Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. febrúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 784

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2001665 – Reykjavíkurvegur 66, breytingar inni

   WOKON Mathöll ehf. sækja 30.1.2020 um breytingar innanhús ásamt flóttastiga og loftræsiröri samkvæmt teikningum G.Odds Víðissonar stimplaðar af SHS og Heilbrigðiseftirliti.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2001572 – Hrauntunga 20, breytingar

   Bjarni Viðar Sigurðsson leggur 28.1.2020 inn breytingar á áður samþykktu erindi. Um er að ræða breytingar á hæðarkvóta í vinnustofu, gluggastærð og tröppum samkvæmt teikningum Jóns Davíðs Ásgeirssonar, dagsettar 24.1.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1912207 – Merkurgata 9b, breyting

   Anna Jóhannsdóttir sækir þann 13.12.2019 um breytingu skv. teikningu Páls V. Bjarnasonar dags. 11.11.2019. Um er að ræða breytingu á anddyri, lengingu á húsi til vesturs, nýjar svalir á vesturgafl, kvisti á norður og suðurhliðar auk hækkunar á risi. Umsögn Minjastofnunar dags. 2.12.2019 liggur fyrir.
   Nýjar teikningar bárust 15.01.2020.
   Nýjar teikningar bárust 27.1.2020.
   Nýjar teikningar bárust 31.01.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1901189 – Arnarhraun 50, byggingarleyfi

   Þann 11.01.2019 sótti Hafnarfjarðarbær um að byggja búsetukjarna að Arnarhrauni 50 skv. teikningum Svövu Jónsdóttur dags. 1.2019 uppfærðar 15.3.2019. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 þann 20.3.2019.
   Leiðréttar teikningar bárust 04.02.2020 v/bílastæða, handriða og loftun í þaki.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2001552 – Norðurhella 19, byggingarleyfi, fyrirspurn

   ESAIT ehf. leggja þann 27.1.2020 inn fyrirspurn er snýr að byggingu gistiheimilis.

   Tekið er neikvætt í erindið. Samræmist ekki skipulagi.

  • 1901004 – Stöðuleyfi, gámar, 2019

   Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

   Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 21.2.2020.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1806286 – Gjáhella 2 og 4, ósk um deiliskipulagsbreytingu, sameina lóðir

   Guðmundur S Sveinsson sækir fyrir hönd Héðinsnausts ehf. um að sameina lóðirnar Gjáhellu 2 og 4 í eina lóð Gjáhellu 4. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Erindið var grenndarkynnt frá 5.12.2019 til 2.01.2020. Engar athugsemdir bárust.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 2001527 – Stekkjarkinn 3, fyrirspurn, nýting bílskúrs

   María Holbickova leggur þann 24.1.2020 inn fyrirspurn vegna breyttrar nýtingar bílskúrs skv. teikningum Einars V. Tryggvasonar dags. 5.1.2020.

   Tekið er neikvætt í erindið. Lögð fram samantekt arkitekts vegna erindisins.

  • 2001550 – Malarskarð 2 og 4, fyrirspurn

   ESAIT ehf. leggja þann 27.1.2020 inn fyrispurn, spurt er um byggingarreit og staðsetningu bílskúrs. Með erindinu fylgja gögn er gera grein fyrir frávikum frá gildandi deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi taka jákvætt í erindið. Lögð fram samantekt arkitekts vegna erindisins.

  • 2001691 – Grænakinn 19, fyrirspurn

   Þann 31. janúar sl. leggja Hulda Jónsdóttir og Gestur Jónsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingum á deiliskipulagi Kinna er ná til lóðarinnar við Grænukinn 19.

   Tekið er jákvætt í erindið. Grenndarkynna þarf erindið í samræmi við skipulagslög þegar fullnægjandi umsókn og gögn berast. Jafnframt skal leggja fram skriflegt samþykki allra meðeigenda hússins vegna breytinganna ásamt nýrri skráningartöflu.

  • 2001283 – Íshella 4, fyrirspurn

   jakob Líndal óskað eftir að byggja 4 nýjar byggingar á lóðinni fyrir geymslur eða aðra létta starfsemi skv. uppdrætti Jakobs E. Líndal þar sem gerð er tillaga að stækkun byggingarreits sem miðast við 3ja m. fjarlægð frá lóðarmörkum á alla vegu. Gert er ráð fyrir óbreyttu nýtingarhlutfalli á lóð miðað við gildandi skilmála, þ.e. Nh=0,5.

   Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 2001676 – Selhella 3, deiliskipulags breyting

   Opus fasteignafélag sækir þann 30.1.2020 um breytingu á innkeyrslu og bílastæðum. Um er að ræða leyfi til að grafa rampa niður í 120 cm dýpt frá þremur af fjórum innkeyrsludyrum sem kæmu upp í lóðarhæð við mörk lóðar og götu. Jafnframt er óskað eftir heimild til að breikka innkeyrslu inn á planið þannig að hún verði jafn breið rampanum. Uppdrættir bárust 31.1.2020.

   Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  C-hluti erindi endursend

  • 1911544 – Grænakinn 14, breyting

   Þengill Ólafsson og Brynjar Ingólfsson sækja 21.11.2019 um að breyta þvottahúsi í séreign neðri hæðar samkvæmt teikningum Gunnar Loga Gunnarssonar dagsettar 6. nóv. 2019. Samþykki meðeiganda liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 30.01.2020 undirritaðar af meðeigendum.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2001687 – Dofrahella 2, byggingarleyfi

   Kytra ehf. sækja 31.1.2020 um að reisa tvær stálgrindarbyggingar með álsteinullar einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 29.1.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt