Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. júní 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 757

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1906328 – Hádegisskarð 1, breyting á MHL.1

   Hafnarfjarðarkaupstaður leggur þann 20.6.2019 inn uppfærðar teikningar dags. 12.6.2019 á MHL.1. Hönnuður er Ivon Stefán Cilla.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1802306 – Hraunbrún 10, viðbygging

   Tekin fyrir að nýju umsókn Hörpu Lindar Hrafnsdóttur og Ketils Árna Ketilssonar frá 20.02.18 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 19.02.18. Samþykki nágranna fylgir með umsókn. Nýjar teikningar bárust 20.03.2018. Nýjar teikningar bárust 11.4.2019. Nýjar teikningar bárust þann 20.05.2019. Nýjar teikningar bárust 19.6.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1906332 – Drangahraun 1b, reyndarteikningar

   Nordic Holding leggur 20.06.2019 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 29.11.2018.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1906245 – Hraunbrún 14, bílskúr

   Tekin fyrir að nýju umsókn Svövu B. Jónsdóttur um að breyta áður samþykktum teikningum af bílskúr við Hraunbrún 14. Nýjar teikningar bárust 25.6.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1905238 – Öldugata 45, byggingarleyfi

   Heimilin íbúðarfélag hses sækir þann 17.5.2019 um að byggja 6 íbúða búsetukjarna ásamt þjónustukjarna á einni hæð skv. teikningum Sturla Þórs Jónssonar dags. 6.5.2019.
   Nýjar teikningar bárust 07.06.2019. Þar sem frávik eru frá deiliskipulagi var erindið grenndarkynnt eigendum eftirfarandi húsa skv. Þjóðskrá maí 2019: Háakinn 2, 4, 6 og 8. Öldugötu 42-44 frá 22.05.-19.06.2019. Athugasemdir bárust.

   Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1905108 – Kirkjuvellir 1, flutningur af lóð

   Þann 09.05.2019 er óskað eftir flutningi húss af lóð Kirkjuvalla 1, 221 Hafnarfirði. Ný staðsetning er Rangarárþing eystra.

   Byggingarfulltrúi samþykkir að veita leyfi til flutnings á húsi.

  • 1906329 – Hólabraut 6, fyrirspurn

   Díana Sigurðardóttir leggur inn fyrispurn þann 20.06.2019 um að setja bílastæði innan lóðar.

   Tekið er jákvætt í erindið. sjá umsögn arkitekts.

  • 1904164 – Hringbraut 52, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Þann 5.4.2019 leggur Trípóli arkitektar inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að gera breytingar á húsinu við Hringbraut 52. Ný tillaga barst með tölvupósti þann 25. júní sl.

   Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkiekts.

  • 1906098 – Fjóluhvammur 1, fyrirspurn

   Þann 5. júní sl. leggur Jónas Óskarsson inn fyrirspurn vegna palls og skjólgirðingar við Fjóluhvamm 1. Þann 26. s.m. er lögð fram mynd til skýringar á skjólvegg.

   Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

  • 1906409 – Strandgata 4, stöðuleyfi gámur

   Þann 24.06.2019 sækir Guðveig Lilja Bjarkadóttir fh. Bæjarbíós um stöðuleyfi fyrir tjald, bjórgám og wc vegna bæjar og tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar 7. – 14. júlí 2019.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tjaldi, sölubásum og útisalernum fyrir tímabilið 7 – 14 júli 2019 með því skilyrði að gengið verði frá svæðinu og það frágengið þann 15 júli.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1906124 – Bjargsskarð 5, fyrirspurn

   Þann 21. maí 2019 leggur Páll Poulsen inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi við Bjargsskarð 5. Í breytingunum felst að byggingarreit er breytt og bílastæðum er fjölgað um eitt innan lóðar og jafnframt færð til.

   Tekið er neikvætt í erindið, áhrif færslu á byggingarreitum hafa neikvæð áhrif á byggingarreiti aðliggjandi lóða og færsla á bílastæðum valda vanda á aðliggjandi byggingarreitum.

  • 1906400 – Miklaholt 1, Vesturkot, breyting á deiliskipulagi

   Þann 26.6.2019 leggur Hafnarfjarðarkaupstaður inn uppdrátt vegna breytinga á deiliskipulagi er varða breytingu á bílastæðum við leikskólann Vesturkot.

   Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráð til kynningar.

  • 1903044 – Ölduslóð 32, deiliskipulagbreyting

   Guðrún Bergsteinsdóttir sækir 4.3.2019 um stækkun húss skv. teikningum dags 22.1.2019. Sótt er um grenndarkynningu án deiliskipulagsuppdrátts. Fyrirspurn um viðbyggingu 48,3 m2 ásamt nýjum teikningum barst 23.05.2019.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið með vísan til 2. gr. A-liðar í samþykkt um embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Erindið skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Ölduslóð 30, Ölduslóð 34, Hringbraut 33 og Hringbraut 35.

  C-hluti erindi endursend

  • 1906089 – Hverfisgata 63, fyrirspurn

   Hilmar Þór Jóhannsson leggur inn fyrirspurn þann 4.06.2019 um hvort klæða megi húsið vegna leka og myglu.

   Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir, sjá umsögn arkitekts.

  • 1903435 – Flatahraun 1, svalalokanir

   Tekin fyrir að nýju umsókn frá Flatahrauni 1, húsfélagi frá 20.3.2019 um leyfi til að setja svalalokanir á einkasvalir samkvæmt teikningum Magnúsar Ólafssonar dagsettar 2.1.2019. Nýjar teikningar bárust þann 20.06.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1906304 – Skútahraun 4, breyting

   Húsfélagið Skútahrauni 4 sækir þann 19.06.2019 um breytingu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 8.04.2019. Færðar eru inn á teikningar áður gerðar breytingar á innraskipulagi, millipallar og yfirbyggt geymslusvæði.

   Frestað erindið samræmist ekki deiliskipulagi.

  • 1906343 – Norðurhella 3, byggingarleyfi

   Aqua Angels ICELAND ehf. sækja 24.6.2019 um leyfi til að byggja stálgrindarhús á einni hæð samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dagsettar 11.6.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1906337 – Malarskarð 22, byggingarleyfi

   Krzysztof Tomasz Wesolowski sækir 21.6.2019 um að reisa einbýlishús við lóðina Malarskarð 22 samkvæmt teikningum Michaels Blikdal Erichsen dagsettar 7.6.2019.

   Gunnþóra Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu máls 1906337

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt