Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. mars 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 788

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2001193 – Óseyrarbraut 2, breyting, stækkun á veitingarými

   Matbær ehf. sækir þann 10.01.2020 um stækkun á veitingarými skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 16.12.2019.
   Nýjar teikningar bárust 12.2.2020.
   Nýjar teikningar bárust þann 25.02.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2002531 – Ásvellir 1, breyting

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 27.02.2020 um breytingar samkvæmt teikningum Helga Márs Halldórssonar dags. 04.11.2016. Um er að ræða fjölgun sæta vegna tækifærisskemmtana í íþróttasal.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1806165 – Gjáhella 1, byggingarleyfi, vörugeymsla

   Þ.Þorgrímsson & Co ehf. sækir þann 12.06.2018 um byggingarleyfi fyrir vörugeymslu samkvæmt teikningum Helga Bergmanns Sigurðssonar dags. 30.05.2018.
   Nýjar teikningar bárust 12.06.2019.
   Nýjar teikningar bárust 21 ágúst 2019.
   Nýjar teikningar bárust 15.10.2019 ásamt samþykki nágranna.
   Nýjar teikningar bárust 8.1.2020.
   Nýjar teikningar bárust þann 04.02.2020 ásamt gátlista.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2001423 – Reykjavíkurvegur 39, deiliskipulag

   Þann 16.8.2018 leggur Auður Nanna Baldvinsdóttir inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að byggja hús á hluta lóðarinnar við Reykjavíkurveg 39. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingaráðs þann 12.2.2019 var skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samvinnu við lóðarhafa. Á afgreiðslufundi skipulags- byggingarfulltrúa þann 18.12.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Erindið var grenndarkynnt frá 30.01.-27.02.2020. Engar athugsemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir breytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  C-hluti erindi endursend

  • 2003009 – Norðurbraut 27,viðbygging

   Jakob Guðm. Rúnarsson og Rósa Guðrún Sveinsdóttir sækja 2.03.2020 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Ólafar Flygering. Um er að ræða viðbyggingu á þegar steyptum kjallara við norðurhlið og á þegar steyptri plötu við austurhlið og kvist á suðurhlið.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2003008 – Selhella 1, bygginarleyfi

   Eldís ehf. fh. Smáragarðs ehf. sækir 28.2.2020 um byggingu 5671,2 m² stálgrindarhúss á steyptum sökkli og staðsteyptri plötu skv. teikningum Bjarna Þórs Ólafssonar dags. 28.2.2020 sem bárust 2.3.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 1912274 – Smyrlahraun 6, breyting á skipulagi

   Sigurður Hafsteinsson f.h. húseigenda óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirhugaðrar 25 m² stækkunar íbúðar 1. hæðar að Smyrlahrauni 6. Viðbygging fælist í að byggja yfir útbyggingu á jarðhæð í átt að Smyrlahrauni 4.

   Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

Ábendingagátt