Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. september 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 810

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2008407 – Fjóluás 36, breyting

      Lilja Guðríður Karlsdóttir sækir þann 21.08.2020 um minni háttar breytingar á innra skipulagi 1. hæðar samkvæmt teikningum Ingunnar Hafstað dags. 20.08.2020. Nýjar teikningar bárust 24.08.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006241 – Selhella 4, reyndarteikningar vegna lokaúttektar

      Steinabær ehf. leggja 15.6.2020 inn reyndarteikningar af Selhellu 4 teiknaðar af T. Ellerti Tómassyni dagsettar 18.3.2020.
      Nýjar teikningar bárust 26.08.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009132 – Kaldárselsvegur (mhl 02) lóð Skógræktarfélagsins, breyting

      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar óskar eftir að færa hús innan byggingarreits samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 31.8.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2009178 – Hlíðarbraut 9, stækkun lóðar

      Gunnar Kristófer Pálsson leggur inn umsókn þann 7.9.2020 þar sem óskað er eftir lóðarstækkun bak við hús inn á opið svæði í bæjarlandi.

      Erindinu er synjað.

    • 2009129 – Lækjargata 11, breyting á lóð

      Arnheiður Fanney Magnúsdóttir óskar þann 04.09.2020 eftir lækkun á lóð, bakatil, taka úr brekku. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

      Ekki er hægt að fallast á erindið eins og það liggur fyrir, sjá umsögn arkitekts dags. 8.9.2020.

    • 2008687 – Norðurbakki, grjótvörn og frágangur á Hamranesnámu, framkvæmdaleyfi

      Hafnarfjarðarhöfn óskar þann 27.8.2020 eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við grjótvörn utaná Norðurbakka og frágangs á Hamranesnámu.
      Ætlunin er, sem hluta af þeirri vinnu að loka og ganga frá námunni í Hamranesi, að nýta grjót til grjótvarnar við Norðurbakkann í Hafnarfirði og skilja eftir á afmörkuðu svæði grjót til þjónustu við höfnina.

      Skipulagsfulltrúi gefur út framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Norðurbakka og frágangs við Hamranesnámu.

    • 2009150 – Bjargsskarð 5, deiliskipulag

      Þann 6.9.2020 leggur Jón Þ. Sigurðsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að gera deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga. Breytingin nær til lóðarinnar við Bjargsskarð 5.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið aðliggjandi lóðarhöfum og þeim sem kunna að eiga hagsmuna að gæta í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2007046 – Brattakinn 24, saga gat í burðarvegg

      Hjörleifur Sigurþórsson leggur þann 1.7.2020 inn tilkynningu vegna breytinga innanhúss. Sagað verður gat í burðarvegg milli eldhúss og gangs. Stálbitar verða undir loft í staðinn.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2008397 – Íþróttasvæði 7, Hvaleyrarvatnsvegur, fyrirspurn, gokartbraut

      Ragnheiður R. Vernharðsdóttir og Tommy Ravnaas óska þann 20.08.2020 eftir leyfi til byggingar gokartbrautar á fyrirfram skipulögðu íþróttasvæði (íþ7) í Hafnarfirði.

      Erindinu vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2008288 – Sléttuhlíð E3, fyrirspurn

      Jakob Schweitz Þorsteinsson óskar þann 19.08.2020 eftir áliti byggingar og skipulagssviðs um byggingu nýs sumarhúss á reit núverandi húss.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2009231 – Nönnustígur 14, fyrirspurn viðbygging

      Luigi Barluigi sendir þann 8.9.2020 fyrirspurn fh. lóðarhafa vegna viðbyggingar, anddyri.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2006394 – Vikurskarð 12, breyting á stiga

      Óðalhús ehf. sækja 24.6.2020 um breytingu á stiga milli húsa Vikurskarðs 12. og Vikurskarðs 10 samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dagsettar 11.6.2020.
      Undiskrift barst frá nágranna.
      Nýjar teikningar bárust 14.07.2020.
      Nýjar teikningar bárust 20.07.2020.
      Nýjar teikningar bárust 7.8.2020.
      Ný teikning barst 3.9.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2009128 – Vikurskarð 10, breyting inni

      Óðalhús ehf. leggja 4.9.2020 inn breytingu á Vikurskarði 10 teiknað af Friðriki Ólafssyni dagsett 30.8.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2009059 – Hörgsholt 31, svalalokun á íbúð. 0303.

      Yevgen Nikolayevich Stroginov sækir 2.9.2020 um svalalokun á Hörgsholti 31, íbúð 0303, teiknað af Sigurði Þovarðarsyni dagsett júlí 2020. Undirskriftir nágranna bárust einnig.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2009224 – Lónsbraut 54, dagsektir vegna óleyfisframkvæmda

      Lónsbraut 54, dagsektir, búið er að setja verönd sem ekki er heimilt samkvæmt deiliskipulagi, eigandi hefur fengið bréf þess efnis og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Lónsbrautar 54 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, verða lagðar á frá og með 23. september 2020.

    • 2009223 – Lónsbraut 52, dagsektir vegna óleyfisframkvæmda

      Lónsbraut 52, dagsektir, búið er að setja verönd, búið að gera baðherbergi, og búseta er í húsinu, ekkert af þessu er heimilt samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Eigandi hefur fengið bréf þess efnis og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Lónsbrautar 52 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, verða lagðar á frá og með 23. september 2020.

Ábendingagátt