Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. nóvember 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 775

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1911388 – Norðurhella 1, breytingar á 01-02

      Festi fasteignir ehf. sækja 15.11.2019 um breytingar á 01-02, útleigurými og veitingastaður, samkvæmt teikningum G. Odds Víðissonar dagsettar 11.11.2019 stimplaðar af SSH og brunahönnuði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902208 – Flatahraun 5a, breyting inni

      Blikás ehf. sækir þann 08.02.2019 um breytingar inni samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 05.02.2019. Rými verður opnað, settur milliveggur og klósetti bætt við. Nýjar teikningar bárust þann 08.03.2019.
      Nýjar teikningar bárust 12.4.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.
      Nýjar teikningar bárust 8.11.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1905293 – Flatahraun 5a, byggingarleyfi, innanhúsbreyting

      Studio Arnhildur Pálmardóttir ehf sækir um að gera breytingar á Flatahrauni 5a skv. teikningum dags. 26.04.2019 af Studio Arnhildar Pálmad ehf.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1910421 – Öldugata 5, bílgeymsla

      Heiðar Þorri Halldórsson sækir þann 24.10.2019 um að byggja 35fm bílskúr skv. teikningu Hlyns Axelssonar dags. 25.10.2019. Teikningar bárust 25.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 12.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911236 – Brattakinn 5, breyting á lýsingu og skráningartöflu

      Vilmar Breki Jóhannsson sækir 11.11.2019 um breytingu á byggingarlýsingu og skráningartöflu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 24.10.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1911324 – Blómvangur 1, fjölgun bílastæða

      Sigmar Ólafsson sækir 13.11.2019 um deiliskipulagsbreytingu. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða á lóð. Aðkoma nýrra bílastæða er um Blómvang. Teikningar Jóhanns Harðarsonar dagsettar 17.9.2019 gera grein fyrir erindinu.

      Ekki er hægt að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu deiliskipulags. Skv. deiliskipulagi er heimild fyrir þrem bílastæðum innan lóðar. Breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórum stæðum innan lóðar sbr. umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1911349 – Rauðhella 4, skýli reyndarteikning

      Hólshús ehf leggur 13.11.2019 inn reyndarteikningu af vegg ofan við stoðvegg og þak samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinriksonar dags. 12.11.2019.
      Meðfylgjandi er samþykki nágranna.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911348 – Háaberg 37a, breytingar

      Guðlaugur Magni Davíðsson og Sigrún Helga Sigurðardóttir sækja 14.11.2019 um að loka yfirbyggðu skýli á fyrstu hæð og breyta núverandi glugga á norð-vesturhlið í svalaopnun. Andyri færist og stækkar, nýtt baðherbergi og tómstundarrými bætist við. Bílgeymslu er breytt í innvegg milli rýma samkvæmt teikningum Ingaþórs Björnssonar dagsettar 22.10.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911312 – Norðurhella 7, breyting

      Tæki.is sækir þann 12.11.2019 um breytingar á Norðurhellu 5 frá áður samþykktum uppdráttum skv. teikningum Halldórs Hannessonar dags. 11.11.2019. Um er að ræða hús á einni hæð með mikilli lofthæð.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1910341 – Norðurhella 13, byggingarleyfi

      Selið ehf. sækir þann 22.10.2019 um leyfi til að byggja gistiheimili fyrir 22 íbúðir skv. teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 17.10.2019 stimplaðar af Eflu verkfræðistofu. Nýjar teikningar bárust 11.11.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt