Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. ágúst 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 765

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1907328 – Óseyrarbraut 25, byggingarleyfi

   ÞAG ehf. sækir þann 29.07.2019 um leyfi til að byggja 22 eininga geymslu og verkstæðis byggingu úr steypu, límtré og samlokueiningum samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dags. júlí 2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1906131 – Gjáhella 17, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sóldögg ehf. dags. 7.6.2019. Sótt er um bygginarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði úr timbri samkvæmt teikninum Haralds Árnasonar dagsettar 10.3.2019.
   Nýjar teikningar bárust 12.7.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti. Nýjar teikningar bárust þann 26.7.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1907250 – Melabraut 17, breyting

   Icelimo ehf. sækir þann 23.07.2019 um breytingu á innra skipulagi á rými 0102. Setja milliloft og glugga á kvist samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 18.07.2019.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1907334 – Krýsuvík, stöðuleyfi tjald

   Meðferðarheimilið í Krýsuvík sækir um stöðuleyfi fyrir tjaldi tímabilið 1.8.2019-31.7.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1811266 – Norðurhella 1, breyting á deiliskipulagi

   Þann 15.7.2019 er lagður inn uppdráttur með byggingarreit fyrir eldsneytisdælu á lóðinni við Norðurhellu 1. Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir lóðina sem samþykktur var í skipulags- og byggingarráði þann 9. apríl sl. kom fram í greinagerð að heimild væri til að koma fyrir eldsneytissölu innan lóðar. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar dags. 17.7.2019 var samþykkt að grenndarkynna uppdráttinn aðliggjandi lóðarhöfum. Auglýsingartími grenndarkynningar var frá 24. júlí til og með 21. ágúst. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir breytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 1906407 – Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting

   Á fundi bæjarráðs þann 4.7.2019 var erindi vegna Öldutúns 4 tekið fyrir. Lagður var fram 7. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.7.2019.
   Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 23.10.2014 er lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Öldutúni 4. dags. 28.6.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi lóðar Öldutúns 4 og að málmeðferð erindisins verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt að erindið verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ölduslóðar 3, Ölduslóðar 5, Öldutúns 2 og Öldutúns 6.

   Athugasemdir bárust. Erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1908441 – Völuskarð 13, fyrirspurn

   ARKþing ehf. leggur þann 22.8.2019 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir viðbrögðum skipulagsfulltrúa við fyrirspurnaruppdráttum af einbýlishúsi á lóðinni Völuskarð 13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi taka jákvætt í erindið.

  • 1908508 – Norðurbraut 27, fyrirspurn, viðbygging

   Jakob Guðmundur Rúnarsson leggur þann 26.8.2019 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Norðurbraut 27.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi taka neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

Ábendingagátt