Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. júlí 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 806

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2007645 – Lækjargata 30, svalalokun íbúð 403

      Jóna Sigríður Úlfarsdóttir sækir þann 23.07.2020 um svalalokun á íbúð 403 samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 08.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2007254 – Íshella 1, breyting

      Vallarbyggð ehf. sækir þann 06.07.2020 um breytingar á áður samþykktu máli og bætt við mhl 02 samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dags. 11.06.2020. Nýjar teikningar bárust 27.07.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2007689 – Hádegisskarð 25 og 27, breyting á lóð, fyrirspurn

      Kristinn Karl Garðarsson leggur inn 27.7.2020 fyrirspurn um breytingu á skipulagi lóða Hádegisskarðs 25.og 27.

      Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts dags. 28.7.2020.

    • 2007647 – Háaberg 7, lóðarstækkun

      Ómar Kristjánsson og Ólafur Már f.h. Stellar ehf. sækja þann 23.07.2020 um lóðarstækkun við Háaberg 7 og Traðaberg 7.

      Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 2007537 – Álfhella 8, breyting á deiliskipulagi

      Drafnarfell ehf. sækir þann 16.07.2020 um færslu á innkeyrslu frá Drangahellu, innkeyrsla færist frá lóðarmörkum Álfhellu/Einhellu 5, að húshorni NV á Álfhellu 8 samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags. 16.07.2020.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að frávik frá gildandi deiliskipulagi verði grenndarkynnt í samræmi við skipulagslög þegar lagfærðir uppdrættir berast embættinu. Umsögn arkitekts dags. 28.7.2020 lögð fram.

    E-hluti frestað

    • 2007671 – Suðurgata 9, hænsnahald

      Ýr Káradóttir leggur inn umsókn um hænsnahald þann 24. júlí sl.

      Frestað. Gögn ófullnægjandi sjá umsögn arkitekts dags. 29.7.2020.

    • 2007684 – Klettagata 4, breyting

      Sævar Bjarki Einarsson sækir 27.7.2020 um að breyta stiga og stækkun samkvæmt teikningum Hlyns Björgvinssonar dagsettar 2.5.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2007651 – Reykjavíkurvegur 24,viðbygging

      Jón Bjarni Jónsson leggur 24.07.2020 inn umsókn um stækkun/viðbyggingu og byggingu nýs anddyris og svala samkvæmt teikningum Runólf Þórs Sigurðssonar dags. 22.06.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt