Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. desember 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 777

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1911028 – Völuskarð 13, byggingarleyfi

      Orri Pétursson og Kristín Birna Ingadóttir sækja 4.11.2019 um leyfi til að reisa staðsteypt hús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 4.11.2019. Teikningar bárust í tvíriti.
      Nýjar teikningar bárust 22.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1910341 – Norðurhella 13, byggingarleyfi

      Selið ehf. sækir þann 22.10.2019 um leyfi til að byggja gistiheimili fyrir 22 íbúðir skv. teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 17.10.2019. Nýjar teikningar bárust 11.11.2019. Nýjar teikningar bárust 29.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911312 – Norðurhella 7, breyting

      Tæki.is sækir þann 12.11.2019 um breytingar á Norðurhellu 7 frá áður samþykktum uppdráttum skv. teikningum Halldórs Hannessonar dags. 11.11.2019. Um er að ræða hús á einni hæð með mikilli lofthæð.
      Nýjar teikningar bárust 28.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1803085 – Austurgata 11, viðbygging

      Tekin fyrir að nýju umsókn Ástu Sigríðar Einarsdóttur frá 6.3.2018 um viðbyggingu á tveimur hæðum austan við núverandi hús. Bílgeymslu á neðri hæð en svefnherbergi og svalir á eftir hæð samkvæmt teikningu Ólafs Ó. Axelssonar dags. 5.3.2018. Afgreiðslu málsins var frestað þann 14.3.2018 og umsækjanda bent á að um breytingu á deiliskipulagi væri að ræða. Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Hraun vestur, lóð nr. 11 við Austurgötu var auglýst í B deild þann 4.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 26.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911534 – Skógarás 5, reyndarteikning

      Jóhann Ögri Elvarsson leggur inn 20.11.2019 reyndarteikningar vegna breytinga á innra fyrirkomulagi og gluggasetningu neðri hæðar skv. teikningum Andra G.L. Andréssonar dags. 19.11.2019. Nýjar teikningar bárust þann 29.11.2019. Nýjar teikningar bárust 03.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912020 – Ölduslóð 37, byggingarleyfi, skýli

      Karmelítaklaustur sækir þann 2.12.2019 um byggingarleyfi fyrir skýli yfir inngang og lyftu.

      Byggingarfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1906125 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

      Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að fá að byggja æfingaraðstöðu (reykköfunaraðstöðu) skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags í maí 2019. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 2.9.-30.9.2019. Athugasemdir bárust. Tekið var undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4.11.2019 þar sem lagt er til að erindið varðandi nýtingu lóðar verði samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 5.11.2019 og bæjarstjórn staðfesti afgreiðsluna samhljóða á fundi sínum þann 13.11.2019. Breytt deiliskipulag öðlast gildi frá og með 5. desember 2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

      Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 19.12.2019.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1911498 – Arnarhraun 40, fyrispurn

      Ingunn Helga Hafstað sendir fyrirspurn, mótt. 18.11.2019, um hvort leyft verði að byggja viðbyggingu við Arnarhraun 40 og skrá bílskúr sem geymslu.

      Tekið er jákvætt í erindið sbr. umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1911757 – Norðurhella 1, breyting, matshluti 02

      Festi fasteignir ehf. sækir þann 26.11.2019 um heimild fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis mhl. 02 á vesturhluta lóðar skv. teikningum G.Odds Víðissonar dags. 23.07.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911700 – Fagrihvammur 9, breyting

      Marinella R Haraldsdóttir sækir 25.11.2019 um breytingar á grunnmynd, svölum, stofuglugga og bílskúrshurð samkvæmt teikningum Sævars Geirssonar dagsettar 7.10.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911100 – Miðvangur 41, fyrirspurn

      Fannarfell ehf. leggur 06.11.2019 inn fyrirspurn um leyfi til að skipta verslunar og þjónusturými uppí tvö aðskilin rými og eignarhluta skv. teikningum Davíðs Karls Karlssonar dags. 01.11.2019.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það uppfyllir ekki skilyrði fyrir rýmum samanber reglugerðir sbr. umsögn arkitekts.

Ábendingagátt