Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. apríl 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 749

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1903582 – Hringhella 9, breyting

      Rafal ehf. sækir þann 27.3.2019 um breytta nýtingu, skrifstofur og lager, neðri hæðar Hringhellu 9 skv. teikningu Kristins Ragnarssonar dags. 23.3.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903554 – Íshella 1, breyting

      Kjartan Hafsteinn Rafnsson fh. K16 ehf. sækir þann 26.3.2019 um breytingu á áður innsendum teikningum, iðnaðarhurðum fjölgað og inntaksklefi færður inní hús, samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dags. 12.3.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901393 – Hringbraut 67, reyndarteikningar

      Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar af Hringbraut 67 lagðar inn þann 23.1.2019 af Magnúsi Flygenring unnar af Trausta Leóssyni dagsettar 16.1.2019.
      Nýjar teikningar bárust 12.3.2019. Nýjar teikningar bárust þann 29.3.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1904014 – Miðhella 4, breyting inni

      Oddur Smári Rafnsson sækir þann 1.4.2019 um breytingu innanhús skv. teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 15.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 18124909 – Suðurgata 41, byggingarleyfi, tröppur

      Hafnarfjarðarbær sækir þann 7.12.2018 um byggingu á tröppum að Suðurgötu 41.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Innak ehf. frá 11.3.2019 um að breyta innra fyrirkomulagi. skv. teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags. 5.3.2019. Teikningar eru með stimpli SHS.
      Nýjar teikningar bárust 1.4.2019 með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirlits.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811066 – Einhella 2, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Ný stoð ehf. frá 5.11.2018 um leyfi til að reisa stálgrindarhús með millilofti samkvæmt teikningum Eggerts Guðmundssonar dagsettar 28.10.2018.
      Nýjar teikningar bárust 24.1.2019 með stimpli frá SHS og Heilbrigðiseftirliti. Nýjar teikningar bárust 28.2.2019 með stimpli frá SHS og Heilbrigðiseftirliti. Nýjar teikningar bárust 22.3.2019 með stimpli Heilbrigðiseftirlits.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1903572 – Grænakinn 30, fyrirspurn

      Eyrún Valþórsdóttir og Gestur Örn Ákason eigendur Grænukinnar 30 leggja inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.3.sl. Óskað er eftir að breikka bílastæði á lóð og fjölga þar með stæðum. Með erindinu er greinagerð ásamt skissum er sýna staðsetningu stæðis innan lóðar. Skv. gildandi skilmálum skipulagins er eitt stæði á lóð. Nú er óskað eftir að erindið verði samþykkt sem minniháttar deiliskipulagsbreyting.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn arkitekts dags. 1. apríl 2019.

    • 1903605 – Suðurgata 59, fyrirspurn

      Gunnar H. Erlendsson sendir þann 28.3.2019 inn fyrirspurn vegna viðbyggingar til austurs um 13,1m2 og byggingu nýs þaks.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs. Óskað verður eftir umsögn byggðasafnsins vegna hverfisverndar.

    • 1903098 – Hrauntunga 10, fyrirspurn

      Fyrirspurn barst þann 5.3.2019 frá Darija Kospenda um hækkun á þaki bílskúrs sem byggingarheimild er fyrir.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1904069 – Reykjanesbraut, tvöföldun, göngubrýr, byggingarleyfi

      Vegagerðin sækir þann 2.4.2019 um að byggja tvær göngubrýr, stálbogabrýr með frístandandi bogum og steyptri undirstöðu, yfir Reykjanesbraut skv. teikningum Steve Christer dags. mars. 2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1903577 – Austurgata 36, fyrirspurn

      Ingvar Arason leggur 27.3.2019 inn fyrirspurn um hvort leyft yrði að byggja steinhús samkvæmt uppdráttum Gunnlaugar Ó. Johnson dags. 18.2.2019.

      Tekið er neikvætt í erindið í samræmi við umsögn arkitekts.

    • 1904045 – Rauðhella 16, reyndarteikningar

      LF11 ehf. leggja inn 2.4.2019 reyndarteikningar af Íshellu 1 hannaðar af Hjálmari Ingvarssyni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1904006 – Selhella 7, breyting

      Vesturkantur sækir þann 01.04.2019 um breytingu á innbyrðis hæðarkótum sem þýðir breyting á m3 í skráningartöflu í þegar samþykktu húsi samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 19.03.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1904085 – Norðurhella 5, svalir

      Tæki.is ehf. sækir þann 3.4.2019 um að stytta svalir samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dagsettar 3.4.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt