Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. september 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 767

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1906391 – Seltún, salernisaðstaða

      Umhverfis- og rekstrardeild Hafnarfjarðar óskar eftir að setja upp salernishús í Seltúni.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903315 – Hverfisgata 39, fyrirspurn vegna bílastæðis

      Fyrirspurn barst 13.3.2019 frá Hrefnu Sigurjónsdóttur og Þorgeiri Ragnarssyni vegna úthlutunar bílastæðis vegna hleðslu rafbíls við Hverfisgötu 39. Auk þess er spurt hver stefna Hafnarfjarðarbæjar er í kringum rafbílavæðinguna og framlag þeirra einstaklinga sem ákveða að nýta slíkan samgöngumáta, m.a. til orkusparnaðar og betri loftgæða.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

Ábendingagátt