Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Eva Úlla Hilmarsdóttir og Jón Erlendsson sækja 9.10.2019 um að byggja tveggja hæða einbýlisshús samkæmt teikningum Björns Skaptasonar dagsettar 7.10.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Vogir-fasteignafélag ehf. sækir þann 08.03.2019 um breytingu á íbúðarhúsi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 08.02.2019. Nýjar teikningar bárust 07.05.2019. Nýjar teikningar bárust þann 28.08.2019. Nýjar teikningar bárust 2.9.2019. Nýjar teikningar bárust 13.09.2019. Undirskriftir meðeiganda barst 10.10.2019.
Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.
Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 6.11.2019.
Þann 21.2.2019 eru lagðar inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Kristins Más Þorsteinssonar dags. 24.2.2017. Breyting er að hæðarkóti húss er færður frá K18,50 í K 18,20 sem er upphaflegi útgefinn kóti lóðar. Einnig er þvottaplani sleppt vegna fyrirhugaðrar framtíðar stækkunar húss. Nýjar teikningar bárust 22.3.2019 Nýjar teikningar bárust 04.10.2019 Nýjar teikningar bárust 15.10.2019.
Fyrirspurn dags. 27.9.2019 barst frá Jóhanni Ögra Elvarssyni varðandi byggingu 340m2 staðsteypts einbýlishúss á tveimur hæðum án bílskúrs en með yfirbyggðri bílgeymslu með stæðum fyrir allt að þrjá bíla. Auk tveggja stæða á lóð við hús milli stoðveggja sem lækka niður í 0 á lóðarmörkum. Á efri hæð er m.a. verönd til suðurs með skjólveggjum sem eru áframhald af útveggjum hússins. Húsið hefur verið hækkað um 60cm.
Tekið er jákvætt í erindið. Grenndarkynna þarf erindið þegar umsókn og fullnægjandi gögn berast.
Jakob Guðmundur Rúnarsson leggur 26.8.2019 inn fyrirspurn, óskar eftir viðbyggingu við Norðurbraut 27. Gögn bárust þann 23.9.2019. Ný gögn bárust með tölvupósti þann 21.10.2019. Lagðar eru fram tvær tillögur að stækkun hússins.
Tekið er jákvætt í tillögurnar.
Hákon Ingi Sveinbjörnsson sækir 2.9.2019 um deiliskipulagsbreytingu á Hraunhvammi 3. Tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna viðbyggingar og bílskúrs. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 18.9.2019 að grenndarkynna erindið í samræmi við 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Voru breytingarnar grenndarkynntar frá 23.9.-21.10.2019. Engar athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagið sem grenndarkynnt var. Engar athugsemdir bárust Skipulag lóðar verður færð inn í deiliskipulagsgerð Vesturbæjar. Heimild til uppbyggingar á lóðinni skal auglýst í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við skipulagslög. Byggingarleyfisumsókn verður afgreidd þegar fullnægjandi umsókn berst.
Kristján Örn Kristjánsson fh. HS veitna óskar þann 2.10.2019 eftir breytingu á deiliskipulagi vegna endurnýjunar á dreifistöð við Hörgsholt. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir breytingunum.
Byggingarfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Erindið skal grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum við Hörgsholt.
Þann 14.10. sl. leggja SGG verktakar ehf. inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Stuðlaskarð 6. Fyrirspurn vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðinni var á dagskrá afgreiðslufundar skipulags- og byggingarráðs þann 8.10. sl. Tekið var jákvætt í erindið.
Byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði, þar sem Hafnarfjarðarbær er eini hagsmunaaðilinn.