Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. júlí 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 758

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1905238 – Öldugata 45, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Heimilin íbúðarfélag hses dags. 17.5.2019 um byggingu 6 íbúða búsetukjarna ásamt þjónustukjarna á einni hæð skv. teikningum Sturla Þórs Jónssonar dags. 6.5.2019.
      Nýjar teikningar bárust 07.06.2019.
      Nýjar teikningar bárust 27.6.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Erindið var grenndarkynnt og frávik deiliskipulagins samþykkt á fundi skipulags-og byggingarráðs 2.07. sl með vísan til 2.mgr. a. liðar samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1906457 – Óseyrarbraut 28, þvottavél og tankar

      Ísfell ehf. sækir 28.6.2019 um að setja þvottavél til að þvo net og tvo tanka norðan við húsið samkvæmt teikningum Önnu Margrétar Hauksdóttur dagsettar 13.6.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903353 – Álfhella 10, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Hagtak hf. dags. 18.3.2019 um leyfi til að byggja iðnaðar og verkstæðishús samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 8.3.2019. Nýjar teikningar bárust þann 17.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1906046 – Jófríðarstaðavegur 11, stækkun á bílskúr

      Tekin fyrir að nýju umsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar fh. Lýðs Árnasonar dags. 3.6.2019 um 30m2 viðbyggingu ofan á núverandi bílskúr skv. teikningum Baldurs Ó Svavarssonar dags. 20.5.2019. Nýjar teikningar bárust þann 24.06.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1906427 – Hnoðravellir 8-10, breyting á bílastæðum

      Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækir 27.6.2019 um breytingu á bílastæði við Hnoðravelli 8-10 samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 15.06.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809470 – Rauðhella 3, dagsektir, vantar verkáætlun, hús hafa risið án leyfa

      Að Rauðhellu 3 hafa risið byggingar sem ekki er leyfi fyrir, bæði innan og utan lóðar, einnig er aðalhúsið ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Eiganda var gert að skila inn verkáætlun, leggja inn teikningar og fjarlægja byggingar. Með bréfi dags. 05.12.2018, lagði Verksýn fram f.h lóðarhafa tímaáætlun.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Rauðhellu 3. Eigandi hefur ekki brugðist við í samræmi við eigin verkáætlun dags. 5.12.2018. Dagsektir verða lagðar á frá og með 1. ágúst 2018 og verða 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1907008 – Thorsplan, stöðuleyfi

      Benjamín Sigurgeirsson fh. Samtaka grænkera á Íslandi sækir um stöðuleyfi á Thorsplani 11.8.2019 vegna Vegan Festival 2019 sem haldið er á vegum Samtaka grænkera á Íslandi í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi vegna vegan hátíðar þann 11. ágúst n.k.

    • 1906428 – Unnarstígur 1, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Eigandi hússins þarf að fara í framkvæmdir á Unnarstíg 1 vegna mikils leka og myglu, bæði frá útvegg og þaki – húsið er óíbúðarhæft eins og er. Eigandinn fékk mann frá VK verkfærðistofu til þess að skoða húsnæðið og þarf að gera eftirfarandi: – Brjóta klöppina og endurbyggja vegginn (sem liggur útí garð) – veggurinn er steyptur við klöppina og lekur í gegn. – Brjóta stöllun á þaki og sleppa flasningum á stöllun. Áætlaði hann að það þurfti að brjóta upp og taka 50-100 cm af klöppinni frá veggnum og út fyrir hornið, til þess að endurbyggja vegginn.

      Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts.

    • 1807141 – Lækjargata 16, umsókn um leyfi til hænsnahalds

      Þann 10. júlí 2018 leggur Hólmfríður Þórisdóttir inn umsókn um leyfi til hænsnahalds í garði við Lækjargötu 16. Með erindinu fylgja skissur er sýna staðsetningu hænsnakofa ásamt hænsnagerði. Einnig er lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa við Lækjargötu 14, 18, 20 og Öldugötu 2, 4 og 6.

      Frestað vantar samþykki allra þinglýstra eiganda aðliggjandi lóðarhafa.

    • 1904066 – Kirkjuvegur 13, fyrirspurn, smáhýsi á lóð

      Björg F. Elíasdóttir leggur þann 03.04.2019 inn fyrirspurn um byggingu skúrs.

      Afgreiðsla afgreiðslufundar skipulags- og byggignarfulltrúa frá 8.5.2019 afturkölluð og fyrirspurn vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1907066 – Fornubúðir 3, breyting á innra skipulagi

      Haraldur Jónsson ehf. sækir 3.7.2019 um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins, vegna nýrrar starfsemi og skipta því niður í 5. hluta samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 2.7.2019. Ekki er um neinar útlitsbreytingar að ræða.

      Með vísan til 2. gr. A-liðar í samþykkt um embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði er fyrirhuguð breyting grenndarkynnt. Grenndarkynningin nær til lóaðrhafa að Fornubúðum 1, Fornubúðum 5 og Cuxhavengötu 3.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1906042 – Hraunskarð 2, fyrirspurn

      Hraunskarð 2 ehf. leggur þann 3.6. sl. inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 36 á lóðinni Hraunskarð 2, reit 7, í Skarðshlíð.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1905026 – Tunguvegur 4, fyrirspurn

      Þann 1.5.2019 leggur Guðrún Sif Hannesdóttir inn fyrirspurn, um að síkka glugga og setja bílskúr innan lóðar. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 5.6.sl. Endurskoða þurfti staðsetningu bílastæða.
      Nú hefur verið óskað eftir að koma fyrir aðkeyrslu inn á lóð milli Tunguvegar 4 og 2 í kjölfar viðgerða á lögnum í garði.

      Tekið er jákvætt í erindið enda er fyrirhuguð aðkeyrsla í samræmi við umsögn arkitekts dags. 7.6.2019. Leggja þarf fram uppdrátt er sýnir fyrirhugaða staðsetningu og útfærslu hennar og sækja um framkvæmdaleyfi.

    • 1907051 – Völuskarð 9, fyrirspurn bílskúr

      Þann 2.7.2019 leggur Sigurður Hafsteinsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að gera breytingar á staðsetningu bílskúrs við Völuskarð 9, Skarðshlíð 3. áfanga. Með erindinu fylgir teikning sem gerir grein fyrir erindinu teiknað af teiknistofunni Vektor dags.2.7.2019.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1906458 – Óseyrarbraut 16, byggingarleyfi

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf sækir þann 28.06.2019 um leyfi fyrir byggingu 2×3700 fermetra asfaltgeyma, 36 fermetra hús undir rafbúnað, steyptan stokk í akstursleið fyrir löndunarlögn, steypta stoð- og þróarveggi ásamt nýjum girðingum og aksturshliðum samkvæmt teikningum Andra Martin Sigurðssonar dags. 23.05.2019. Nýjar teikningar bárust þann 02.07.2019.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1906399 – Austurgata 36, byggingarleyfi

      Ingvar Ari Arason sækir þann 26.06.2019 um að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 13.06.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt