Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. október 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 814

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2010209 – Hverfisgata 54, breyting

   Þann 7.10.2020 sækir Jón Kristján Ólason um að breyta frá þegar samþykktum teikningum, fella niður kvisti, teikningar bárust 7.10.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2009631 – Stapahraun 11-12, gasgeymsla

   Þann 28.09.2020 sækja Te og kaffi um leyfi til byggja nýja gasgeymslu á lóðinni.
   Skráningartafla og greinargerð hönnunarstjóra barst 05.10.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2010044 – Norðurhella 19, breyting

   ESAIT ehf. sækir 1.10.2020 um breytingu á áður samþykktum teikningum Helga Hjálmarssonar dagsettar 29.9.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2010056 – Völuskarð 5, byggingarleyfi

   Hallgrímur Guðmundsson sækir 1.10.2020 um að reisa einbýlishús samkvæmt teikningum Micheal Blikdal dagsettar 30.9.2020.

   Gunnþóra Guðmundssdóttir vék af fundi við afgreiðslu fjórða dagskrárliðar.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2009445 – Fagrihvammur 8, fjölgun eigna

   Hallgrímur T Ragnarsson sækir þann 17.09.2020 um leyfi til að breyta húsinu í tvær eignir og fjölga bílastæðum um eitt samkvæmt teikningum Páls Gunnlaugssonar dags. 07.09.2020. Nýjar teikningar bárust 25.09.2020.
   Nýjar teikningar bárust 12.10.2020

   Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2010048 – Krýsuvík, Seltún, endurnýjun stíga, framkvæmdaleyfi

   Umhverfis- og framkvæmdasvið óskar eftir framkvæmdaleyfi til þess að fara í endurnýjun stíga í samræmi við gildandi deiliskipulag og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 26. júní 2020. Hönnun stíganna liggur fyrir.

   Skipulagsfulltrúi veitir umbeðið leyfi.

  • 2010255 – Borgahella 6a, deiliskipulagsbreyting

   Þann 09.10.2020 sækir Hafnarfjarðarkaupstaður um að breyta deiliskipulagi Hellnahraun III áfanga, vegna Borgahellu 6a, vegna dæluhúss fyrir fráveitu.

   Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarráðs til staðfestingar.

  • 2007536 – Norðurhella 1, deiliskipulagsbreyting

   Þann 16.7.sl. leggur Festir fasteignir inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Selhellu suður er nær til lóðarinnar við Norðurhellu 1. Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar innan Norðurhellu 1 fyrir færanlega veitustöð. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22.7.2020 var samþykkt að tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Norðurhellu 1 skyldi auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindið var grenndarkynnt frá 7.9.-6.10.2020. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 2007537 – Álfhella 8, breyting á deiliskipulagi

   Drafnarfell ehf. sótti þann 16.07.2020 um færslu á innkeyrslu frá Drangahellu, innkeyrsla færist frá lóðarmörkum Álfhellu/Einhellu 5, að húshorni NV á Álfhellu 8 samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags. 16.07.2020. Skipulagsfulltrúi samþykkti að frávik frá gildandi deiliskipulagi yrðu grenndarkynnt á afgreiðslufundi þann 29.7.2020. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 29.7-26.8.2020. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 1912068 – Mjósund 10, deiliskipulagsbreyting

   Þann 4.12.2019 sækir Mjósund 10 ehf, um að breyta deiliskipulagi, þ.e bæta við byggingarreit vegna bílageymslu. Samþykkt var á afgreiðslufundi þann 11.8.2020 að grenndarkynna erindið. Grenndarkynnt var tímabilið 31.8-30.9.2020. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 2010126 – Búðahella 8, breyting á deiliskipulagi

   Linde Gas ehf. sækir þann 05.10.2020 um að sameina lóðirnar Búðahellu 8 og Dofrahellu 13. Fjölga og færa innkeyrslum. Mjókka gróðurbelti.

   Erindi er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 2010195 – Suðurhvammur 22, spilda austan megin við húsið

   Eigandi að Suðurhvammi 22 óskar eftir að fá afnot af landi austan megin við húsið en lóðarhafi á lóð aðeins 2 metra frá húsvegg. Umrædd spilda er innst í botnlanga. Óskað er eftir því að reisa áhaldageymslu á spildunni, sjá um viðhald hennar og planta plöntum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimila tímabundin afnot af landspildunni. Umsækjanda er bent á að hafa samband við umhverfis- og framkvæmdasvið til að ljúka málinu.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2009640 – Drangsskarð 17, deiliskipulagsbreyting , fyrirspurn

   Þann 28.9. sl. leggur Kári Eiríksson arkitekt inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 17.

   Tekið er jákvætt i erindið sjá umsögn arkitekts á skipulagssviði dags. 6.10.2020.

  • 2010152 – Unnarsstígur 3, fyrirspurn

   Þann 6.10.sl. leggja eigendur Unnarstígs 3 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að stækka hús og bílskúr. Með erindinu fylgja teikningar er sýna fyrirhugaða stækkun.

   Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir, sjá umsögn arkitekts á skipulagssviði dags. 6.10.2020.

  • 2010224 – Glimmerskarð 14-16, fyrirspurn

   Þann 8.10. sl. leggur Baldur Ö. Eiríksson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Glimmerskarð 14-16. Með erindinu fylgja skissur er gera grein fyrir breytingunum. Óskað er eftir afstöðu skipulagsins að byggja á einni hæð í stað tveggja ásamt því að færa byggingarreit til innan lóðarinnar.

   Tekið er jákvætt i erindið sjá umsögn arkitekts á skipulagssviði dags. 14.10.2020.

  • 2009650 – Álhella 1, deiliskipulagsbreyting, fyrirspurn

   Kári Eiríksson, fh. Meiriháttar ehf., sendir þann 29.9.2020 fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina Álhellu 1. Lóðin verður skilgreind sem iðnaðarlóð B3 og byggingarreitur stækkaður í samræmi við nærliggjandi lóðir.

   Tekið er jákvætt í erindið.

  • 2010144 – Langeyrarvegur 5, breytingar

   Þann 1. okt. 2020 leggur Gunnar Óli Guðjónsson inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og bílskúrs við Langeyrarveg 5. Með erindinu eru skissur er gera grein fyrir stækkuninni.

   Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins þar sem umsóknaraðili er ekki eigandi Langeyrarvegar 5. Jafnframt eru þær hugmyndir sem settar eru fram ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  E-hluti frestað

  • 2010196 – Garðavegur 11, byggingarleyfi

   Saga Jónsdóttir og Ólafur Loftsson sækja 07.10.2020 um heimild til að byggja 2ja hæða viðbyggingu til vesturs af núverandi húsi að Garðavegi 11 skv.teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 25.09.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2009720 – Norðurhella 1, reyndarteikningar MHL 01.

   Festi fasteignir ehf. leggja inn 30.9.2020 reyndarteikningar af Norðurhellu 1, verslun.
   Teiknað af G.Oddur Víðisson dagsettar 29.9.2020 stimplaðar af bunahönnuði.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2010124 – Búðahella 8, byggingarleyfi

   Linde Gas ehf. sækir um byggingarleyfi þann 05.10.2020 samkvæmt teikningum Orra Árnasonnar dags. 02.10.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2010296 – Fjarðargata 11, breyting rými 0101

   Þann 13.10.2020 sækir Spaðinn ehf. um að breyta rými 0101, innanhúsbreytingar, teikningar bárust 13.10.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2010254 – Miðvangur 129, tilkynningarskyld framkvæmd

   Atli Rúnar Óskarsson og Guðrún Ósk Bergþórsdóttir sækja þann 09.10.2020 um breytingu eignar skv. gildandi uppdrætti. Umsækjendur verða með svalir en vilja hafa svalalokun til að fyrirbyggja lekavandræði. Samþykki húseigenda á Miðvangi 123-133 barst einnig.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

   Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

   Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 28.10.2020.

Ábendingagátt