Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. júní 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 801

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1911348 – Háaberg 37a, breytingar

      Guðlaugur Magni Davíðsson og Sigrún Helga Sigurðardóttir sækja 14.11.2019 um að loka yfirbyggðu skýli á 1. hæð og breyta núverandi glugga á norð-vesturhlið í svalaopnun. Andyri færist og stækkar, nýtt baðherbergi og tómstundarrými bætist við. Bílgeymslu er breytt í innvegg milli rýma samkvæmt teikningum Ingaþórs Björnssonar dagsettar 22.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 13.05.2020.
      Nýjar teikningar bárust 02.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006017 – Sævangur 12, byggingarleyfi, breyting á burðavegg

      Gestur Gestsson sækir 02.06.2020 um breytingu á burðarvegg samkvæmt teikningum Ingvars Blængssonar dags. 18.05.2020.
      Nýjar teikningar bárust 12.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006135 – Fagraberg 44, breyting inni og úti

      Finnur Björn Harðarson sækir 9.6.2020 um breytingar inni og úti skv. teikningum Luigi Bartolozzi dagsettar 26.5.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Um er að ræða þegar gerðar framkvæmdir.

    • 2006201 – Gjáhella 1 breyting á byggingarleyfi

      Þ.Þorgrímsson & Co ehf. leggur 10.06.2020 inn teikningar vegna hækkunar á gólfkóta og leiðréttingu á skráningu
      skv. teikningum Helga Bergmanns Sigurðssonar dags 2.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901214 – Koparhella 1, starfsmannaaðstaða

      Steinsteypan ehf. sækir 15.1.2019 um að setja 108fm einingar á lóð sína á suðaustur horni lóðar sem notaðar verða fyrir starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Guðmundar Óskarssonar dagsettar 10.1.2019.
      Nýjar teikningar bárust 22.5.2020.
      Nýjar teikningar bárust 18.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006305 – Lækjarhvammur 25, útlitsbreyting

      Hrafnhildur Pálsdóttir sækir 16.6.2020 um útlitsbreytingu á Lækjarhvammi 25 samkvæmt teikningum Þorsteins Aðalbjörnssonar dagsettar 13.6.2020.
      Undirskriftir nágranna bárust einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2004352 – Malarskarð 6, byggingarleyfi

      Þann 27.04.2020 sækir Ernir Eyjólfsson um að byggja einbýlishús, steinsteypt, samkvæmt teikningum Haraldar Ingvarssonar dags. 12.5.2020.
      Nýjar teikningar bárust 29.5.2020.
      Nýjar teikningar bárust 15.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2002415 – Álfaskeið 78-80 húsfélag, svalalokun

      Álfaskeið 78-80, húsfélag sækir þann 20.02.2020 um leyfi til að byggja svalalokun á vesturhlið hússins samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 18.02.2020.
      Nýjar teikningar bárust 05.03.2020.
      Nýjar teikningar bárust 16.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2005363 – Íshella 4, byggingarleyfi, breyting

      Fagstál ehf. og Bikun ehf. sækja þann 14.5.2020 um stækkun iðnaðarhúsnæðis að Íshellu 4. Um er að ræða byggingu við gafla núverandi húss bæði til austurs og vesturs og breytingu á núverandi húsi sem og klæðningu þess. Teikningar dagsettar 13.05.2020 unnar af Jakobi Emíl Líndal bárust 03.06.2020.
      Nýjar teikningar bárust 08.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2005142 – Eskivellir 21a, svalalokun íbúð 201

      Krzysztof Darnowski sækir þann 06.05.2020 um svalalokun á íbúð 0201 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 14.05.2017 með breytingum 29.05.2019.
      Nýjar teikningar ásamt samþykki nágranna bárust 22.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1908190 – Eskivellir 21A, svalalokun, íbúð 401

      Búi Guðmundsson sækir þann 15.08.2018 um svalalokun á íbúð 401 skv. þegar innsendum teikningum unnar af Sigurði Þorvarðarsyni dags. 14.05.2017.
      Nýjar teikningar ásamt samþykki nágranna bárust 22.06.2020.

      Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1907293 – Eskivellir 21A, svalalokun, íbúð 0303

      Bragi Brynjólfsson sækir þann 25.07.2019 um svalalokun á íbúð 0303 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 14.05.2017 með breytingum 29.05.2019.
      Nýjar teikningar ásamt samþykki nágranna bárust 22.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006635 – Eskivellir 21b, svalalokun á íbúð 203

      Marta Pétursdóttir sækir 26.6.2020 um svalalokun á íbúð 203skv. þegar innsendum teikningum unnar af Sigurði Þorvarðarsyni dags. 14.05.2017 með breytingum 29.05.2019.
      Nýjar teikningar ásamt samþykki nágranna bárust 22.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006250 – Skipalón 7, svalalokun íbúð 203

      Jóhanna Hauksdóttir sækir 15.06.2020 um svalalokun fyrir íbúð 203 skv. samþykktum teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags. 16.10.2012.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2005284 – Álhella 4, viðbygging

      VR- 5 ehf. sækir þann 12.5.2020 um heimild til að reisa viðbyggingu við vesturgafl hússins. Forframleidd stálgrindarbygging klædd með steinullar samlokueiningum skv. teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 15.4.2020.
      Nýjar teikningar bárust 11.06.2020.
      Nýjar teikningar bárust 23.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2004029 – Leiðarendi, framkvæmdarleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 1.4.2020 um framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis við Bláfjallaveg tengt Leiðarenda.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir framkvæmdaleyfi með vísan til reglugerða um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og gildandi deiliskipulags.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2006222 – Hlíðarás 21, skjólveggur

      Þann 11.06.2020, leggur Ásta Björk Sigþórsdóttir inn tilkynningaskylda framkvæmd fyrir skjólveggjum.

      Erindið samræmist ekki deiliskipulagi. Leggja þarf inn byggingarleyfi sem grenndarkynna þarf aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2005580 – Hraunhvammur 8, fyrirspurn

      Þann 28. maí sl. leggur Gunnar M. Arnarson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að stækka lóð út mót bæjarlandi. Með erindinu fylgir skissa er sýnir fyrirhugaða stækkun.

      Erindinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Sjá umsögn arkitekts.

    • 2005183 – Ölduslóð 21, fyrirspurn

      Þann 6. maí 2020 leggur Jón Már Björnsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að koma fyrir bílskúr á lóð.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts dags. 15.6.2020.

    • 2006238 – Eyrarholt 7, fyrirspurn, pallur

      Þann 14.06.2020 leggur Elísabet Sif Símonardótti inn fyrirspurn vegna palls/sérafnotaflatar.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2006356 – Hnoðravellir 25, skjólveggur

      Þann 22.6.sl. leggur Magni Þ. Konráðsson inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna fyrirhugaðrar skjólgirðingar á lóðarmörkum milli Hnoðravalla 25 og 23. Einnig er óskað leyfis vegna skjólgirðingarinnar út mót bæjarlandi. Með erindinu fylgja skissur er gera grein fyrir skjólgirðingunni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006369 – Blómvangur 1, fjölgun bílastæða

      Sigmar Ólafsson sækir um fjölgun bílastæða á lóð að sunnanverðu skv. teikningum Jóhanns Harðarsona dags. 04.05.2020. Samþykki nágranna fylgir.

      Frestað skoða þarf betur innkeyrslu.

    • 2006340 – Hrauntunga 10, breyting

      Milan Kospenda sækir þann 19.06.2020 um að breyta þegar samþykktri teikningu þar sem hannaður var bílskúr í vinnustofu. Nýbyggingin er innan byggingarreits en verður ca 20 fermetrar stærri samkvæmt teikningum Pálmars Halldórssonar dags. 03.06.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi og samræmast ekki deiliskipulagi.

    • 2006371 – Strandgata 31-33, rendarteikningar á rýmum 102-102

      Sentor ehf. leggja 23.6.2020 inn reyndarteikningar af rými 102-103 samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dagsettar 9.6.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 1609316 – Rauðhella 11, dagsektir, lokaúttekt

      Húsið er skráð fokhelt og tekið í notkun. Eigandi hefur fengið nokkur bréf þess efnis að það yrði að klára lokaúttekt.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Rauðhellu 11 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við vegna áskorunar um lokaúttekt. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. júli 2020.

    • 2006398 – Garðavegur 18, dagsektir vegna ósamþykkts stiga utanhúss

      Eigandi hefur reist stiga í óleyfi. Send hafa verið bréf til eiganda þess efnis og ekki hefur verið brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Garðavegs 18 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. júli 2020.

Ábendingagátt