Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. febrúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 785

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1911544 – Grænakinn 14, breyting

   Þengill Ólafsson og Brynjar Ingólfsson sækja 21.11.2019 um að breyta þvottahúsi í séreign neðri hæðar samkvæmt teikningum Gunnar Loga Gunnarssonar dagsettar 6. nóv. 2019 samþykki meðeiganda liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 30.01.2020 samþykktar af meðeigendum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf eignaskiptasamning og þinglýsa honum svo gjörningurinn öðlast gildi.

  • 2002064 – Dalshraun 9b, breyting

   Síld og Fiskur ehf. sækir 4.2.2020 um heimild til breytinga á stiga í stigahúsi. Skrifstofa á 2. hæð færist til svo koma megi fyrir nýjum klefa skv. teikningum Páls Poulsens dags. 29.01.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 2002125 – Óseyrarbraut 31a, framkvæmdaleyfi

   Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. sækir þann 07.02.2020 um framkvæmdaleyfi sem felur í sér að athafnasvæði flotkvía Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Suðurhöfn Hafnarfjarðarhafnar er lokað af með 2,5 m hárri girðingu með læsanlegu aksturs-hliði samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar teiknaðar í nóvember 2019.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2002185 – Ljósatröð 2, stækkun á félagsheimili

   Hamar sækir um 07.02.2020 eftir heimild til stækkunar á Ljósatröð 2 félagsheimili um 169,9 fermetra skv. teikningum Halldórs Guðmundssonar dags. 04.02.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2002181 – Hraunstígur 2, byggingarleyfi

   Sveinn Bjarki Þórarinsson sækir þann 10.02.2020 um viðbyggingu (geymsla og reiðhjólaskýli) samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 05.10.2019. Samþykki nágranna liggur fyrir.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt