Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. nóvember 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 774

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1909259 – Völuskarð 9, byggingarleyfi

      Hjörtur Freyr Jóhannsson og Áslaug Þorgeirsdóttir sækja 11.9.2019 um leyfi til að reisa hús úr forsteyptum einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 10.9.2019. Nýjar teikningar bárust 19.09.2019. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 02.10.2019 var samþykkt að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum frávik frá gildandi deiliskipulagi er varða fyrirkomulag bílastæða innan lóðar og færslu almennra bílastæða í götu. Engar athugsemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir frávik frá deiliskipulagi vegna bílastæða að lokinni grenndarkynningu. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2012.

    • 1910155 – Álhella 3, reyndarteikning

      Geymslusvæðið ehf. leggur þann 09.10.2019 inn reyndarteikningar teiknaðar af Kjartani Rafnssyni dags. 15.09.2019. Nýjar teikningar bárust 14.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 16.10.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Það athugast að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

    • 1910535 – Blikaás 56, reyndarteikningar

      Þann 30.10.2019 eru lagðar inn reyndarteikningar, í tvíriti, teiknaðar af Ástrósu Birnu Árnadóttur. Nýjar teikningar bárust 05.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Það athugast að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

    • 1809470 – Rauðhella 3, dagsektir, vantar verkáætlun, hús hafa risið án leyfa

      Rauðhella 3, þar hafa verið reistar byggingar sem ekki er leyfi fyrir, bæði innan og utan lóðar, einnig er aðalhúsið ekki í samræmi við samþykktar teikningar, eiganda var gert að skila inn verkáætlun, um að leggja inn teikningar og fjarlægja byggingar, en eigandi hefur ekki brugðist við erindinu

      Eigandi lagði inn verkáætlun um að skila inn teikningum 15 sept, sem ekki hefur gengið eftir. Lagðar verða dagsektir samanber 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir verða lagðar á 27 nóv. 2019.

    • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

      Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 27.11.2019.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1909540 – Malarskarð 6, breyting á skipulagi

      Þann 24.9.2019 leggur Ernir Eyjólfsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Malarskarð 6. Með erindinu er tillaga er sýnir fyrirhugaðar breytingar.

      Þormóður vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskráliðar

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið með vísan til 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1906124 – Bjargsskarð 5, fyrirspurn

      Þann 21.5.2019 leggur Páll Poulsen inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að færa byggingareit innan lóðar við Bjargsskarð 5. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs. Nýjir uppdrættir er sýna tillögu að deiliskipulagsbreytingu bárust í okt. 2019 þar sem brugðist hefur verið við þeim athugsemdum sem fram hafa komið vegna erindisins. Erindið er því lagt fram aftur til afgreiðslu.

      Tekið er jákvætt í erindið. Grenndarkynna þarf breytinguna aðliggjandi lóðarhöfum þegar umsókn um deiliskipulagsbreytingu hefur borist.

    • 1911019 – Grænakinn 3, deiliskipulag

      Ágústa Hera Birgisdóttir sækir um fjölgun bílastæða við Grænukinn 3. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.

      Tekið er jákvætt í erindið. Framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    C-hluti erindi endursend

    • 1911028 – Völuskarð 13, byggingarleyfi

      Orri Pétursson og Kristín Birna Ingaóttir sækja 4.11.2019 um leyfi til að reisa staðsteypt hús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 4.11.2019. Teikningar bárust í tvíriti.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911055 – Víkurgata 11, byggingarleyfi

      Idea ehf. sækir 5.11.2019 um leyfi til að reisa stálgrindarhús á leigulóð samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar okt 19.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1910546 – Drekavellir 27, reyndarteikningar

      Páley Magnúsdóttir leggur inn reyndarteikningar 31.10.2019 fyrir Drekavelli 27 skv. teikningum Hjálmars Ingvarssonar dags.28.10.2019.
      Samþykki nágranna Drekavalla 25 og 29 er fyrirliggjandi.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911141 – Kaplahraun 2-4, breyting

      Armar ehf. sækja 7.11.2019 um ljósaskilti og minniháttar breytingar á innraskipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 1.11.2019.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1911091 – Heiðvangur 20, viðbygging

      Einar Hlöðver Erlingsson sækir þann 04.11.2019 um að byggja við Heiðvang 20 til norðurs, bílgeymslu, geymslu, þvottahús og breyta aðgengi að skriðkjallara. Að öðru leiti er um að ræða reyndarteikningu skv. teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 25.10.2019.

      Erindinu er frestað þar sem gögn eru ófullnægjandi og tillagan er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Ábendingagátt