Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. febrúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 787

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2002456 – Norðurhella 13, byggingarleyfi, breyting

      Selið ehf. sækir þann 24.02.2020 um leyfi til að byggja gistiheimili samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 18.02.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001419 – Kaplakriki, MHL.11, miðasöluhús uppfærð skráningartafla

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggja þann 21.1.2020 inn teikningar vegna breytinga. Um er að ræða breytingu á skráningartöflu mhl.11, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 19.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

      Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf dags. 20.1.2020 og 5.2.2020 þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 11.3.2020.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1909291 – Lækjarhvammur 1, ósk um lóðarstækkun

      Sigurbjörn Viðar Karlsson og Svandís Edda Gunnarsdóttir sækja um lóðarstækkun á lóðinni Lækjarhvammi 1 þann 30.09.2019. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 17.12.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið og hugsanlega breytingu á deiliskipulagi á kostnað umsækjanda í kjölfar þess með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 21.01.-18.02.2020. Athugasemdir bárust.

      Erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2001552 – Norðurhella 19, byggingarleyfi, fyrirspurn

      ESAIT ehf. leggja þann 27.1.2020 inn fyrirspurn er snýr að byggingu gistiheimilis.

      Erindinu er vísað til skipulags-og byggingarráðs.

    • 2002449 – Tinnuskarð 14-16, fyrirspurn

      Þann 21.02.2020 leggur Jón Magnús Halldórsson inn fyrirspurn varðandi Tinnuskarð 14-16.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina, að uppfylltum skilyrðum.

    • 2002265 – Hjallahraun 2, stöðuleyfi fyrir Matarvagn

      Alaa I A Mohtasib sækir 17.02.2020 um stöðuleyfi að Hjallahrauni fyrir matarvagn þar sem ætlunin er að selja Falafel og kebab. Samþykki lóðarhafa er fyrirliggjandi.

      Samþykkt er veiting stöðuleyfis. Bent er á að sækja þarf um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

    C-hluti erindi endursend

    • 2002408 – Arnarhraun 40, viðbygging

      Guðmundur Jónsson sækir þann 20.02.2020 um viðbyggingu á steyptri plötu en annars úr timbri og gleri. Þakið er einhalla og létt, klætt báru samkvæmt teikningum Ingunnar Helgu Hafstað dags. 10.02.2020. Samþykki nágranna barst einnig.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2002415 – Álfaskeið 78-80 húsfélag, svalalokun

      Álfaskeið 78-80,húsfélag sækir þann 20.02.2020 um leyfi til að byggja svalalokun á vesturhlið hússins samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 18.02.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2002450 – Skútahraun 2, breyting á rými 202

      Smárakirkja sækir 24.2.2020 um breytingu á rými 202 samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 15.11.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2002375 – Strandgata 73b, byggingarleyfi, garðskáli

      Anna Kristín Geirsdóttir sækir þann 19.02.2020 um leyfi til að byggja garðskála við austurhlið stofu og verönd við norðurhlið garðskála. Garðskálinn er gerður úr timbri á steyptum sökkli með steyptri plötu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 14.02.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2002363 – Austurgata 36, breyting

      Ingvar Ari Arason sækir þann 18.02.2020 um breytingu á áður samþykktum teikningum, stiga breytt, innra skipulagi breytt og tæknirými nýtt samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó Johnssonar dags. 18.02.2020. Teikningar bárust í tvíriti.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt