Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. apríl 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 750

Mætt til fundar

 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1903293 – Ölduslóð 14, fyrirspurn

   Guðmundur Guðmundsson leggur inn fyrirspurn varðandi burðarþol v/breytinga.

   Tekið er jákvætt í erindið.

  • 1904288 – Hlíðarás 28, breyting

   Jóhann Ögri Elvarsson sækir þann 10.4.2019 um breytingu á hæð á vegg eftir götu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 16.7.2018.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1904353 – Skógarás 6, lækkun á þaki

   Eðvarð Björgvinsson sækir þann 12.4.2019 um lækkun á þaki um 20 cm. Kótar leiðréttir samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dagsettar í apríl 2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1904367 – Sólvangsvegur 4, Lækjarskóli, breyting

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 15.4.2019 um breytingar á Lækjarskóla. Nýtt milligólf á 2. hæð, stækkun salargólfs á 1. hæð og breytt sorpgeymsla samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 9.4.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1903246 – Hnoðravellir 1, grindverk við lóðamörk

   Þann 11.03.2019 leggur Ingvar Karl Ingason inn fyrirspurn um grindverk á lóðinni við Hnoðravelli 1. Ný gögn hafa borist er gera betur grein fyrir erindinu.

   Tekið er jákvætt í erindið í samræmi við þau gögn sem borist hafa og gera grein fyrir skjólvegg/girðingu.

  • 1903312 – Strandgata 75, 302, breyting

   Dyr ehf. sækir þann 14.3.2019 um að breyta skrifstofu í gistiíbúð skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 15.2.2019. Nýjar teikningar bárust þann 27.3.2019 ásamt skoðunarskýrslu brunaviðvörunarkerfis og öryggiskerfis.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1903231 – Móbergsskarð 14-16, fyrirspurn

   Þann 11. mars sl. leggur Jón Hrafn Hlöðversson ásamt Haghúsum ehf inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir áliti skipulagsfulltrúa er varðar deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Móbergsskarð 14-16. Með erindinu fylgja teikningar er sýna fyrirhugaðar breytingar.

   Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1805281 – Víðistaðatún, ósk um afnot vegna hundasýningar

   Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að halda útisýningu á vegum félagsins á Víðistaðatúni þann 23-25 ágúst nk. Óskað er eftir aðgangi að rafmagni, salernum og bílastæðum.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að haldin sé hundasýning á Víðistaðatúni umrædda daga og leggur áherslu á að allt sé hirt upp eftir hundana og að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að sýningu lokinni. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur vegna rafmagns. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau. Einnig má búast við tjaldgestum á tjaldstæði og verður að taka tillit til þeirra.

  • 1604432 – Thorsplan, sumardagurinn fyrsti

   Andri Ómarsson verkefnisstjóri á stjórnsýslusviði óskar eftir að setja niður 3 jólaþorpshús á Thorsplani í tengslum við dagskrá sumardagsins fyrsta.

   Skipulagsfulltrúi heimilar uppsetningu húsanna.

  • 1805018 – Víðistaðatún, afnot af túni fyrir sýningarþjálfun

   Hafdís Jóna Þórarinsdóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 22. apríl 2019 fyrir hönd Ungmennadadeildar HRFÍ að halda sýningarþjálfanir á Víðistaðatúni 26. maí og 2. júní frá 12 – 15.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af túninu á umræddum dögum og bendir á að ganga skuli snyrtilega um og hirða upp eftir hunda.

  • 1904416 – Hamranesvöllur, vormót Hraunbúa yfir Hvítasunnuna

   Skátafélagið Hraunbúar óska eftir að fá að halda vormót sitt á Hamranesvelli hvítasunnuhelgina 7-10 júní nk. FH og Haukar hafa gefið samþykki sitt fyrir afnot af vellinum á þessum tíma ásamt bogfimifélaginu Hróa hetti.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið enda liggur fyrir samþykki notenda vallarins.

  • 1904146 – Grænakinn 6, fyrirspurn, bílastæði

   Þann 2.4.2019 leggur Magnús Þór Ásgeirsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa er varðar auka bílastæði innan lóðar við Grænukinn 6. Með erindinu fylgir skissa er gerir grein fyrir erindinu.

   Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Sjá umsögn arkitekts dags. 23.4.2019.

  • 1904164 – Hringbraut 52, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

   Þann 5.4.2019 leggur teiknistofan Trípóli inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir hönd eigenda Hringbrautar 52. Óskað er eftir heimild til að fara í deiliskipulagsbreytingar er varða breytingu á byggingarreit og skilmálum vegna viðbyggingar.

   Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Frávik frá gildandi deiliskipulagi eru of víðtæk.

  • 1904243 – Ljósaklif, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Þann 5.4.2019 leggur Gunnlaugur B. Jónsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa. Nú er óskað eftir að breyta vinnustofu i einbýlishús og skipta lóðinni í tvær.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki skipulagi. Hægt er að sækja um breytingu á deiliskipulagi hjá skipulags- og byggingarráði. Allur kostnaður vegna slíkra málsmeðferðar fellur á umsækjanda.

  • 1904346 – Koparhella 1, fyrirspurn

   Þann 12.4.2019 leggur Steinsteypan ehf. inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að breyta byggingarreit lóðarinnar við Koparhellu 1. Reiturinn verður 5m frá aðliggjandi lóðarmörkum. Kvaðir á lóð, byggingarmagn, nýtingarhlutfall og aðrir þættir deiliskipulagsins haldast óbreyttir. Með erindinu fylgja uppdrættir er sýna fyrirhugaða breytingu unnar af Riss verkfræðistofu dags. 11.4.2019.

   Tekið er jákvætt í erindið.
   Grenndarkynna þarf erindið skv. 2.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn og umsókn um deiliskipulagsbreytingu hefur borist.

  C-hluti erindi endursend

  • 1903502 – Grandatröð 2, fyrirspurn um stækkun

   Bílaverkstæði Birgis ehf. leggur 22.3.2019 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir stækkun á húsnæði um 75fm. að lóðarmörkum til norðausturs.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1808181 – Öldugata 3, gámahús, fyrirspurn

   Þann 10.8.2018 leggur Egill Björgvinsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að koma fyrir tveimur gámum innan lóðar við Öldugötu 3. Teikningar arkitektastofunnar Sei, dags. 18.10.2018, er gera grein fyrir fyrirkomulagi gáma innan lóðar bárust með tölvupósti þann 7.11.2018. Nýjar teikningar bárust með tölvupósti þann 11.4.2019.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902505 – Hringhella 7, byggingarleyfi, atvinnuhúsnæði

   Grafa og grjót ehf. sækja um 26.2.2019 að byggja staðsteypt hús á 1.hæð með millilofti að hluta skv. teikningum Hauks Ásgeirssonar dags. 11.2.2019.
   Nýjar teikningar bárust 11.4.2019.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1902208 – Flatahraun 5a, breyting inni

   Blikás ehf sækir þann 8.2.2019 um breytingar inni samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 5.2.2019. Rými verður opnað, settur milliveggur og klósetti bætt við. Nýjar teikningar bárust þann 8.3.2019.
   Nýjar teikningar bárust 12.4.2019 með stimpli frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1904045 – Rauðhella 16, reyndarteikningar

   LF11 ehf. leggja þann 2.4.2019 inn reyndarteikningar af Íshellu 1 hannaðar af Hjálmari Ingvarssyni.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1904329 – Hringhella 7, breyting á aðkomu

   Grafa og grjót ehf. sækir þann 12.4.2019 um breytingu á aðkomu við Hringhellu 7 samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar 5.3.2019.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1904279 – Trönuhraun 10, fyrirspurn

   Lindaberg ehf. leggur inn fyrirspurn þann 9.4.2019. Óskað er eftir að innrétta litlar íbúðir á efri hæð, sbr. teikningu Erlends Hjálmarssonar dags. 21.2.2019.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1904085 – Norðurhella 5, svalir

   Tæki.is ehf. sækir þann 3.4.2019 um að stytta svalir samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dagsettar 3.4.2019.
   Nýjar teikningar bárust 5.4.2019

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1802306 – Hraunbrún 10,viðbygging

   Harpa Lind Hrafnsdóttir og Ketill Árni Ketilsson leggja 20.2.18 um umsókn um viðbyggingu. Samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags.19.2.18. Samþykki nágranna fylgir með umsókn. Nýjar teikningar bárust 20.3.2018. Nýjar teikningar bárust 11.4.2019.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1904360 – Hádegisskarð 12, byggingarleyfi

   Modulus eignarhaldsfélag ehf. sækir þann 14.4.2019 um að byggja 6 íbúða fjölbýlishús á einni hæð sem stallast niður í lóðinni, skv. uppdráttum Svövu Jónsdóttur arkitekts, dags. 12.4.2019.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt