Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Selið ehf. sækir þann 24.02.2020 um leyfi til að byggja gistiheimili samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 18.02.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggja þann 21.1.2020 inn teikningar vegna breytinga. Um er að ræða breytingu á skráningartöflu mhl.11, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 19.12.2019.
Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf dags. 20.1.2020 og 5.2.2020 þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.
Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 11.3.2020.
Sigurbjörn Viðar Karlsson og Svandís Edda Gunnarsdóttir sækja um lóðarstækkun á lóðinni Lækjarhvammi 1 þann 30.09.2019. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 17.12.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið og hugsanlega breytingu á deiliskipulagi á kostnað umsækjanda í kjölfar þess með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 21.01.-18.02.2020. Athugasemdir bárust.
Erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
ESAIT ehf. leggja þann 27.1.2020 inn fyrirspurn er snýr að byggingu gistiheimilis.
Erindinu er vísað til skipulags-og byggingarráðs.
Þann 21.02.2020 leggur Jón Magnús Halldórsson inn fyrirspurn varðandi Tinnuskarð 14-16.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina, að uppfylltum skilyrðum.
Alaa I A Mohtasib sækir 17.02.2020 um stöðuleyfi að Hjallahrauni fyrir matarvagn þar sem ætlunin er að selja Falafel og kebab. Samþykki lóðarhafa er fyrirliggjandi.
Samþykkt er veiting stöðuleyfis. Bent er á að sækja þarf um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Guðmundur Jónsson sækir þann 20.02.2020 um viðbyggingu á steyptri plötu en annars úr timbri og gleri. Þakið er einhalla og létt, klætt báru samkvæmt teikningum Ingunnar Helgu Hafstað dags. 10.02.2020. Samþykki nágranna barst einnig.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Álfaskeið 78-80,húsfélag sækir þann 20.02.2020 um leyfi til að byggja svalalokun á vesturhlið hússins samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 18.02.2020.
Smárakirkja sækir 24.2.2020 um breytingu á rými 202 samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 15.11.2020.
Anna Kristín Geirsdóttir sækir þann 19.02.2020 um leyfi til að byggja garðskála við austurhlið stofu og verönd við norðurhlið garðskála. Garðskálinn er gerður úr timbri á steyptum sökkli með steyptri plötu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 14.02.2020.
Ingvar Ari Arason sækir þann 18.02.2020 um breytingu á áður samþykktum teikningum, stiga breytt, innra skipulagi breytt og tæknirými nýtt samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó Johnssonar dags. 18.02.2020. Teikningar bárust í tvíriti.