Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. mars 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 745

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 18129598 – Mosabarð 15, stækkun á húsi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Elsu Estherar Kristófersdóttur frá 19.12.2018 um að stækka húsið með viðbyggingu á norðurhlið ásamt breytingu innandyra og nýrri klæðningu að utan samkvæmt teikningum Sturlu Þórs Jónssonar dags. 10.12.2018.
   Nýjar teikningar bárust 30.1.2019.
   Nýjar teikningar bárust 18.02.2019. Nýjar teikningar bárust 28.02.2018 í tvíriti.

   Erindið verður grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisagreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
   Erindið verður sent til nærliggjandi lóðarhafa við Mosabarð 13, 14, og 16.
   Vallarbarð 2, 4 og 6, og Þúfubarð 16.

  • 1902037 – Steinhella 17a, reyndarteikningar

   Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar teiknaðar af Sigurbjarti Halldórssyni dags. 12.9.2018 sem lagðar voru inn 4.2.2019 af Steinhellu 17 ehf.
   Nýjar teikningar bárust 20.2.2019.
   Nýjar teikningar bárust 1.3.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1902472 – Jófríðarstaðarvegur 11, fyrirspurn

   Þann 25.2.2019 leggja Íris Sveinsdóttir og Lýður Árnason inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að stækka húsið og byggja ofan á bílskúr. Með erindinu fylgja skissur er sýna fyrirhugaða stækkun.

   Tekið er jákvætt í erindið, svo fremi að farið verði eftir gildandi skilmálum. Heimild er skv. gildandi deiliskipulagi, Suðurbær sunnan Hamars, að stækka húsið að hámarki um 30 fermetra. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1903044 – Ölduslóð 32, deiliskipulagbreyting

   Guðrún Bergsteinsdóttir sækir þann 4.3.2019 um stækkun húss skv. teikningum Gísla Ágústs Guðmundssonar dags. 22.1.2019. Sótt er um grenndarkynningu án deiliskipulagsuppdrátts.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar umsókninni til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1902471 – Gjáhella 9, fyrirspurn

   Þann 23.2.2019 leggur Vigfús Halldórsson inn fyrirspurn fyrir hönd lóðarhafa að Gjáhellu 9, Járn og blikk. Óskað er eftir að lækka gólfkóta um 2.2m.

   Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki reglugerð eins og erindið er sett fram.

  • 1810061 – Gjáhella 17, breyting á deiliskipulagi

   Þann 3.10.2018 óskar Sóldögg ehf. eftir að fara í minniháttar deiliskipulagsbreytingar á lóðinni við Gjáhellu 17. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.2.2019 var samþykkt að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum breytingarnar í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Tími grenndarkynningar var frá 14.2.-14.3.2019. Þann 27.2.2019 liggur fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir breytingunni.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu sem grenndarkynnt var skv. 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Grenndarkynningu telst lokið þar sem samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur nú fyrir og engar athugasemdir bárust.

  C-hluti erindi endursend

  • 1901260 – Hádegisskarð 16, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Modelus ehf. frá 17.01.2109 um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús við Hádegisskarð 16. Nýjar teikningar bárust þann 4.3.2019.

   Erindinu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1902405 – Brenniskarð 1 og 1A, byggingarleyfi, nýbygging, fjölbýlishús

   Tekin fyrir að nýju umsókn Þrastarverks ehf. frá 19.02.2019 um leyfi til að byggja fjölbýlishús skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.11.2018 stimplaðar af brunahönnun og SHS. Nýjar teikningar bárust 4.3.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi

  • 1903008 – Bæjarhraun 24, byggingarleyfi, breyting

   Hraunborgir ehf. sækja þann 01.03.2019 um leyfi til að breyta rými 0113 úr einni einingu í átta einingar samkvæmt teikningum Erlendar Á. Hjálmarssonar dags. 03.02.2019. Samþykki eigenda að Bæjarhrauni 24 liggur fyrir.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1903003 – Hnoðravellir 2, byggingarleyfi

   Helma Björk Jóhannesdóttir sækir þann 01.03.2019 um breytingar innanhúss og breytingu á lóð samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 28.02.2019.

   Erindinu frestað, samræmist ekki reglugerð eins og erindið er sett fram.

  • 1902505 – Hringhella 7, byggingarleyfi, atvinnuhúsnæði

   Grafa og grjót ehf. sækja þann 26.02.2019 um að byggja staðsteypt hús á einni hæð með millilofti að hluta skv. teikningum Hauks Ásgeirssonar dags. 11.02.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt