Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. janúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 781

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2001147 – Bæjarhraun 26, breyting, rými 0103

      Innak ehf. sækir þann 8.1.2020 um breytingu á innra rými 0103 skv. teikningum Gunnlaugs Jónssonar dags. 27.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911055 – Víkurgata 11b, byggingarleyfi

      Idea ehf. sækir þann 5.11.2019 um leyfi til að reisa stálgrindarhús á leigulóð samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar í október 2019.
      Nýjar teikningar bárust 21.11.2019
      Nýjar teikningar bárust 17.12.2019 með stimpli frá Heilbrigðiseftirliti.
      Nýjar teikningar bárust 03.03.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti.
      Nýjar teikningar bárust 10.01.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912343 – Fornubúðir 5, mhl. 01, breyting innanhús

      Fornubúðir fasteignafélag hf. sækir þann 20.12.2019 um breytingar á innra rými mhl. 01, geymslur, lager og stoðrými samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 19.09.2019.
      Nýjar teikningar bárust 9.1.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti og brunahönnuði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Eiganda er gert að leggja inn brunauppdrætti af heildarhúsinu innan 4 mánaða frá þessari samþykkt.

    • 1912020 – Ölduslóð 37, byggingarleyfi, skýli

      Karmelítaklaustur sótti þann 2.12.2019 um byggingarleyfi fyrir skýli yfir inngang og lyftu. Erindið var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 5.12.2019.

      Hildur Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu fjórða dagskrárliðar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa fellir úr gildi samþykkt sína frá 5.12.2019 vegna formgalla á afgreiðslu málsins.

    • 1911141 – Kaplahraun 2-4, breyting

      Armar ehf. sækja 7.11.2019 um ljósaskilti og minniháttar breytingar á innraskipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 1.11.2019.
      Nýjar teikningar bárust 12.11.2019.
      Nýjar teikningar bárust 10.1.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1911016 – Rauðhella 2, deiliskipulag

      Sveinbjörn Jónsson sækir um deiliskipulagsbreytingu þann 1.11.2019 f.h. Guðmundar Arasonar ehf. vegna lóðarinnar Rauðhella 2. Sótt er um stækkun byggingarreits og jafnframt hækkun nýtingarhlutfalls einnig að nýrri innkeyrslu verði bætt við á lóð. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.11.2019 að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Tillagan var grenndarkynnt tímabilið 13.12.2019-13.1.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir breytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1902112 – Vikurskarð 4, byggingarleyfi

      Björgvin Sigurðsson sækir 6.02.2019 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 22.01.2019. Þær teikningar sem nú eru lagðar fram sýna minniháttar frávik frá gildandi deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum frávik frá gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1912146 – Völuskarð 7, byggingarleyfi

      Ágúst Arnar Hringsson og Alexandra Eir Andrésdóttir sækja um leyfi til að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 03.12.2019. Nýjar teikningar bárust 19.12.2019.
      Nýjar teikningar bárust 8.1.2020 í tvíriti.

      Frestað athugasemdir frá Shs.

    • 2001193 – Óseyrarbraut 2, breyting, stækkun á veitingarými

      Matbær ehf. sækir þann 10.01.2020 um stækkun á veitingarými skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags.16.12.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti.

      Frestað athugasemdir frá Shs.

    • 2001104 – Selhella 6, breytingar vegna lokaúttektar

      MBKF1 ehf. leggja inn uppfærðar teikningar vegna lokaúttektar teikningar hannaðar af Sigurði Hafsteinssyni dagsettar 19.12.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt