Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. júlí 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 759

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1907049 – Rauðhella 5, breyting, innra skipulag

      Gylfi Arnbjörnsson, fyrir hönd húsfélagsins, sækir þann 2.7.2019 um að breyta innra skipulagi á Rauðhellu 5, eignum 0102, 0105, 0106, 0111 og kaffistofum skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 27.06.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1906458 – Óseyrarbraut 16, byggingarleyfi

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf sækir þann 28.06.2019 um leyfi fyrir byggingu 2x 3700 fermetra asfaltgeyma, 36 fermetra hús undir rafbúnað, steyptan stokk í akstursleið fyrir löndunarlögn, steypta stoð- og þróarveggi ásamt nýjum girðingum og aksturshliðum samkvæmt teikningum Andra Martin Sigurðssonar dags. 23.05.2019. Teikningar með stimpli SHS, Umhverfisstofnun og brunavarnir yfirfarnar. Nýjar teikningar bárust þann 02.07.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1902112 – Vikurskarð 4, byggingarleyfi

      Björgvin Sigurðsson sækir 6.02.2019 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 22.01.2019. Nýjar teikningar bárust 2.05.2019.
      Nýjar teikningar bárust 14.06.2019. Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til grenndarkynningar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þ.12.6.2019 með vísan til 2. gr. A- liðar í Samþykkt um embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Erindið skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vikurskarðs 2, Vikurskarðs 6 og Glimmerskarðs 1. Erindið var grenndarkynnt frá 28.6.-26.7.2019. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa hefur borist og er grenndarkynningu því lokið.

      Byggingarfulltrúi samþykktir breytingarnar með vísan til 2. gr. A- liðar í samþykkt um embættisfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði, og skal erindinu lokið í samræmi við skipulagslög. Aðaluppdrættir samþykktir í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1906337 – Malarskarð 22, byggingarleyfi

      Krzysztof Tomasz Wesolowski sækir 21.6.2019 um að reisa einbýlishús við lóðina Malarskarð 22. samkvæmt teikningum Michaels Blikdal Erichsen dagsettar 7.6.2019. Nýjar teikningar bárust þann 03.07.2019.

      Gunnþóra Guðmundsdóttir víkur af fundi vegna Malarskarðs 22.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

Ábendingagátt