Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. október 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 769

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1909514 – Kvistavellir 63, reyndarteikning

      Brynja Hússjóður leggur þann 23.9.2019 inn reyndarteikningu. Breyting er í texta byggingarlýsingar samkvæmt teikningum Jóhannesar Þórðarssonar dags 11.10.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1904045 – Rauðhella 16, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju umsókn LF11 ehf. frá 2.4.2019. Lagðar voru inn reyndarteikningar af Íshellu 1 hannaðar af Hjálmari Ingvarssyni.
      Nýjar teikningar bárust þann 16.04.2019.
      Nýjar teikningar bárust þann 8.8.2019.
      Nýjar teikningar bárust þann 05.09.2019.
      Nýjar teikningar bárust þann 19.09.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1909259 – Völuskarð 9, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Hjartar Freys Jóhannssonar og Áslaugar Þorgeirsdóttur frá 11.9.2019 um leyfi til að reisa hús úr forsteyptum einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 10.9.2019.
      Nýjar teikningar bárust 19.09.2019.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum frávik frá gildandi skilmálum skipulagsins er varða tilfærslu almennra bílastæða við götu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1910021 – Suðurhvammur 13, dagsektir vegna útlitsbreytinga

      Suðurhvammur 13, dagsektir, búið er að breyta útliti hússins og breyta bilskúr í íbúð. Eiganda hefur verið send bréf vegna breytinganna sem eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar en ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Suðurhvammi 13. Búið er að breyta bílskúr í íbúð og breyta útliti hússins án leyfis. Eigandi hefur fengið bréf þess efnis en ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. okt 2019 og eru 20.000kr. á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1908187 – Álfhella 4, deiliskipulagsbreyting

      KB Verk ehf. sækir þann 15.08.2019 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan felur í sér að nýrri innkeyrslu er bætt við. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 21.8.2019 var samþykkt að grenndarkynna breytingartillöguna í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 28.08.-25.09.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.

    • 1907206 – Stekkjarberg 9, byggingarleyfi -2 áfangi

      GG verk ehf. sækir þann 16.07.2019 um breytingu frá áður samþykktum teikningum. Einangrað að utan í tveimur húsum. Auk þess er sótt um að breikka bílskúra og koma fyrir inntaksrýmum milli bílskúra skv. teikningum Gunnars Arnar Sigurðssonar dags. 24.06.2019. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.8.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið enda minniháttar frávik frá gildandi deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt frá 26.08. – 23.09.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.

    • 1906125 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins dags. 4.6.2019 þar sem óskað er eftir því að fá að byggja æfingaraðstöðu (reykköfunaraðstöðu) skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. í maí 2019. Skipulagsfulltrúi vísaði erindinu til grenndarkynningar þann 12.6.2019. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 2.9.-30.9.2019. Athugasemdir bárust.

      Erindið var grenndarkynnt, athugasemdir bárust, vísað til skipulag- og byggingarráðs.

    • 1909488 – Strandgata 73b, fyrirspurn

      Þann 22.9.2019 leggja Anna kristín Geirsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að byggja sólstofu við Strandgötu 73b.

      Tekið er jákvætt í erindið. Heimild er til stækkunar skv. gildandi deiliskipulagi að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar koma fram er varða m.a. hlutföll viðbyggingar, skuggavarp og yfirbragð byggðarinnar.

    • 1909635 – Mjósund 10, fyrirspurn

      Fyrirspurn barst þann 30.9.2019 frá Mjósund 10 ehf. um byggingu bílskúrs á lóðinni Mjósundi 10 skv. teikningu Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 23.09.2019.

      Tekið er neikvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1909530 – Vikurskarð 10, byggingarleyfi

      Óðalhús ehf. sækir 24.9.2019 um byggingarleyfi fyrir parhúsi á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dagsettar 30.5.2019.

      Erindi frestað vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa vegna frágangs á lóðarmörkum.

Ábendingagátt