Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. september 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 766

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1806106 – Lynghvammur 4, viðbygging

      Tekin fyrir að nýju umsókn Auðar Lísu Antonsdóttur frá 7.6.2018 um að byggja viðbyggingu við eldra hús samkvæmt teikningum Eiríks Vignis Pálssonar dags. 4.05.2018. Samþykki nágranna liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 30.07.2018. Nýjar teikningar bárust 5.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1908623 – Miðvangur 143, breyting á gluggum

      Hrund S. Þórisdóttir og Díana Rós A. Rivera sækja þann 28.8.2019 um breytingu á gleri frá áður samþykktum teikningum unnar af Helga S. Helgasyni dagsettar 27.8.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1908595 – Dvergasteinn, flutningur, framkvæmdaleyfi

      Emil Jón Ragnarsson sækir þann 28.8.2019 um framkvæmdaleyfi vegna flutnings á húsinu Dvergastein frá Geymslusvæðinu í Kapelluhrauni að Kaplahrauni 6 þar sem sótt hefur verið um stöðuleyfi fyrir húsið á meðan á endurbótum stendur.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1907242 – Vikurskarð 10 og 12, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Óðalhús ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á Vikurskarði 10 og 12 þann 23.07.2019. Í breytingunni felst að lögun og staðsetning byggingarreita verði breytt og bílastæði verði fyrir framan hvert hús. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 25.7. sl. er samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við a. lið 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Erindið var grenndarkynnt frá 25.7. – 15.8.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulags breytingarnar er ná til lóðanna við Vikurskarð 10 og 12 og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1907288 – Breiðhella 14, deiliskipulagsbreyting

      RF Fasteignir ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi þann 24.07.2019. Breyting á byggingarreit felur ekki í sér stækkun byggingarreits heldur afstöðu byggingarreits innan lóðar, mænishæð verði 9,5m, porthæð 6,6m og þakhalli 15°. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 31.7.2019 var samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingarnar í samræmi við 2.mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt lóðarhöfum við Breiðhellu 12, 16, 18, 3 og 5. Engar athugasemdir bárust.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1906378 – Koparhella 1, deiliskipulag

      Þann 24.6.2019 leggur Guðmundur Óskar Unnarsson, f.h. Steinsteypunnar ehf. inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu á Kapelluhrauni 1. áfanga er nær til lóðarinnar við Koparhellu 1. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður.

      Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð.

    C-hluti erindi endursend

    • 1908626 – Hólabraut 2, breyting inni

      Hjördís Sigurbjörnsdóttir óskar þann 29.08.2019 eftir að fá samþykki fyrir húsnæði sem ætlað er til reksturs á snyrtistofu. Íbúðin er staðsett á grunnhæð í tvíbýli með sérinngangi.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt