Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. febrúar 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 741

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1901321 – Kaplakriki, reyndarteikningar MHL.10

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggur 21.1.2019 inn reyndarteikningar af Kaplakrika MHL.10, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 8.1.2019 stimplaðar af SHS og Eflu brunahönnun.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901547 – Ölduslóð 32, reyndarteikning

      Guðrún Bergsteinsdóttir og Brynjar Viggósson leggja inn reyndarteikningar af Ölduslóð 32 teiknaðar af Gísla Ágústi Guðmundssyni dags. 22.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901512 – Suðurhella 8h, byggingarleyfi, dreifistöð

      HS Veitur hf. sækir um að reisa dreifistöð, DRE_51197 steypt eining keyrð á staðinn.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902079 – Helluhraun 4, breyting

      Þann 5 febrúar 2019 leggur Rafn Arnar Guðjónsson inn teikningar vegna breytinga á heitum rýmisnúmera að Helluhrauni 4.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902083 – Thorsplan, stöðuleyfi, súkkulaðivagn

      Þann 5 febrúar sækir HKS ráðgjöf um stöðuleyfi fyrir vagn þar sem kennd verður konfektgerð. Staðsetning við Thorsplan milli Fjarðar og Dominos tímabilið 1. mars til 30. apríl.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir konfektvagn tímabilið 1. mars til 30. apríl 2019.

    • 18129468 – Einhella 6, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Strókur ehf. dags. 10.12.2018. Sótt er um breytingar inni samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 18.08.2018. Stimpill SHS er á teikningum. Stigi og kaffistofa eru færð. Milliloft minnkuð. Gryfjum fækkað og breytt. Breyting er á veggjum og brunalýsingu. Nýjar teikningar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis bárust þann 24.01.2019.
      Nýjar teikningar með stimpli Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis bárust þann 05.02.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1810061 – Gjáhella 17, breyting á deiliskipulagi

      Þann 3.10.2018 sækir Sóldögg ehf. um að fara í deiliskipulagsbreytingu að Gjáhellu 17. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og innkeyrslu inn á lóð.

      Sú breyting sem nú er óskað eftir er minniháttar. Erindið verður því grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum i samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1901513 – Suðurgata 73, fjölgun bílastæða

      Ásmundur Kristjánsson sækir þann 29.01.2019 um fjölgun bílastæða við Suðurgötu 73 samkvæmt teikningum Brynjars Daníelssonar dagsettar í janúar 2019.

      Erindinu er vísað til skipulags-og byggingarráðs.

    • 1901549 – Hverfisgata 29, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Fyrirspurn barst frá Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins þann 30.1.2019. Spurt er hvort heimilað yrði að koma fyrir lyftu utanhúss.

      Afgreiðslufundir skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1901572 – Ljósaberg 46, viðbygging

      Helga Bryndís Kristbjörnsdóttir og Bjarki Guðmundsson sækja 31.1.2019 um viðbyggingu við Ljósaberg 46 samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar 3.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1901548 – Ölduslóð 32, breyting

      Guðrún Bergsteinsdóttir og Brynjar Viggósson sækja um 51.8 fm stækkun. Svalir á 2. hæð, stiga og innanhúsbreytingar samkvæmt teikningum Gísla Ágústs Guðmundssonar dags. 22.01.2019.

      Erindið samræmist ekki gildandi skilmálum deiliskipulags, frestað.

    • 1901570 – Stapahraun 7-9, breyting inni

      Magnús Páll Halldórsson sækir þann 31.01.2019 um að loka sundi á milli mhl 01 og mhl 02 samkvæmt teikningum Ársæls Vignissonar dags. 02.12.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1902037 – Steinhella 17, reyndarteikningar

      Steinhella 17 ehf. leggja 4.2.2019 inn reyndarteikningar af Steinhellu 17. Teiknað af Sigurbjarti Halldórssyni dags. 12.9.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1902073 – Furuás 39, reyndarteikningar

      Daníel Örn Árnason leggur inn reyndarteikningar þann 05.02.2019 unnar af Eyjólfi Valgarðssyni dags. 14.01.2019.

      Frestað vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

    • 1901183 – Arnarhraun 2, hljóð og veggur

      Erna þráinsdóttir, f.h. íbúa Arnarhrauni 2, sendir inn fyrirspurn um hljóð- og vindskermandi vegg ofan á steyptan vegg á lóðarmörkum lóðarinnar að Arnarhrauni 2 á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns. Á gatnamótunum er hringtorg. Með fyrirspurn fylgir skissa. Spurt er hvort Hafnarfjarðarbær sé tilbúinn að annast eða a.m.k. taka þátt í smíði veggjarins í ljósi þeirra breytinga sem urðu á lóðinni við gerð hringtorgs á sínum tíma.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi taka undir umsögn arkitekts og benda á að Hafnarfjarðarbær hvorki annast né tekur þátt í gerð skjólveggja á einstaka lóðum bæjarins. Komið var til móts við fyrri lóðarhafa Arnarhrauns 2 á sínum tíma vegna skerðingar sem fylgdi framkvæmd við gerð hringtorgsins á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns.

    • 1901226 – Drangahraun 7, fyrirspurn

      Fasteignafélagið KK ehf. leggur 15.01.2019 inn fyrirspurn. Spurt er hvort leyft yrði að byggja stigahús að lóðarmörkum austurhliðar hússins sbr. teikningar. Núverandi stigi er felldur niður. Beiðni Fasteignafélagsins KK ehf. um endurskoðun afgreiðslu frá 23.1.2019 barst 30.1.2019.

      Vísað til umsagnar.

Ábendingagátt