Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. nóvember 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 816

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2008223 – Miðvangur 27, byggingarleyfi

   Hreiðar Hermannsson sækir 14.08.2020 um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, stækkun á sólstofu og bílageymslu, breytingar á innra skipulagi skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags 13.08.2020. Nýjar teikningar bárust 11.9.2020.
   Nýjar teikningar bárust 13.10.2020

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
   Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.

  • 2011078 – Koparhella 1, byggingarleyfi

   Þann 2.11.2020 leggur Guðmundur Óskar Unnarsson inn teikningar þar sem sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi er tekið út, sem var á áður samþykktum teikningum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2010571 – Norðurbakki 1-3, svalalokun

   Húsfélagið Norðurbakka 1-3 sækir um að setja svalalokanir á allar svalir skv.teikningum Halls Kristmundssonar dags. 09.10.2020. Allar svalir sem á að loka eru með lokun B. Nýjar teikningar bárust 04.11.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2009720 – Norðurhella 1, reyndarteikningar MHL 01.

   Festi fasteignir ehf. leggja inn 30.9.2020 reyndarteikningar G.Odds Víðissonar dagsettar 29.9.2020 af Norðurhellu 1.
   Stimpill frá brunahönnuði er á teikningum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2011014 – Norðurhella 9, byggingarleyfi, nýjar teikningar

   RK Bygg ehf. leggur þann 29.10.2020 að nýju inn teikningar dags. 8.3.2017 sem samþykktar voru 08.03.2017. Samþykkt byggingaráforma eru fallin úr gildi. Óskað er eftir samþykkt byggingaráforma að nýju.

   Erindinu synjað samræmist ekki gildandi skipulagi.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

   Þann 25.9. sl. leggur Mission á Íslandi ehf. inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11. Á afgreiðslufundi sínum þann 30.9.2020 samþykkir skipulagsfulltrúi að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemd barst.

   Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 2010592 – Drangsskarð 17, breyting á deiliskipulagi

   Þann 23.10.sl. barst skipulagsfulltrúa erindi þar sem óskað er eftir að fara í breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 17.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að erindið verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

  • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

   Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna breytingartillögur á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga, er ná til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.9-10.11.2020. Athugsemdir bárust.

   Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 2008247 – Reykjavíkurvegur, endurnýjun fráveitulagna

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 10.11.2020 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar fráveitulagna vð Reykjavíkurveg.

   Skipulagsfulltrúi veitir umbeðið leyfi.

  • 2010454 – Álhella 1, deiliskipulagsbreyting

   Kári Eiríksson sækir þann 20.10.2020 um breytingu á skilmálum lóðarinnar. Í stað þess að vera lóð fyrir varaaflstöð Landsvirkjunar verði lóðin í flokki B3. Nýtingarhlutfall verði skilgreint 0,5.

   Erindi vísað í skipulags- og byggingarráð.

  • 2010197 – Dofrahella 9 og 11, sameining lóða

   Þann 7.10.2020 sækir Reynir Einarsson um að sameina lóðirnar Dofrahella 9 og 11.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir sameiningu lóða í samræmi við deiliskipulag. Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð til staðfestingar.

  • 2011142 – Búðahella 4-6, sameina lóðir

   Pétur Ólafsson byggverkrak ehf. sækir þann 9.11.2020 um sameiningu lóða Búðahellu 4 og 6.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir sameiningu lóða í samræmi við deiliskipulag. Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð til staðfestingar.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2011017 – Vesturgata 12, fyrirspurn

   Michael Blikdal Erichsen leggur fram fyrirspurn þann 02.11.2020 þess efnis að byggja geymsluskúr, köld geymsla úr stáli, klædd með timbri. Sökkull verður steyptur, stærð 14.8m2 og 36.9m3.

   Gunnþóra vék af fundi vegna þessa liðar

   Tekið er jákvætt í erindið.

  E-hluti frestað

  • 2011057 – Grandatröð 10, viðbygging

   Grotti ehf. sækja þann 04.11.2020 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundsonnar dags. 29.09.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi. Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast

  • 2011089 – Lækjarkinn 2, byggingarleyfi, fjölgun eigna

   Ólafur Gunnarsson og Anna Finnsdóttir leggja inn 03.11.2020 reyndarteikningar og sækja um að fá að skipta húsinu í tvær einingar skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 15.10.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2011118 – Langeyrarvegur 4, reyndarteikningar

   Brynjar Ingólfsson leggur inn reyndarteikningar 04.11.2020 skv. teikningum Gunnars Loga Gunnarssonar dags. 21.09.2020.
   Samþykki meðeiganda liggur fyrir.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2010631 – Álfhella 11, byggingarleyfi

   Brimrás ehf. sækir þann 23.10.2020 um leyfi til byggingar staðsteypts atvinnu-, lagers- og geymsluhúsnæðis á tveimur hæðum samtals 1.526 fm. skv. teikningum Luigi Bartolozzi dags. 22.10.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2011136 – Suðurgata 40, breyting

   Þann 6.11.2020 sækir Kristján Þorsteinsson um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2010687 – Austurgata 12, breyting á innra skipulagi

   Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. sækja 29.10.2020 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 29.10.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

   Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

   Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 25.11.2020.

  • 2011144 – Glitvellir 8, dagsektir vegna húss og lóðar

   Eigandi hefur ekki klárað húsið og er frágangi ábótavant. Eigandi hefur fengið tilkynningar um þetta ítrekað og ekki brugist við.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000kr. pr. dag á eiganda Glitvalla 8 frá og með 25. nóv 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt