Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. janúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 782

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1907169 – Öldugata 39, breyting

      HS Veitur hf. sækja 12.7.2019 um breytingu á útliti norðurhliðar mhl. 01. ásamt stiga, þaktúðum skipt út. Í MHL. 02. var skipt um undirstöður fyrir nýjan spenni. Fyllt var upp í gluggagöt og stigi fjarlægður samkvæmt teikningum Jóels Ólafs Ólafssonar dagsettar 2.7.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

      Innak ehf. sótti þann 11.3.2019 um að breyta innra fyrirkomulagi rýmis 0102 skv. teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags. 5.3.2019. Nýjar teikningar bárust 1.4.2019. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið á fundi sínum þann 3.4.2019. Byggingarleyfi var útgefið 12.7.2019. Veiting byggingarleyfis var kært til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og niðurstaða hennar var að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 3.4.2019 þar sem erindið var ekki grenndarkynnt.

      Erindið fellt úr gildi með vísan til niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

    • 2001147 – Bæjarhraun 26, breyting, rými 0103

      Tekin fyrir að nýju umsókn Innak ehf. frá 8.1.2020 um breytingu á innra rými 0103. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið á fundi sínum þann 15.1.2020.

      Erindið fellt úr gildi með vísan til niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

    • 2001375 – Úthlíð 1, breyting vegna lokaúttektar

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 20.1.2020 um breytingar á eldhúsi og eldvarnarmálum samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 2.1.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001347 – Ölduslóð 37, byggingarleyfi breyting, inngangur

      Karmelítaklaustur sækir þann 17.1.2020 um leyfi fyrir byggingu skýlis yfir inngang og lyftu skv. teikningu Sigurðar Þorvarðarsonar.

      Hildur Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu fimmta dagskrárliðar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1908626 – Hólabraut 2, breyting inni

      Hjördís Sigurbjörnsdóttir óskar þann 29.08.2019 eftir að fá samþykki fyrir húsnæði sem ætlað er til reksturs á snyrtistofu. Íbúðin er staðsett á grunnhæð í tvíbýli með sérinngangi.
      Nýjar teikningar bárust 15.1.2020

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912146 – Völuskarð 7, byggingarleyfi

      Ágúst Arnar Hringsson og Alexandra Eir Andrésdóttir sækja um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 03.12.2019. Nýjar teikningar bárust 19.12.2019.
      Nýjar teikningar bárust 8.1.2020.
      Nýjar teikningar bárust 17.01.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1907185 – Vallarbarð 5, dagsektir vegna viðbyggingar og bílastæðis

      Við Vallarbarð 5 hafa verið byggðar tvær viðbyggingar sem ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi fyrir. Einnig er búið að gera bílastæði innan lóðar sem ekki er heimild fyrir. Eiganda hafa verið send bréf vegna þessa og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags-og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Vallarbarðs 5 vegna óleyfisframkvæmda. Búið er að byggja skúr við húsið sem ekki er heimilt að gera vegna brunahættu. Eigandi hefur fengið bréf vegna skúrsins en ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 5 janúar 2020 og eru 20.000kr. á dag í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

      Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 7.2.2020.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1902411 – Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 15.1.2020 um endurnýjun á framkvæmdaleyfi, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 20. mars 2019, fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar frá hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð sem og gerð stíga og hljóðmana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrri hluta árs 2020.

      Skipulagsfulltrúi samþykktir að endurnýja framkvæmdaleyfi frá 2019.

    • 1911535 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Aðaluppdrættir vegna nýbyggingar við Skógarás 1 voru grenndarkynntir aðliggjandi lóðarhöfum þar sem frávik voru frá gildandi deiliskipulagi. Auglýst tímabil grenndarkynningar var frá 7.1. – 3.2.2020. Samþykki aðliggjandi nágranna barst með tölvupósti þann 10.01.sl. Grenndarkynningu telst því lokið.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við skipulagslög nr 123/2010.

    • 1911535 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Þann 17.01. sl. óskar Jóhann Ögri Elvarsson eftir að erindi þeirra vegna frávika í deiliskipulagi er varðar hæð hússins verði endurskoðað í samræmi við fyrra fyrirspurnarerindi. Lagðar eru fram teikningar Trípólí arkitekta ásamt greinargerð dags. 10.10.2019.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að grenndarkynna frávik í deiliskipulagi er varðar hæð íbúðarhússins við Skógarás 1 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2001311 – Heiðvangur 20, breyting á deiliskipulagi

      Þann 16.01. sl. sækir Einar Hlöðver Einarsson um breytingu á deiliskipulaginu Íbúðarhverfi Norðurbæjar. Breytingin nær til lóðar við Heiðvang 20.

      Skipulagsfulltrúi synjar erindinu eins og það er lagt fyrir.

    • 2001283 – Íshella 4, fyrirspurn

      Fyrirspurn dags. 15.1.2020 barst frá Jakobi E Líndal. Fyrirspurnin snýr að byggingu fjögurra nýrra húsa á lóðinni fyrir geymslur eða aðra létta starfsemi. Gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits sem miðast við 3ja m. fjarlægð frá lóðarmörkum á alla vegu. Gert er ráð fyrir óbreyttu nýtingarhlutfalli á lóð miðað við gildandi skilmála, þ.e. Nh=0,5.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

Ábendingagátt