Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. september 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 811

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2008147 – Mjósund 8, byggingarleyfi

   Einar Þór Harðarson sækir 11.08.2020 um að byggja einbýlishús skv. teikningum Kára Eiríks dags. 06.08.2020.
   Nýjar teikningar bárust 25.08.2020.
   Nýjar teikningar bárust 9.9.2020
   Nýjar teikningar bárust 15.9.2020

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2006369 – Blómvangur 1, fjölgun bílastæða

   Sigmar Ólafsson sækir þann 23.6.2020 um fjölgun bílastæða á lóð að sunnanverðu skv. teikningum Jóhanns Harðarsonar dags. 04.05.2020. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.
   Nýjar teikningar bárust 15.09.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2009259 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun, framkvæmdarleyfi

   Hafnarfjarðarbær óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar hringtorgs á Flatahrauni við Skútahraun.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna hringtorgs á Flatahrauni við Skútahraun.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2009338 – Garðavegur 11, fyrirspurn

   Þann 10.09.2020 leggur Sigríður Ólafsdóttir arkitekt inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa fyrir hönd eigenda Garðavegar 11 þar sem óskað er eftir að stækka húsið bakatil á lóð. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir stækkuninni.

   Tekið er jákvætt í erindið. Húsið fellur undir lög um menningarminjar og því þarf að liggja fyrir umsögn Minjastofnunar vegna stækkunarinnar. Í gildi er deiliskipulag frá árinu 1981 með síðari breytingum.

  • 2007387 – Hlíðarbraut 5, fyrirspurn, lóðarstækkun

   Þann 2.9.2020 barst að nýju fyrirspurn Magnúsar Björns Bragasonar vegna stækkun lóðar inná göngustíg í bæjarlandi. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tók neikvætt í fyrirspurnina þann 22.7.2020. Skoða mætti frekar hvernig stækkun geti orðið bakatil. Þar þarf að tryggja gott aðgengi að hinu opna svæði komi til lóðarstækkunar þar. Lóðarhafar óska eftir að þegar gerðar framkvæmdir fái að halda sér í óbreyttu eignarhaldi.

   Tekið er neikvætt í erindið og því vísað til lögfræðiþjónustu stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar vegna óleyfisframkvæmda.

  • 2005159 – Norðurbakki 23, fyrirspurn, svalalokun

   Fyrirspurn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur vegna svalalokunar B á jarðhæð íbúða að Norðurbakka 23. Svalalokanirnar fyrir jarðhæðina eru hugsaðar frá svölum íbúða annarrar hæðar niður á timburpall íbúða fyrstu hæðar sambærilegar þeim sem eru á svölum hæðanna fyrir ofan.

   Sjá umsögn arkitekts.

  E-hluti frestað

  • 1810222 – Ölduslóð 12, geymsla

   Eyrún Ósk Friðjónsdóttir leggur 19.10.18 inn umsókn um byggingu geymslu samkvæmt teikningum Vigfúsar Halldórssonar dags. 18.10.2018.
   Nýjar teikningar bárust 9.9.2020.
   Nýjar teikningar bárust 10.9.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2009350 – Drangsskarð 2h, stálmastur

   Síminn hf. sækir 14.9.2020 um að setja upp stálmastur og farsímaloftrnet við spennistöð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 6.9.2020

   Erindinu frestað. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er umrætt svæði ætlað undir spennistöð. Óskað er eftir greinargerð umsækjanda fyrir staðsetningu og hæð á mastri.

Ábendingagátt