Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. maí 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 754

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1905293 – Flatahraun 5a, byggingarleyfi, innanhúsbreyting

      Studio Arnhildur Pálmardóttir ehf. sækir um að gera breytingar á Flatahrauni 5a skv. teikningum dags. 26.04.2019 unnar af Studio Arnhildar Pálmad ehf.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902073 – Furuás 39, reyndarteikningar

      Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar lagðar inn 5.2.2019 unnar af Eyjólfi Valgarðssyni dagsettar 14.1.2019.
      Nýjar teikningar bárust 11.3.2019 ásamt samþykki lóðarhafa að Furuási 41.
      Nýjar teikningar bárust þann 24.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1905226 – Álfhella 7, breyting

      Er hús ehf. sækir um breytingu á aksturshurðum á bilum 0107-0108-0109. Breikkun úr 3000mm í 3500mm. skv. teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 10.04.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1905346 – Fjarðargata 13-15, breyting

      220 Fjörður ehf. sækir þann 24.05.2019 um breytingu á veitingastað, önnur hæð, samkvæmt teikningum Þorsteins Helgasonar dags. 24.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1905360 – Hrauntunga 20, breyting

      Bjarni Viðar Sigurðsson sækir 27.5.2019 um breytingu á gluggum samkvæmt teikningum Jóns Davíðs dagsettar 21.5.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1904006 – Selhella 7, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Vesturkants frá 01.04.2019 um breytingu á innbyrðis hæðarkótum sem þýðir breyting á m3 í skráningartöflu í þegar samþykktu húsi samkvæmt teikningum Guðna Pálssonr dags. 19.03.2019.
      Nýjar teikningar bárust 22.5.2019 og brunahönnun.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1707196 – Öldugata 12, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Friðriks V Steingrímssoar frá 19.07.2017 um viðbyggingu til vesturs, bílskúr á lóð og kvisti á þakhæð samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 04.11.2016. Nýjar teiknigar bárust 15.09.2017. Nýjar teikningar bárust 29.11.2017. Nýjar teikningar bárust þann 30.4.2018. Nýjar teikningar bárust 14.5.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903313 – Móbergsskarð 1-3, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Gunnars Agnarssonar og Önnu Berglindar Sigurðardóttur frá 14.3.2019 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Ingvars G. Sigurðssonar dagsettar 11.3.2019. Nýjar teikningar bárust 04.04.2019 í tvíriti. Nýjar teikningar bárust þann 23.04.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1905341 – Flatahraun 5a, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Brynjar Arnarson leggur inn fyrirspurn þann 24.05.2019 varðandi breytingu á inngangi. Fyrirhugað er að loka núverandi inngangi og gera nýjan þar sem nú er gluggi.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    • 1905243 – Skúlaskeið 38-40, fyrirspurn

      Guðmundur Marteinn Hannesson fh. Húsfélagsins Skúlaskeið 38-40 leggur fram fyrirspurn dags. 19.5.2019 um að fá að byggja svalir á suðurhlið Skúlaskeiðs 38-40. Teikningar til útskýringar og stuðnings fyrirspurninni fylgja auk samþykkis frá húsfundi dags. 15.5.2019. Um er að ræða fyrstu drög af mögulegri útfærslu sem yrði skoðuð nánar ef jákvætt svar fæst við fyrirspurninni.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir nú.
      Fara þarf gætilega í breytingar á húsum við Skúlaskeið sem hverfisvernd nær til líkt og fram kemur í umsögn Byggðasafnsins vegna breytinganna.

    B-hluti skipulagserindi

    • 18129603 – Lónsbraut 70, deiliskipulagsbreyting

      Þann 19.12.2018 leggur Garðar Hólm inn fyrirspurn, og óskar eftir skilmálabreytingu á deiliskipulagi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1903521 – Einhella 3-5, breyting á deiliskipulagi

      Björg Real Estate ehf. sækja 25.3.2019 um breytingu á útkeyrslu á lóðum Einhellu 3 og Einhellu 5.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1905300 – Melabraut 17, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Þann 24.04 leggur Sigurður Hafsteinsson inn fyrirspurn um hvort byggja megi þvottaaðstöðu við suðaustur horn hússins.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1905328 – Kaplahraun 2-4, skilti

      Armar ehf. sækir þann 23.05.2019 um að setja skilti við suð-vestur horn lóðar samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 06.12.2012 (breyting 16.05.2019). Teikningar bárust í tviríti.

      Erindi frestað. Gögn samræmast ekki skiltareglugerð Hafnarfjarðar.

    • 1905229 – Norðurvangur 27, byggingarleyfi, viðbygging og þak

      Gísli G Gunnarsson og Jón Garðar Sigurvinsson sækja þann 16.05.2019 um heimild til að endurbyggja þak ásamt minniháttar stækkun til norðurs ásamt þaki yfir verönd til suðurs og inngang á vestur hlið samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 22.05.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt