Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

31. júlí 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 762

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna María Elíasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1802414 – Ásvellir 1, breytingar

      Hafnarfjarðarkaupstaður leggur 27.2.2018 inn ýmsar breytingar á áður samþykktum teikningum, td. hurðar inni, hurðargat og annað, teikningar unnar af Helga M. Halldórssyni, Brunahönnun barst einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1907153 – Unnarstígur 1, veggur, klöpp

      Tekið fyrir að nýju erindi Tyrfings Sigurðssonar frá 12.7.2019 þar sem óskað er eftir að fjarlægja hluta úr klöpp til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir á íbúðarhúsi hans. Nú liggja fyrir undirskriftir allra eigenda aðliggjandi húsa við Unnarstíg 1.

      Framkvæmdaleyfi verður gefið út fyrir að fleyga úr klöpp.

    • 1907327 – Langeyrarvegur 10, fyrirspurn, geymsluskúr

      Unnur Edda Garðarsdóttir og Egill Örn Bjarnason leggja fram fyrirspurn þann 29.07.2019. Óskað er eftir byggingu geymsluskúrs á lóð Langeyrarvegar 10.

      Tekið er jákvætt í útfærslu A. Gæta þarf þess að vanda til við alla vinnu við geymsluskúrinn enda er hann fyrirhugaður á viðkvæmu svæði.

    • 1907342 – Hvannavellir 1, framkvæmdaleyfi, flutningur

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um flutning á færanlegri kennslustofu frá Hvannavöllum 1 að Smárabarði 1.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita leyfi til flutnings á húsi.

    • 1907343 – Smárabarð 1, stöðuleyfi, færanleg kennslustofa

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um stöðuleyfi að Smárabarði 1, Leikskólinn Smáralundur, fyrir færanlega kennslustofu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir færanlega kennslustofu.

    • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

      Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim boðið að sækja um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfis og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 15.8.2019.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1907288 – Breiðhella 14, deiliskipulagsbreyting

      RF Fasteignir ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi þann 24.07.2019. Breyting á byggingarreit felur ekki í sér stækkun byggingarreits heldur afstöðu byggingarreits innan lóðar, mænishæð verði 9,5m, porthæð 6,6m og þakhalli 15°.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingarnar í samræmi við 2.mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið skal grenndarkynnt lóðarhöfum við Breiðhellu 12, 16, 18, 3 og 5.

    • 1903044 – Ölduslóð 32, deiliskipulagbreyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Guðrúnar Bergsteinsdóttur um breytingu á deiliskipulagi frá 4.3.2019. Samþykkt var að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi vegna aukins byggingarmagns á lóð á afgreiðslufundi skipulags-og byggingarfulltrúa þann 26.6.sl. Erindið var grenndarkynnt lóðarhöfum að Ölduslóð 30 og 34. Hringbraut 33 og 35. Engar athugasemdir bárust.

      Grenndarkynningu breytinganna er nú lokið. Engar athugasemdir bárust. Byggingarfulltrúi samþykkir því breytingarnar á skipulaginu Suðurbær sunnan Hamars og að málinu skuli lokið í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Leggja þarf fram fullnaðar deiliskipulagsuppdrátt til afhendingar og varðveislu til Skipulagsstofnunar líkt og lög gera ráð fyrir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1907084 – Sólvangsvegur 2, lokateikningar

      Þann 5.07.2019 leggja Ríkiseignir inn lokateikningar Hjúkrunarheimilisins Sólvangs skv. teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 12.1.2017.

      Frestað brunahönnuður þarf að kynna breytingar fyrir shs.

    • 1907303 – Vesturvangur 46, breyting

      Trausti Jónsson sækir þann 25.07.2019 um breytingu á byggingarleyfi skv. teikningum Jóhanns Einars Jónssonar dags. 19.07.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1907283 – Norðurhella 1, byggingarleyfi, Krónan

      Festi fasteignir ehf. sækir þann 24.07.2019 um byggingarleyfi fyrir verslunarhúsnæði á einni hæð samkvæmt teikningum Guðmundar Odds Víðissonar dags. 23.07.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1907293 – Eskivellir 21A, svalalokun, íbúð 0303

      Bragi Brynjólfsson sækir þann 25.07.2019 um svalalokun á íbúð 0303 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 14.05.2017 með breytingum 29.05.2019.

      Frestað vantar samþykki meðeigenda.

    • 1907306 – Hrauntunga 1, bílskúr, breyting

      Óskar Gunnarsson leggur 26.07.2019 inn umsókn vegna breytinga á byggingu bílskúrs samkvæmt teikningum Shruthi Basappa dags. 18.07.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1907282 – Íshella 1, breytingar

      K16 ehf. sækir 24.07.2019 um breytingar á innra skipulagi og útliti byggingar frá áður samþykktum teikningum skv. teikningum Jóns Halldórssonar dags. 09.07.2019.

      Frestað athugasemdir frá shs.

    • 1701254 – Suðurhella 6, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      þann 6.01.2017 leggur Jón Brynjar Sigurðsson inn fyrirspurn vegna óskráðs rýmis á 2 hæð.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    • 1907328 – Óseyrarbraut 25, byggingarleyfi

      ÞAG ehf. sækir þann 29.07.2019 um leyfi til að byggja 22 eininga geymslu og verkstæðis byggingu úr steypu, límtré og samlokueiningum samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dags. júlí 2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1906131 – Gjáhella 17, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sóldaggar ehf. um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði úr timbri samkvæmt teikningum Haralds Árnasonar dagsettar 10.3.2019.
      Nýjar teikningar bárust 12.7.2019 með stimpli frá Heilb-eftirliti. Nýjar teikningar bárust þann 26.7.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt