Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. ágúst 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 764

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1907217 – Malarskarð 16, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Óskars Kristins Óskarssonar og Klöru Daggar Sigurðardóttur frá 19.07.2019 um byggingarleyfi fyrir staðsteypt einbýli á tveimur hæðum með bílageymslu á neðri hæð og einhallandi þaki samkvæmt teikningum Jóns Magnúsar Haldórssonar dags. 14.07.2019. Nýjar teikningar bárust þann 29.07.2019. Nýjar teikningar bárust þann 30.07.2019. Nýjar teikningar bárust þann 02.08.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1908241 – Dalshraun 13, breyting 2.hæð

   Isco ehf. sækir þann 19.8.2019 um innanhúss breytingar.
   Um er að ræða breytingar á búningsherbergi og undirbúningsrými auk innréttingar skrifstofurýmis og starfsmannarýmis á 2.hæð samkvæmt teikningum Páls Paulsens dagsettar 12.8.2019 stimplaðar af brunahönnuði og heilbrigðiseftirliti.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1908256 – Klukkuvellir 7I, dæluhús fráveitu

   Hafnarfjarðarkaupstaður tilkynnir þann 13.8.2019 um framkvæmd við Klukkuvelli 7I. Um er að ræða byggingu dæluhúss neðanjarðar fyrir fráveitu.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1612098 – Fagraberg 44, dagsektir, vegna efri hæðar hússins, vantar byggingarstjóra

   Árið 2010 sagði byggingarstjóri sig af verkinu, eigandi fékk bréf þess efnis að það þurfti að stöðva framkvæmdir, ekki hefur verið skáður nýr byggingarstjóri, en efri hæðin hefur verið tekin í notkun. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 7.12.2016 að leggja dagsektir á eiganda frá og með 20.12.2016. Frestur til greiðslu dagsekta var veittur frá 1. júní 2017.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Fagrabergi 44, þar sem ekki hefur verið ráðinn nýr byggingarstjóri og framkvæmdir gerðar í leyfisleysi. Dagsektir verða lagðar á í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1.6.2017 og eru 20.000 kr á dag.

  • 1907116 – Langeyrarvegur 4, dagsektir vegna útlitsbreytinga og fjölgun íbúða

   Langeyrarvegur 4, dagsektir vegna breytinga á útliti og fjölgun eigna, sem ekki er heimild fyrir, eigandi hefur fengið bréf þess efnis og ekki brugðist við sem skyldi.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Langeyrarvegs 4. Eigandi hefur breytt útliti og fjölgað eignum sem ekki er heimild fyrir. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Dagsektir verða lagðar á í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 9. september 2019 og eru 20.000 kr á dag.

  • 1902285 – Suðurhella 6, dagsektir rými 0102

   Suðurhella 6, dagsektir, rými 0102, búið að setja stokk utan á húsið sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.2.2019 að leggja dagsektir á eiganda frá og með 27.2.2019. Frestur til greiðslu dagsekta var veittur þann 20.2.2019. Eiganda hefur verið send bréf vegna þessa og ekki brugðist við.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Suðurhellu 6. Eigandi hefur breytt útliti eignarinnar og ekki sótt um leyfi. Dagsektir verða lagðar á í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 27. febrúar 2019 og eru 20.000 kr. á dag.

  • 1807195 – Vörðustígur 2, fyrirspurn

   Reynir Sigurðsson leggur þann 13.07.2018 inn fyrirspurn um stækkun á húsi um ca 40 fermetra, 2 herbergi, bað og stækkun stofu. Minjastofnun tekur jákvætt í fyrirhugaðar breytingar. Teikningar og ljósmyndir bárust 8.8.2019.

   Tekið er jákvætt í erindið. Bent er á að um breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 1981, Miðbær Hafnarfjarðar, er að ræða. Endurskoða þarf stærð viðbyggingarinnar við nánari útfærslu hennar. Þar sem húsið er friðað skulu allar breytingar bornar undir Minjastofnun. Umsögn Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar stækkunar sem sýnd verður á aðaluppdráttum skal fylgja með umsókn um byggingarleyfi.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1904432 – Hraunhvammur 3, deiliskipulag, fyrirspurn

   Hákon Ingi Sveinbjörnsson leggur 24.4.2019 inn fyrirspurn vegna stækkunar. Nýjar teikningar bárust 04.06.2019. Nýjar teikningar bárust 09.08.2019 er sýna stækkun húss og bílskúr/vinnustofu á lóð. Um er að ræða tillögu að breyttu deiliskipulagi.

   Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1907240 – Hvaleyrarbraut 39, fyrirspurn

   Fyrirspurn um nýtingarhlutfalls lóðar dags. 20.6.2019 vegna uppbyggingar Hvaleyrarbrautar 39 barst frá Alark arkitektar ehf.

   Tekið er jákvætt í erindið. Bent er á að grenndarkynna þarf umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

  • 1908187 – Álfhella 4, deiliskipulagsbreyting

   KB Verk ehf. sækir þann 15.08.2019 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan felur í sér að nýrri innkeyrslu er bætt við.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja að grenndarkynna breytingarnar í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1907250 – Melabraut 17, breyting

   Tekin fyrir að nýju umsókn Icelimo ehf. frá 23.07.2019 um breytingu á innra skipulagi á rými 0102, milliloft og glugga á kvist, samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 18.07.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1908155 – Íshella 8, breyting

   Tempra ehf. sækir þann 13.8.2019 um að byggja andyri við húsið skv. teikningum Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 2.7.2019 stimplaðar af slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1908248 – Glitvellir 37, byggingarleyfi

   Helgi Berg Halldórsson sækir 19.8.2019 um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á einni hæð með innbyggðum bílskúr samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar. 11.8.2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt