Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. júní 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 756

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1902369 – Kvistavellir 63, umsókn um byggingarleyfi

      Lagðir fram á ný uppfærðir aðaluppdrættir f.h. Brynju hússjóð teiknaðir af Jóhannesi Þórðarsyni dags. 14.02.2019 vegna lokaúttektar. Vegna mistaka við útsetningu húss á lóð breytist staðsetning útigeymslu á lóð. Erindið var grenndarkynnt þar sem hluti hússins fer út fyrir byggingarreit á norð/vestur horni hússins. Grenndarkynnt var fyrir eigendum að Kvistavöllum 33,35,37 og svo Kvistavöllum 66,68,70 og 72. Ein athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytingarnar sem felast í grenndarkynntum uppdráttum Glámu/Kím arkitektum dags. 14.02.2019 og að erindinu yrði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn satðfesti ofangreint á fundi sínum þann 12. júní s.l.

      Byggingarfulltrúi samþykkir uppfærða aðaluppdrætti í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903311 – Stuðlaskarð 9-15, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 14.3.2019 um að byggja fjögur 2-3 hæða fjórbýlishús skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 11.3.2019. Nýjar teikningar bárust þann 24.04.2019.
      Nýjar teikningar bárust 13.6.2019 með stimpli frá brunahönnun.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1906274 – Flatahraun 13, breyting á grunnmynd

      Þann 18.06.2019 sækir Guðmundur Oddur Víðisson um að breyta innanhús, þ.e bæta við sjálfsafgreiðslukössum við afgreiðslukassaröðina.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1906212 – Gjáhella 13, reyndarteikningar

      Sívaliturn ehf. leggur þann 12.6.2019 inn reyndarteikningar af Gjáhellu 13 unnar af Sigurði Þorvarðarsyni dagsettar apríl 19.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1904487 – Merkurgata 12, stækkun og hækkun á þaki

      Einar Haraldur Rögnvaldsson og Sigríður Margrét Einarsdóttir sækja 26.4.2019 um stækkun og hækkun á þaki samkvæmt teikningum Gunnars Valdimarssonar dagsettar 28.3.2019. Samþykki nágranna barst einnig.
      Nýjar teikningar bárust 12.06.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1904085 – Norðurhella 5, svalir

      Tæki.is ehf. sækir þann 3.4.2019 um að stytta svalir samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dagsettar 3.4.2019. Umsóknin er breyting á byggingarleyfi samkv. málsnr. 0705151.
      Nýjar teikningar bárust 5.4.2019
      Nýjar teikningar bárust 7.6.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 18129598 – Mosabarð 15, stækkun á húsi

      Elsa Esther Kristófersdóttir sækir þann 19.12.2018 um að stækka húsið með viðbyggingu á norðurhlið ásamt breytingu innandyra og nýrri klæðningu að utan samkvæmt teikningum Sturlu Þórs Jónssonar dags. 10.12.2018.
      Nýjar teikningar bárust 30.1.2019.
      Nýjar teikningar bárust 18.02.2019. Nýjar teikningar bárust 28.02.2018 í tvíriti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Erindið var grenndarkynnt með vísan til heimildar í A-lið 2. gr. Samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags-og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Athugasemd barst og var erindinu vísað til Skipulags- og byggingarráðs samanber 2. gr. Samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags-og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Umsóknin var síðan samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 12.06.2019.

    • 1810470 – Vikurskarð 12, byggingarleyfi

      Óðalhús ehf. sækir þann 31.10.2018 um leyfi til að byggja parhús samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 27.3.2018.
      Nýjar teikningar bárust 5.11.2018

      Skipulagsfulltrúi visar erindinu til grenndarkynningar samanber A-lið 2. gr. Samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags-og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir óverulegri færslu á byggingareit mannvirkja. Umsóknin skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vikurskarðs 10, Glimmerskarðs 9 og Glimmerskarðs 7.

    • 1906066 – Norðurvangur 18, fyrirspurn,viðbygging

      Þann 3.06.2019 leggur Björn Ragnar Björnsson inn fyrirspurn um að byggja viðbyggingu þar sem sólskáli er.

      Tekið er jákvætt í erindið, með vísan til þess að viðbygging verði innan byggingarreits og í samræmi við deiliskipulag frá 2004.

    • 1906216 – Flatahraun, gatnamót, framkvæmdarleyfi

      Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi, með vísan til 15 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytinga á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1906228 – Blómvangur 15, ósk um lóðarstækkun

      Símon Örn Birgisson og Íris Anna Randversdóttir óska eftir með bréfi dags. 9. maí 2019 um stækkun lóðar úr 898.5 fm í 1060 fm.

      Umrædd lóðarstækkun er það mikil að hún myndi kalla á breytingu á deiliskipulagi, nýtingarhlutfall myndi þá einnig breytast samhliða. Tekið er neikvætt í erindið þar sem um er að ræða mikil frávik í grónu hverfi og ef horft er á deiliskipulagið í heild sinni að þá er á umræddum stað grænt svæði sem teigir sig meðfram Glitvangi að Hjallabraut og ef umrædd lóð myndi stækka um 6 metra útá grænt svæðið myndi það stinga í stúf við allt sem fyrir er.

    C-hluti erindi endursend

    • 1906245 – Hraunbrún 14, bílskúr

      Inga María Magnúsdóttir sækir um að lækka botnplötu á áður samþykktum bílskúr og breyta aðal byggingarefni hans í steypu frá timbri. Jafnframt er sótt um að bæta við óupphitaðri geymslu undir sólpalli við skráningu hússins.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1806165 – Gjáhella 1, byggingarleyfi, vörugeymsla

      Þ.Þorgrímsson & Co ehf. sækir þann 12.06.2018 um byggingarleyfi fyrir vörugeymslu samkvæmt teikningum Helga Bergmanns Sigurðssonar dags. 30.05.2018.
      Nýjar teikningar bárust 12.06.2019 ásamt bréfi frá hönnuði.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1906078 – Hverfisgata 22 og 22b, fyrirspurn, viðbygging

      Borghildur Þórisdóttir leggur inn fyrirspurn um hvort gera megi núverandi hús upp, breyta 22b og byggja vinnustofu og geymslu á lóðinni skv. uppdrætti teiknuðum af Gunnlaugi Ó Johnson dags. 28.05.2019.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

Ábendingagátt