Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. ágúst 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 808

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2008149 – Glitvellir 37, hækkun gólfkvóta

      Helgi Berg Halldórsson sækir 12.8.2020 um hækkun á gólfkvóta samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar 7.8.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006358 – Háholt 23, bæta hurð við bílskúr

      Samþykkt var þann 10.7.sl byggingarleyfi vegna útidyrahurðar á bílgeymslu samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 5.6.2020. Samþykki nágranna var fyrirliggjandi.
      Þann 5.8.2020 dró einn eigandi samþykkt sína til baka.

      Samþykkt um byggingaráform eru afturkölluð þar sem meðeigandi dró samþykki sitt tilbaka.

    • 2008404 – Kaldárselsvegur, niðurrif L121309

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 19.8.2020 um niðurrif hesthúss L121309 við Kaldárselsveg.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2007162 – Skarðshlíð, opið svæði við Hádegisskarð, breytt deiliskipulag

      Hafnarfjarðarbær sótti þann 02.07.2020 um breytingu á deilskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi vegna byggingar á rými fyrir snjóbræðslustýringu vegna snjóbræðslu gatna í Skarðshlíð. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2.júlí s.l. var tekið jákvætt í óverulega breytingu á deiliskipulagi og samþykkt að grenndarkynna tillöguna.
      Tillagan var grenndarkynnt tímabilið 17.07.2020 til 14.08.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga sem hefur hlotið meðferð samkvæmt 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    • 2007683 – Hraunhvammur 8, stækkun á lóð

      Þann 27.7.2020 berst umsókn um stækkun lóðar frá Gunnari M. Arnarson og Delia Howser. Tekið var jákvætt í fyrirspurn varðandi stækkun lóðarinnar á fundi bæjarráðs þ. 16. júlí sl.

      Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi á umræddu svæði ber að grenndarkynna erindið. Allur kostnaður vegna þess fellur á eigendur Hraunhvamms 8.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2008170 – Suðurgata 62, tilkynningarskyld framkvæmd

      Þann 13.08.2020 leggur Ólöf Petrína inn gögn vegna tilkynningaskyldrar framkvæmdar. Framkvæmdin snýr að klæðningu og einangrun bílskúrs og setja einhalla þak á bílskúrinn. Nýjar teikningar bárust 17.08.2020.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.

    • 2008226 – Mjósund 16, tilkynningarskyld framkvæmd

      Þann 14.08.2020 leggur Katla Hreiðarsdóttir inn gögn vegna tilkynningarskyldrar framkvæmdar. Framkvæmdin snýr að breytingum á innra skipulagi skv. teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 13.08.2020. Samþykki nágranna fylgir.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.

    E-hluti frestað

    • 2008162 – Flatahraun 7, reyndarteikningar MHL.01

      FF7 ehf. leggja inn reyndarteikningu af Flatahrauni 7 MHL.01 vegna lokaúttektar sem er verið að vinna að samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 29.7.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2008223 – Miðvangur 27, byggingarleyfi

      Hreiðar Hermannsson sækir 14.08.2020 um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, stækkun á sólstofu og bílageymslu, auk breytinga á innra skipulagi skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags 13.08.2020.

      Erindinu er synjað. Breytingarnar samræmast ekki skilmálum gildandi deiliskipulags.

    F-hluti önnur mál

    • 2008384 – Ásvellir. Tívolí, tímabundið stöðuleyfi

      Einar Hafsteinn Árnason sækir fh. Taylors tivoli um stöðuleyfi fyrir Tívolí á bílastæði við Ásvallalaug tímabilið 21.8.-4.9.2020.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi 21.8-4.9.2020 með fyrirvara um að staðfsting á starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits berist. Bent er á að uppfylla þarf skilyrði er fram koma í reglum um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt