Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. júní 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 754

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1905386 – Furuás 2, breyting

   Bergsteinn Arnarsson og Halldóra Benónýsdóttir sækja um breytingar á forstofu, þvottahúsi og lagnarými skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 24.05.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2010.

  • 1904069 – Reykjanesbraut, tvöföldun, göngubrýr, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Vegagerðarinnar frá 2.4.2019 um að byggja tvær göngubrýr, stálbogabrýr með frístandandi bogum og steyptri undirstöðu, yfir Reykjanesbraut skv. teikningum Steve Christer dags. mars. 2019. Nýjar teikningar dagsettar í apríl 2019 bárust 4.6.2019.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi, með vísan til 15 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir tvær göngubrýr við Reykjanesbraut.

  • 18129678 – Hellubraut 5, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Gunnars Hjaltalín frá 28.12.2018 um leyfi til að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Helga M. Hallgrímssonar dagsettar 20.12.2018. Nýjar teikningar bárust þann 04.02.2019 í tvíriti. Nýjar teikningar bárust 02.04.2019
   Nýjar teikningar bárust 29.05.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2010.

  • 18129679 – Hellubraut 7, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Gunnars Hjaltalín frá 28.12.2018 um leyfi til að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Helga M. Hallgrímssonar dagsettar 20.12.2018. Nýjar teikningar bárust þann 04.02.2019 í tvíriti. Nýjar teikningar bárust 02.04.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1905026 – Tunguvegur 4, fyrirspurn

   Þann 1.5.2019 leggur Guðrún Sif Hannesdóttir inn fyrirspurn um að síkka glugga og setja bílskúr og bílastæði innan lóðar.

   Tekið er jákvætt í gerð svalahurðar á framhlið húss en endurskoða þarf staðsetningu bílastæða m.t.t. götumyndar og almennra stæða í götu.

  C-hluti erindi endursend

  • 1906046 – Jófríðarstaðarvegur 11, stækkun á bílskúr

   Jón þór Þorvaldsson sækir þann 3.6.2019 um 30m2 viðbyggingu ofan á núverandi bílskúr skv. teikningum Baldurs Ó Svavarssonar dags. 20.5.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt