Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. júní 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 755

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1905131 – Fagrakinn 3, byggingarleyfi, kvistur

      Aðalsteinn Einarsson og Hafdís Ólafsdóttir sækja um að fá að stækka kvist á norðurhlið húss og setja glugga á vestur hlið skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 05.12.2007.
      Nýjar teikningar bárust 7.6.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1904360 – Hádegisskarð 12, byggingarleyfi

      Modulus eignarhaldsfélag ehf. sækir þann 14.4.2019 um að byggja 6 íbúða fjölbýlishús á einni hæð sem stallast niður í lóðinni.
      Nýjar teikningar bárust 7.6.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1906128 – Hádegisskarð 16, breyting

      Svava Jónsdóttir arkitekt sækir f.h. Modulus eignarhaldsfélags,þann 6.6.2019, um breytingar á áður samþykktum byggingum, breyting á lofthæð og innanhússfærsla á baðherbergi, minnka svalir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1901548 – Ölduslóð 32, breyting

      Guðrún Bergsteinsdóttir og Brynjar Viggósson sækja um 51.8 fm stækkun. Svalir á 2. hæð, stiga og innanhúsbreytingar samkvæmt teikningum Gísla Ágústs Guðmundssonar dags. 22.01.2019.

      Ný umsókn, breyting á áður innsendri umsókn, dags. 23.05.2019 er móttekin 27.5.2019. Sótt er um að fá að setja svalir á ris. skv. teikningum Ragnhildar Sverrrisd dags. 22.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1906107 – Strandgata, stöðuleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 6.6.2019 um stöðuleyfi vegna 10-12 sölubása við Strandgötu vegna 17. júní hátíðar.

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir húsum í miðbæ Hafnarfjarðar á þann 17 júni 2019.

    • 1905076 – Hamranesvöllur, stöðuleyfi

      Geir Bjarnason sækir þann 8.5.2019 um leyfi til að setja skólagarðshús/gám við Hamranesvöll tímabilið 24.5.2019-30.08.2019.

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir skólagarðshús/gám við Hamranesvöll til 30.08.2019.

    • 1902112 – Vikurskarð 4, byggingarleyfi

      Björgvin Sigurðsson sækir 6.02.2019 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 22.01.2019. Nýjar teikningar bárust 2.05.2019.

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til grenndarkynningar með vísan til 2. gr. A- liðar í Samþykkt um embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Erindið skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vikurskarðs 2, Vikurskarðs 6 og Glimmerskarðs 1.

    • 1906125 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

      Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að fá að byggja æfingaraðstöðu (reykköfunaraðstöðu ) skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags í maí 2019.

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til grenndarkynningar með vísan til 2. gr. A- liðar í Samþykkt um embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Erindið skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skútahrauns 2 og Skútahrauns 4.

    • 1906061 – Fagrihvammur 9, fyrirspurn, klæðning

      Marinella Haraldsdóttir gerir fyrirspurn um klæðningu utanhúss, svalir, bílskúrshurð og stofuglugga skv. teikningum Sævars Geirssonar dags. 29.04.2019.

      Sjá umsögn arkitekts.

    • 1906211 – Einhella 8, byggingarleyfi

      Þann 11.06. sækir Teknís ehf um breytingar á núverandi samþykktu byggingarleyfi og að setja tjald á lóð sem efnislager.

      Erindinu vísað í skipulag- og byggingarráð.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1906156 – Helgafell, útsýnisskífa

      Þann 11.06.2019 sækir Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar um að setja útsýnisskífu upp á Helgafell. Teikningar bárust með erindinu.

      Samþykkt að veita Rótarýklúbb Hafnarfjarðar leyfi til að setja upp skífu á Helgafelli.

    • 1904418 – Sævangur 47, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Þorsteinn Aðalbjörnsson og Ágúst Hilmarsson leggja inn fyrirspurn þann 23.04.2019. Um er að ræða viðbyggingu (aflokun innskots) við einbýlishús, viðbættar verandir á lóð og ný hurð út frá stofu út á verönd.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    • 1905405 – Hverfisgata 52b, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Óli Örn Eiríksson leggur fram fyrirspurn þann 31.05.2019 um að breyta lóðarmörkum og auka byggingarmagn samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

      Fyrirspyrjanda er bent á að taka mið af meðfylgjandi umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1906132 – Álfhella 9, breytingar

      Ingólfur Ö Steingrímsson sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum , breyting á lóð og innra skipulagi samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 5.6.2019

      Frestað gögn ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1906114 – Álfaskeið 127, fyrirspurn

      Sigurjón Eyþór Einarsson gerir fyrirspurn um að fá samþykkta íbúð á jarðhæð á Álfaskeiði 127, eignin er í dag 2 íbúðir er óskar eftir að bæta við þriðju íbúðinni.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1905330 – Hverfisgata 13, fyrirspurn

      Sigurður Sveinbjörnsson gerir fyrirspurn um að fá að hækka mæni og setja kvista á Hverfisgötu 13. skv meðf.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 1906131 – Gjáhella 17, byggingarleyfi

      Sóldögg ehf. sækja um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði úr timbri samkvæmt teikningum Haralds Árnasonar dagsettar 10.3.2019

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1906102 – Drangahraun 14, breyting

      Drangahraun 14 ehf sækir um breytingar vegna lokaúttektar, lyftunni breytt í geymslu skv. teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 24.05.2019, stimplaðar af SHS og Mannvit.

      Frestað gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt