Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. september 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 768

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1907282 – Íshella 1, breytingar

      K16 ehf sækir 24.07.2019 um smávægilegar breytingar á innra skipulagi og útliti byggingar frá áður samþykktum teikningum skv. teikningum Jón Halldórssonar dags. 09.07.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902271 – Sörlaskeið 17, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Háhólma ehf. dags. 12.2.2019 um breytingu að Sörlaskeiði 17 skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 4.2.2019. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér að glugga á vesturhlið í rými 0103 er breytt í tvöfaldar útidyr eins og eru á framhlið hússins.
      Samþykki eigenda aðliggjandi bila barst 13.09.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1908248 – Glitvellir 37, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Helga Bergs Halldórssonar dags. 19.8.2019 um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á einni hæð með innbyggðum bílskúr samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar. 11.8.2019. Nýjar teikningar bárust þann 02.09.2019.
      Nýjar teikningar bárust 16.9.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1908555 – Dalsás 2, breyting, sorpgerði

      Húsfélagið Dalsási 2-6 sækir þann 27.8.2019 um breytingu á sorpgerði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

      Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 7.10.2019.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1903004 – Einhella 11, byggingarleyfi

      Eignatak ehf. sækir þann 1.3.2019 um að reisa 1580 fermetra stálgrindarhús á einni hæð. Sótt er um að byggingarreitur verði færður til og breyttur samkvæmt teikningum Gunnars Sigurðssonar dags. 13.2.2019.

      Samþykkt er að grenndarkynna erindið með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurn sem lögð var fyrir ráðið þann 27.8.2019.

    • 1909147 – Malarskarð 6, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Þann 5.9.2019 leggja Einar Eyjólfsson og Rakel Sigurðardóttir inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að færa byggingareit á lóðinni við Malarskarð 6. Um er að ræða tilfærslu á byggingarreit um 5,5m frá götu í stað 3m líkt og gildandi skipulag gerir ráð fyrir.

      Tekið er jákvætt í erindið. Leggja þarf inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu. Allur kostnaður vegna breytinganna fellur á þann sem eftir henni óskar.

    • 1909303 – Kaldakinnn 22, fyrirspurn

      Hrefna Helgadóttir og Haukur Jónsson leggja inn fyrirspurn dags. 12.9.2019 vegna byggingu bílskúrs og bílastæðis. Samþykki meðeiganda liggur fyrir.

      Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1903213 – Hverfisgata 35, breyting á íbúðarhúsi

      Vogir-fasteignafélag ehf sækir þann 08.03.2019 um breytingu á íbúðarhúsi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 08.02.2019. Nýjar teikningar bárust 07.05.2019. Nýjar teikningar bárust þann 28.08.2019.
      Nýjar teikningar bárust 2.9.2019.
      Nýjar teikningar bárust 13.09.2019.

      Samþykki allra meðeigenda þarf að liggja fyrir hvað varðar eigna- og útlitsbreytingar. Jafnframt er athygli umsækjanda vakin á reglum Hafnarfjaðarbæjar um bílastæði.

    • 1909259 – Völuskarð 9, byggingarleyfi

      Hjörtur Freyr Jóhannsson og Áslaug Þorgeirsdóttir sækja 11.9.2019 um leyfi til að reisa hús úr forsteyptum einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 10.9.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Umsækjanda bent á að sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi vegna færslu á bílastæðum. Allur kostnaður vegna deiliskipulagsbreytinga fellur á þann sem eftir henni óskar.

    • 1909413 – Skipalón 3, byggingarleyfi

      Skipalón 7 ehf. sækir 17.9.2019 um að reisa fjölbýlishús samkvæmt teikningum Árna Friðrikssonar dagsettar 17.9.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt