Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. mars 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 746

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1903047 – Eskivellir 11, reyndarteikningar

   Nesnúpur ehf leggur þann 4.3.2019 inn uppfærðar teikningar til að þær séu réttar í samræmi við bygginguna. Teikningar teiknaðar af Jóni Hrafni Hlöðverssyni dags. 22.8.2017 með breytingu 24.1.2019. Teikningar stimplaðar af SHS og yfirfarðar af brunahönnuði.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1903045 – Ásvellir 2, breyting

   Hafnarfjarðarbær sækir um 4.3.2019 að skipta út hurð skv. teikningum Sigurðar Einarssonar dags 11.1.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1901131 – Drangahraun 1b, breyting

   Tekin fyrir að nýju umsókn Nordic Holding ehf. frá 9.1.2019 um breytingu á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu og léttan iðnað samkvæmt teikningum Jóns Þ. Þorvaldssonar dagsettar 29.11.2018.
   Stimpill brunahönnuðar, Eflu, er á teikningum.
   Nýjar teikningar bárust 18.2.2019 stimplaðar ef Eflu.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1902485 – Krosseyrarvegur 4, reyndarteikning

   Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar Krosseyrarvegs 4 skv. teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 12.12.2018. Jóhanna Óskarsdóttir lagði teikningarnar inn þann 25.2.2019.
   Nýjar teikningar bárust 6.3.2019 ásamt samþykki nágranna 0101 og 0201. Nýjar teikningar bárust 8.3.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1810121 – Dalshraun 5, breyting á glerturni og úrgangstanki

   Brimborg ehf. sækir 10.10.2018 um breytingu á glerturni og úrgangstanki samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsettar 22.9.2018
   stimplaðar af SHS.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Áskilið er samþykki Heilbrigðiseftirlits.

  • 1901260 – Hádegisskarð 16, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Modelus ehf. frá 17.1.2019 um byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishús með 6 íbúðum, timburhús.
   Nýjar teikninga bárust 4.3.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1903207 – Skúlaskeið 2, fyrirspurn

   Barbara Rut Bergþórsdóttir leggur 8.3.2019 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar stækkunar á jarðhæð til norðvesturs auk þess sem anddyri verður fært um rúman meter skv. teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 6.3.2019.

   Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

  • 1903244 – Einhella 9, fyrirspurn

   Þann 11.3.2109 leggur Gunnar Óli Sölvason inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að koma fyrir flóttaleið, stiga og svölum, utan á húsið við Einhellu 9. Með erindinu fylgdu teikningar teiknistofunnar Arkamon.

   Tekið er jákvætt í erindið.

  • 1903245 – Einhella 9, fyrirspurn

   Gunnar Óli Sölvason leggur inn fyrirspurn um niðursetningu á kolsýrutanki sen notaður er í daglegum rekstri fyrirtækisins við leiserskurð á plötustáli við Einhellu 9.

   Tekið er jákvætt í erindið, en grenndarkynna þarf erindið þegar teikningar berast vegna byggingarleyfis.

  • 1903221 – Einhella 3 og 5, fyrirspurn til byggingarfulltrúa

   Björg Real Estate ehf. leggur þann 8.3.2019 inn fyrirspurn um innkeyrslu á lóðir Einhellu 3 og Einhellu 5 skv. ódags. teikningum Orra Árnarsonar.

   Tekið er jákvætt í erindið. Sækja þarf formlega um deiliskipulagsbreytinguna.

  C-hluti erindi endursend

  • 1903115 – Fjóluvellir 4, breyting á innra skipulagi

   Helena Rúnarsdóttir sækir 6.3.2019 um breytingu á innraskipulagi samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 19.2.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1903258 – Furuás 41, breyting inni

   Þann 6.3.2019 sækir Theódór Friðbertsson um innanhúsbreytingar á húsnæðinu Furuás 41. Teikningar gerðar af Gísla Gunnarssyni.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

   Innak ehf. sækir 11.3.2019 um að breyta innra fyrirkomulagi og setja nýja gönguhurð á norðvesturhlið skv. teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags. 5.3.2019 stimplaðar af SHS.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902073 – Furuás 39, reyndarteikningar

   Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar unnar af Eyjólfi Valgarðssyni, dags. 14.1.2019. Daníel Örn Árnason leggur inn teikningarnar þann 5.2.2019.
   Nýjar teikningar bárust 11.3.2019 ásamt samþykki lóðarhafa að Furuási 41.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1903213 – Hverfisgata 35, breyting á íbúðarhúsi

   Vogir-fasteignafélag ehf sækir þann 8.3.2019 um breytingu á íbúðarhúsi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 8.2.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt