Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. febrúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 786

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2002421 – Smárahvammur 18, dagsektir vegna viðbyggingar

   Eiganda Smárahvamms 18, hefur veirð sent bréf, vegna viðbyggingar sem reist hefur verið í óleyfi. Eigandi hefur ekki brugðist við.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000kr. pr. dag á eiganda Miðhellu 4 frá og með 6. mars 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1912103 – Hvaleyrarbraut 39, byggingarleyfi, enduruppbygging eftir bruna

   Hlyngerði ehf. og Dverghamrar ehf. sækja þann 06.12.2019 um leyfi til að endurbyggja húsnæðis eftir bruna samkvæmt teikningum Jakobs E. Líndals dags. 04.12.2019.

   Grenndarkynningu er lokið, um óverulega deiliskipulagsbreytingu er að ræða og skal ljúka málinu í samræmi við skipulagslög.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

   Tekin fyrir að nýju umsókn Innak ehf. um breytingu á innra skipulagi. Erindið er í grenndarkynningu. Beiðni barst um lengingu á athugasemdarfresti grenndarkynningar sem er nú í gangi.

   Samþykkt er að framlengja frest til að skila inn athugasemdum um tvær vikur.

  • 1902112 – Vikurskarð 4, byggingarleyfi

   Björgvin Sigurðsson sótti 6.02.2019 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 22.01.2019. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 15.1.2020 var samþykkt að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum frávik frá gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var frá 21.1.-18.02.2020. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 2002145 – Drangsskarð 10, fjölgun eigna

   Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækja 7.2.2020 um fjölgun eigna skv. teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 5.2.2020.
   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.01.sl. var tekið jákvætt í fyrirspurnarerindi vegna fjölgunar eigna ásamt stækkun lóðar.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

  • 2002196 – Völuskarð 13, fyrirspurn, hækkun húss

   Þann 11.2.2020 leggja Kristín B. Ingadóttir og Orri Pétursson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að hækka hús við Völuskarð 13 um 30 cm.

   Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í kafla 4.2. í gildandi greinagerð deiliskipulagsins, Skarðshlíð 3. áfanga.

  • 2001430 – Völuskarð 16, fyrirpurn um deiliskipulags breytingu

   Þann 16. jan. sl. leggur Reinhard Valgarðsson inn fyrirspurn er varðar lóðina við Völuskarð 16. Óskað er eftir að breyta lóðinni í parhúsalóð í stað tvíbýlishúss.

   Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.

  • 2002384 – Suðurgata 36, fyrirspurn

   Þann 19. febrúar sl. leggur Rafn Einarsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að byggja hæð ofan á hús við Suðurgötu 36 í samræmi við áður samþykktar teikningar frá árinu 1999. Jafnframt er óskað eftir að fjölga eignum í húsinu.

   Tekið er neikvætt í erindið.

  C-hluti erindi endursend

  • 2002265 – Hjallahraun 2,stöðuleyfi fyrir Matarvagn

   Alaa I A Mohtasib sækir 17.02.2020 um stöðuleyfi fyrir matarvagn þar sem ætlunin er að selja Falafel og kebab.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2002243 – Sléttahraun 27-29, klæðning

   Sléttahraun 27-29 húsfélag sækir þann 13.02.2020 um leyfi fyrir klæðningu á suðaustargafl samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 11.02.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2001193 – Óseyrarbraut 2, breyting, stækkun á veitingarými

   Matbær ehf. sækir þann 10.01.2020 um stækkun á veitingarými skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 16.12.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti.
   Nýjar teikningar bárust 12.2.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1906132 – Álfhella 9, breytingar

   Ingólfur Ö Steingrímsson sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum, breyting á lóð og innra skipulagi, samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 5.6.2019.
   Nýjar teikningar bárust 17.01.2020 stimplaðar af Mannvit og Heilbrigðiseftirliti.
   Nýjar teikningar bárust 12.2.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti ásamt samþykki eigenda Álfhellu 7.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2002216 – Hellisgata 16, sameina fastanúmer

   Særún Gréta Hermannsdóttir sækir þann 12.02.2020 um leyfi til að sameina fastanúmer, breyta skráningu og laga íbúðarskýringu samkvæmt teikningum Svanlaugs Sveinssonar dags. 17.04.2001. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2002310 – Brenniskarð 3 , byggingarleyfi

   Þrastarverk ehf. sækja 18.2.2020 um að byggja fjölbýli samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 19.1.2020 stimplaðar af brunahönnuði.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2002252 – Skógarás 1, byggingarleyfi, breyting

   Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja þann 14.02.2020 um breytingu á áður samþykktum uppdráttum unnum af Andra G. L. Andréssyni dags. 09.02.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt