Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Tekin fyrir að nýju umsókn Skipalóns 7 ehf. dags. 17.9.2019 um að reisa fjölbýlishús samkvæmt teikningum Árna Friðrikssonar dagsettar 17.9.2019. Nýjar teikningar bárust 30.09.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Lóðarfrágangur á lóðarmörkum skal vera unnin í samráði við aðliggjandi lóðarhafa.
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 2.10.2019 um breytingu á Hádegisskarði 1 vegna uppfærðra aðaluppdrátta á svalahandriði í austurhluta byggingarinnar sem almennt er kallaður F hluti. Breytingarnar eiga við suður og austurhlið skv. teikningum Ivons Stefáns Cilia dags. 30.09.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Pábey ehf. sækir þann 03.10.2019 um breytingar á innra skipulagi í rými 0201 og fella niður milliloft í rýminu skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 02.10.2019.
K16 ehf. sækir þann 8.10.2019 um að bæta anitrit síló á lóðina MHL.02. og merkingum samkvæmt teikningum Jóns Halldórssonar dagsettar 4.10.2019.
Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.
Dagsektir, 20.000 pr. dag verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 23.10.2019.
Þann 11. júní sl. leggur Fitjaborg ehf inn umsókn til skipulagfulltrúa þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytngu er nær til lóðarinnar við Suðurhellu 9. Uppdrættir er sýna fyrirhugaða breytingar bárust embættinu í byrjun október.
Erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Tekin fyrir að nýju umsókn Húsfélagsins Skútahrauni 4 frá 19.06.2019 um breytingu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 08.04.2019. Færðar eru inn á teikningar áður gerðar breytingar á innraskipulagi, millipallar og yfirbyggt geymslusvæði. Nýjar teikningar bárust 30.9.2019
Frestað gögn ófullnægjandi. Lóðarhöfum er gert að gera betur grein fyrir lóðarfrágangi á lóðarmörkum milli lóða númer 4 og 6 og fá samþykki lóðarhafa númer 6.
Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar samkvæmt teikningum Kristins Más Þorsteinssonar dags. 24.2.2017. Breyting er að hæðarkóti húss er færður frá K18,50 í K 18,20 sem er upphaflegi útgefinn kóti lóðar. Einnig er þvottaplani sleppt vegna fyrirhugaðrar framtíðar stækkunar húss. Nýjar teikningar bárust 22.3.2019 Nýjar teikningar bárust 04.10.2019
Frestað gögn ófullnægjandi.
Guðrún Bergsteinsdóttir og Brynjar Viggósson sækja þann 3.10.2019 um leyfi fyrir viðbyggingu og svölum samkvæmt teikningum Gísla Guðmundssonar dagsettar 1.10.2019.
Tekin fyrir að nýju umsókn Ágústs Örvars Hilmarssonar frá 19.07.2019 um byggingarleyfi. Um er að ræða viðbyggingu við einbýlishús, viðbættar verandir og breytingu á núverandi glugga í hurð á vesturhlið hússins. Málsvarin fyrirspurn nr. 1904418 sem sent var inn til skipulagsfulltrúa fékk jákvæða umsögn. Nýjar teikningar bárust 3.10.2019
Hafnarfjarðarhöfn sækir þann 8.10.2019 um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við Háabakka skv. teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 30.09.2019.