Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. mars 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 748

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1903003 – Hnoðravellir 2, byggingarleyfi

      Helma Björk Jóhannesdóttir sækir þann 01.03.2019 um breytingar innanhúss og breyting á lóð samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 28.02.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903477 – Hnoðravellir 4, breyting, skjólveggir á lóðarmörkum

      Snorri Hreiðarsson sækir þann 22.3.2019 um breytingu samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 21.3.2019. Lýsing: Tekið úr horni á steyptum vegg, vegghæð frá stétt 750mm. Skjólveggur úr gleri í stað steypu til að bæta útsýni frá nærliggjandi bílastæði og götu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903008 – Bæjarhraun 24, byggingarleyfi, breyting

      Hraunborgir ehf. sækir þann 1.3.2019 um leyfi til að breyta rými 0113 úr einni einingu í átta einingar samkvæmt teikningum Erlendar Á. Hjálmarssonar dags. 3.2.2019. Fyrir liggur samþykki eigenda að Bæjarhrauni 24.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903468 – Lækjarkinn 4, breyting á gluggum

      Símon Freyr Jónsson leggur 21.3.2019 inn umsókn um breytingar á gluggum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 18.3.2019. Samþykki nágranna barst 21.3.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903115 – Fjóluvellir 4, breyting á innra skipulagi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Helenu Rúnarsdóttur frá 6.3.2019 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dagsettar 19.2.2019.
      Nýjar teikningar bárust 21.3.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903507 – Álfhella 17, girðing

      Slysavarnafélagið Landsbjörg sækir þann 22.3.2019 um að setja girðingu í kringum lóðina samkvæmt teikningum Gunnars Bergmanns Stefánssonar dags. 27.2.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903557 – Skipalón 5, svalalokun á íbúð 303.

      Kristján Jón Jónsson sækir 26.3.2019 um svalalokun á Skipalóni 5, íbúð 303.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1903246 – Hnoðravellir 1, grindverk við lóðamörk

      Þann 11.3.2019 leggur Ingvar Karl Ingason inn fyrirspurn um grindverk á lóðinni við Hnoðravelli 1. Erindinu var frestað á afgreiðslufundi þann 20.3. sl. Nú hafa borist frekari gögn vegna erindisins.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1903581 – Flatahraun 29, dagsektir gámur tengdur við hús

      Flatahraun 29, dagsektir vegna þess að gámur er tengdur við hús. Eigandi er með gám á lóð og búið að tengja hann við hús, eiganda hefur verið sent bréf þrisvar sinnum og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Flatahrauns 29 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903580 – Miðhella 4, dagsektir skúr á lóð

      Miðhella 4, rými 0101, dagsektir vegna skúrs á lóð. Eigandi er búin að byggja skúr upp við húsið og hefur fengið send tvö bréf vegna þess og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Miðhellu 4 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1903435 – Flatahraun 1, svalalokanir

      Flatahraun 1, húsfélag sækir 20.3.2019 um leyfi til að setja svalalokanir á einkasvalir samkvæmt teikningum Magnúsar Ólafssonar dagsettar 2.1.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1902439 – Breiðhella 22, byggingarleyfi, reyndarteikningar

      Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar samkvæmt teikningum Kristins Más Þorsteinssonar dags. 24.2.2017. Breyting er að hæðarkóti húss er færður frá K18,50 í K 18,20 sem er upphaflegi útgefinn kóti lóðar. Einnig er þvottaplani sleppt vegna fyrirhugaðrar framtíðar stækkunar húss.
      Nýjar teikningar bárust 22.3.2019, teikningar bárust með stækkun á innkeyrslu. Erindi vegna stækkunnar á innkeyrslu lagt fyrir.

      Erindi vegna stækkunnar á innkeyrslu er synjað þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1903478 – Strandgata 31-33, reyndarteikningar

      LL18 ehf. leggja fram þann 22.3.2019 reyndarteikningar aðaluppdrátta. Teikningar unnar af Ásdísi H. Ágústsdóttur dags. 5.2.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1903410 – Hverfisgata 52b, bílskúr breytt í íbúðarherbergi

      Óli Örn Eiríksson sækir 19.3.2019 um leyfi að breyta bílskúr í íbúðarherbergi samkvæmt teikningum Albínu Thordarson dagsettar 6.12.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1904045 – Rauðhella 16, reyndarteikningar

      LF11 ehf. leggja inn 2.4.2019 reyndarteikningar af Íshlla 1. hannaðar af Hjálmari Ingvarssyni.

Ábendingagátt