Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. febrúar 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 742

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 18129647 – Úthlíð 1, Leikskólinn Hlíðarendi, viðbygging

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 21.12.2018 um viðbyggingu við Úthlíð 1 samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 20.12.2018.
   Nýjar teikningar stimplaðar af SHS bárust þann 22.01.2019.
   Nýjar teikningar stimplaðar af SHS bárust þann 12.02.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Erindið var grenndarkynnt eigendum Úthlíð 2 og Skógarhlíð 1 frá 07.01.2019 til og með 04.02.2019.
   Engar athugasemdir bárust.

  • 1902270 – Glitvellir 19, breyting

   Stefán Már Gunnlaugsson sækir þann 12.2.2018 um breytingar að Glitvöllum 19 skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 4.2.2019. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér að snyrtingu með sturtu er komið fyrir innst í bílageymslu.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1612280 – Norðurbakki 1, breyting á bílastæðum

   Sótt er um breytingu á bílastæðum þann 19.12.16 í samræmi við eignaskiptayfirlýsingu.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1902285 – Suðurhella 6, dagsektir rými 0102

   Suðurhella 6, dagsektir, rými 0102, búið að setja stokk utan á húsið, og ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir því. Eigandi hefur fengið bréf vegna þessa og ekki brugðist við.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að rými 0102 við Suðurhellu 6. Eigandi hefur sett stokk utan á húsið án þess að sótt hafi verið um leyfi. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 27. febrúar 2019 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1901226 – Drangahraun 7, fyrirspurn

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Fasteignafélagsins KK ehf. frá 15.01.2019. Spurt er hvort leyft yrði að byggja stigahús að lóðarmörkum austurhliðar hússins sbr. teikningar. Núverandi stigi er felldur niður.
   Beiðni Fasteignafélagsins KK ehf. um endurskoðun afgreiðslu frá 23.1.2019 barst 30.1.2019.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi taka jákvætt í að færa/breyta byggingarreit á lóðinni samkvæmt tillögu dagsettri 12. febrúar 2019.
   Vakin er athygli á að þegar tekið er jákvætt í fyrirspurn veitir það ekki heimild til að hefja framkvæmdir. Sækja þarf um breytingu á gildandi deiliskipulagi vegna breytinga á byggingarreit.

  • 1902090 – Borgahella 1,3,5, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

   Fyrirspurn Campeasy ehf. dags 4.2.2019 um hvort sameining tveggja lóða í Hellnahrauni, Borgahellu 1 og 3 annarsvegar eða 3 og 5 hinsvegar sé möguleg.

   Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina miðað við þær forsendur sem þar koma fram og að uppfylltum skilmálum deiliskipulags, m.a. um byggingarmagn, bindandi byggingarlínur, lóðafrágang og nýtingarhlutfall, sem er skv. skilmálum allt að 0,6. Mælst er til að lóðir 3 og 5 verði fyrir valinu.
   Vakin er athygli á að þegar tekið er jákvætt í fyrirspurn veitir það ekki heimild til að hefja framkvæmdir. Sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningar lóðanna og breytinga á byggingarreitum.

  C-hluti erindi endursend

  • 1902072 – Koparhella 1, viðbygging

   Steinsteypan ehf. sækir þann 05.02.2019 um viðbyggingu ketilrými samkvæmt teikningum Guðmundar Óskars Unnarssonar dags 21.05.2018 stimplaðar af SHS.

   Frestað vantar stimpil heilbrigðiseftirlits, gögn ófullnægjandi.

  • 1902132 – Fjarðargata 9a, viðbygging, glerskýli

   Pétur Viðarsson sækir 7.2.2019 um stækkun glerskýlis að Fjarðargöta 9a samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dagsettar 31.1.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi. Ekki hefur verið gengið frá lóðarstækkun.

  • 1711217 – Skógarás 6, breyting

   Tekin fyrir að nýju umsókn Eðvarðs Björgvinssonar frá 16.11.2017 vegna breytinga á Skógarási 6 samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dagsettar 15.11.2017.
   Nýjar teikningar bárust 30.11.17. Nýjar teikningar í tvíriti bárust þann 12.02.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902112 – Vikurskarð 4, byggingarleyfi

   Björgvin Sigurðsson sækir 6.02.2019 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 22.01.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902089 – Kelduhvammur 1, reyndarteikningar

   Anna Margrét Tómasdóttir leggur inn 5.02.2019 reyndarteikningar unnar af Sigurbjarti Halldórssyni dags. 28.08.2018.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902176 – Garðavegur 18, neyðarstigi

   Valgarður Sigurðsson leggur þann 8.02.2019 inn teikningu sem sýnir neyðarstiga frá risi niður á 1. hæð teiknaða af Sveini Ívarssyni dags. 1.02.2019. Samþykki eiganda Garðavegar 16 fylgir.

   Erindinu er synjað, sjá umsögn.

  • 1902208 – Flatahraun 5a, breyting inni

   Blikás ehf. sækir þann 8.02.2019 um breytingar inni samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 5.02.2019. Rými verður opnað, settur milliveggur og klósetti bætt við.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902271 – Sörlaskeið 17, breyting

   Háhólmi ehf. sækir þann 12.2.2019 um breytingu að Sörlaskeiði 17 skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 4.2.2019. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér að glugga á vesturhlið í rými 0103 er breytt í tvöfaldar útidyr eins og eru á framhlið hússins.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt