Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. desember 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 779

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1911757 – Norðurhella 1, breyting, matshluti 02

      Festi fasteignir ehf. sækir þann 26.11.2019 um heimild fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis mhl. 02 á vesturhluta lóðar skv. teikningum G.Odds Víðissonar dags. 23.07.2019. Nýjar teikningar bárust 12.12.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti og brunahönnuði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912158 – Norðurhella 5,svalir breyting

      Tæki ehf. sækja 11.12.2019 um að breyta formi útlits svala frá fyrri samþykkt skv. teikningum Halldórs Hannessonar dags. 11.12.2019. Ekki er breyting á fermetrafjölda.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911416 – Hraunhvammur 3, viðbygging og skúr

      Arna Eyjólfsdóttir og Hákon Sveinbjörnsson sækja 18.11.2019 um að byggja viðbyggingu og bílskúr. Einnig er sótt um breytingar á núverandi byggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dagsettar 11.11.2019.
      Nýjar teikningar bárust 22.11.2019.
      Nýjar teikningar bárust 2.12.2019
      Nýjar teikningar 16.12.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912251 – Flugeldasýning við Hvaleyarlón

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar eftir að halda flugeldasýningu sunnudaginn 29. desember nk. kl. 20.30 skv. meðfylgjandi gögnum. Sýningin tekur um hálftíma.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að flugeldasýningin verði haldin á umræddum stað og tíma að uppfylltum þeim leyfum sem skylt er að afla í tengslum við slíkar sýningar. Hafa þarf samráð við Golfklúbbinn Keili.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1808245 – Reykjavíkurvegur 39, skipulag á lóð

      Þann 16.8.2018 leggur Auður Nanna Baldvinsdóttir inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að byggja hús á hluta lóðarinnar við Reykjavíkurveg 39. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingaráðs þann 12.2.2019 var skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samvinnu við lóðarhafa. Þann 16.12.2019 berast endurskoðuð gögn til embættisins.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Ekkert deiliskipulag er í gildi við Reykjavíkurveg 39 og bent er á grenndarkynna þarf umsókn um byggingarleyfi, þegar það berst, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga.

    C-hluti erindi endursend

    • 1912196 – Kaplakriki, breyting á MHL. 12

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar óska þann 12.12.2019 eftir breytingum á MHL.12, stækkun á anddyri og stoðvegg samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 02.12.2019 stimplaðar af SHS.

      Frestað gögn ófullnægjandi, uppfæra þarf deiliskipulagsbreytingu.

    • 1912204 – Steinhella 2, reyndarteikning, breyting

      Hástígur ehf. leggur þann 13.12.2019 inn reyndarteikningu af Steinhellu 2 unnar af Inga Gunnari Þórðarsyni dagsettar 12.12.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1912207 – Merkurgata 9b, breyting

      Anna Jóhannsdóttir sækir þann 13.12.2019 um breytingu skv. teikningu Páls V. Bjarnasonar dags. 11.11.2019. Um er að ræða breytingu á anddyri, lengingu á húsi til vesturs, nýjar svalir á vesturgafl, kvisti á norður og suðurhliðar auk hækkunar á risi. Umsögn Minjastofnunar dags. 2.12.2019 liggur fyrir.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1912199 – Kvistavellir 18, svalalokun

      Rúnar Már Jóhannsson og Erla Kristín Sigurðardóttir sækja um svalalokun samkvæmt teikningum Jóns Magnús Halldórssonar dags. 17.08.2006 (með breytingu 11.12.2019). Samþykki nágranna barst einnig.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1912193 – Miðhella 1, bygginarleyfi

      Vesturkantur ehf. sækir 12.12.2019 um leyfi til að reisa 1340fm stálgrindarhús samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 10.12.2019

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt