Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. desember 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 778

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1911535 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 20.11.2019 um byggingarleyfi fyrir staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskýli, stoðveggi við götu og skjólveggjum á verönd/svölum skv. teikningum Andra G.L.Andréssonar dags. 20.11.2019. Nýjar teikningar bárust þann 06.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912059 – Gullhella 1, reyndarteikningar

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. leggur þann 3.12.2019 inn reyndarteikningar unnar af Andra Sigurðssyni hönnuði dagsettar 29.10.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912061 – Óseyrarbraut 16, reyndarteikningar

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. leggur þann 3.12.2019 inn reyndarteikningar unnar af Andra Sigurðsyni dagsettar 3.12.2019.
      stimplaðar af SHS og Umhverfisstofnun vegna mengunareftirlits.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911349 – Rauðhella 4, skýli reyndarteikning

      Hólshús ehf. leggur þann 13.11.2019 inn reyndarteikningu af vegg ofan við stoðvegg og þak samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinriksonar dags. 12.11.2019.
      Samþykki nágranna er fyrirliggjandi og undirskriftir þinglýstra eiganda barst 9.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912136 – Álfhella 4, reyndarteikningar

      KB Verk ehf. leggja 9.12.2019 inn reyndarteikningar af Álfhellu 4 unnar af Sigríði Ólafsdóttur dagsettar 22.11.2019 stimplaðar af SHS og heilbrigðiseftirliti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1912132 – Breiðvangur 40 dagsektir

      Breiðvangur 40, dagsektir, búið er að byggja við bilskúr. Eiganda hefur verið send bréf vegna viðbyggingarinnar sem eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar en ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Breiðvangs 40. Búið er að byggja við bílskúr og ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi vegna framkvæmdanna. Eigandi hefur fengið bréf þess efnis en ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 30. desember 2019 og eru 20.000kr. á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

      Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 30.12.2019.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1912105 – Álfhella 11, fyrirspurn

      Þann 6. desember sl. leggur Brimrás ehf inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að breikka sameiginlega innkeyrslu við Álfhellu 9 og 11.

      Tekið er neikvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekt.

    • 1910549 – Svalbarð 14H, dreifistöð, ósk um breytingu á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 5. nóv. 2019 var samþykkt að grenndarkynna erindi HS veitna vegna breytinga á deiliskipulagi til að koma fyrir færanlegri dreifistöð við Svalbarð 14H. Erindið var grenndarkynnt frá 8.11. – 6.12.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við 44.gr. skipulagslaga.

    C-hluti erindi endursend

    • 1912146 – Völuskarð 7, byggingarleyfi

      Ágúst Arnar Hringsson og Alexandra Eir Andrésdóttir sækja um leyfi til að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 03.12.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1912103 – Hvaleyrarbraut 39, byggingarleyfi, enduruppbygging eftir bruna

      Hlyngerði ehf. og Dverghamrar ehf. sækja þann 6.12.2019 um leyfi til að endurbyggja húsnæði eftir bruna samkvæmt teikningum Jakobs E. Líndals dags. 04.12.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi auk þess sem þau samræmast ekki skipulagi. Lóðarhöfum bent á að sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi sbr. umsögn arkitekts.

Ábendingagátt