1901196 – Hrauntunga 20, breyting og stækkun

      Þann 14.01.2019 sækir Bjarni Viðar Sigurðsson um að byggja við húsið að Hrauntungu 20

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1901199 – Bæjarhraun 18, breyting

      RA5 ehf. leggur 4.1.2019 inn teikningar vegna breytinga samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar dags. nóv 2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt