Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. desember 2020 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 819

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2012322 – Stuðlaskarð 6, mhl.01, reyndarteikning

   Þann 16.12.2020 leggja SSG verktakar inn reyndarteikningu fyrir lokaúttekt.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2012069 – Gauksás 2, byggingarleyfi

   Agnes Steina Óskarsdóttir og Hilmar Björn Hróðmarsson sækja þann 03.12.2020 um yfirbyggingu á hluta af svölum og afturfyrir þar sem þak er á grunnhæð samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 25.10.2020. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 18.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2012192 – Nónhamar 6, byggingarleyfi

   Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf. sækir þann 9.12.2020 um að byggja fjölbýli, 15 íbúðir, án bílakjallara samkvæmt teikningum Gunnar P. Kristinssonar dagsettar 02.12.2020.
   Nýjar teikningar bárust 18.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2004374 – Álfholt 56A, breyting, þakgluggi

   Sótt er um 28.04.2020 leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á þakrými skv. teikningum Sigurbjart Halldórssonar dags. 10.04.2020.
   Nýjar teikningar bárust 5.5.2020.
   Nýjar teikningar bárust 15.12.2020.
   Nýjar teikningar bárust 22.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Stækkun er 10.8m2 og 16.5m3, eigandi skal leggja inn nýjan eignaskiptasamning. Það athugast að um er að ræða áður gerða framkvæmd sem var gerð án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

  • 2009455 – Kirkjuvegur 4, breyting

   Þann 18.09.2020 sækir Kári Eiríksson fyrir hönd eiganda um að breyta bílskúr í vinnustofu. Nýjar teikningar bárust þann 15.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2012130 – Reykjavíkurvegur 54, breyting

   Þann 7.12.2020 sækir N1 um að breyta innra skipulagi.
   Nýjar teikningar bárust 16.12.2020 með stimpli Heilbrigðiseftirlits. Nýjar teikningar unnar af Helgu Guðrúnu Vilmundardóttir með stimpli Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis bárust þann 18.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2011136 – Suðurgata 40, breyting

   Þann 6.11.2020 sækir Kristján Þorsteinsson um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús. Nýjar teikningar unnar af Kára Eiríkssyni bárust þann 15.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2012006 – Tinnuskarð 3, deiliskipulags breyting

   Kristófer Sigurðsson sækir 1.12.2020 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 3. Óskað er eftir stækkun á byggingarreit til suðurs um 1m. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi skipulags. Samþykkt var að grenndarkynna erindið á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11.12.2020. Erindið var grenndarkynnt frá 14.12.-18.01.2021. Samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu liggur nú fyrir. Grenndarkynningu er því lokið.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir breytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 2012347 – Tinnuskarð 5, deiliskipulagsbreyting

   Þann 17.12. sl. leggur Arnar Þ. Guðmundsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 5. Með erindinu fylgir uppdráttur. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og speglaður. Byggingarmagn helst óbreytt á lóð sem og aðrir skilmálar.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við skipulagslög.

  • 2012272 – Hlíðarbraut 7, deiliskipulag

   Þann 14.12.2020 sækir Hartmann Kárason um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarstækkunar.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög.

  C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

  • 2007356 – Smárahvammur 15, breyting, sólstofa

   Halldór Jón Garðarsson og Íris Helga Baldursdóttir óska þann 08.07.2020 eftir samþykki fyrir 15fm2 viðbyggingu, skála, við efri hæð Smárahvamms 15. Samþykki eiganda neðri hæðar er fyrirliggjandi. Eldri skáli verður rifinn. Nýjar teikningar unnar af Ármanni Halldórssyni bárust 16.09.2020.
   Nýjar teikningar bárust 11.12.2020
   Umsókn breytt í tilkynningarskylda framkvæmd 17.12.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Erindið samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Eigandi þarf að leggja inn verkteikningar og eignaskiptasaming.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2011439 – Hringbraut 9, fyrirspurn

   Þann 1.12.2020 leggur Björgvin Vilbergsson inn nýjar skissur vegna fyrirspurnar um breytingu á þaki hússins við Hringbraut 9.

   Þær skissur sem bárust þann 1.12.sl. taka mið af þeim athugasemdum sem gerðar voru við fyrri hugmyndir eigenda og falla nú betur að verndarákvæðum aðal- og deiliskipulags fyrir svæðið. Tekið er jákvætt í erindið.

  • 2011596 – Norðurvangur 31, fyrirspurn

   Þann 30.11 leggur Klara Jónsdóttir inn fyrirspurn um að byggja á milli bílskúrs og íbúðarhúss viðbyggingu sem nemur 19 fermetrum. Með erindinu fylgja teikningar er sýna hvar fyrirhuguð stækkun er staðsett innan byggingarreits.

   Tekið er jákvætt í erindið enda er það í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

  • 2011514 – Suðurgata 55, fyrirspurn

   Andri Már Ólafsson leggur inn fyrirspurn þann 25.11.2020 er varðar stækkun á efri hæð ofan á eldri viðbyggingu.

   Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts dags. 17.12.2020.

  • 2012339 – Furuás 23, fyrirspurn , skýli og veggur

   Þann 17.12.sl. leggur Elín Þóra Ellertsdóttir inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að setja upp spegil við skjólgirðingu til að tryggja sjónræna tenginu við götu.

   Tekið er neikvætt í erindið. Ekki hefur verið samþykkt bílastæði til vesturs eða hæð á skjólgirðingar og þær samræmast ekki því sem kemur fram á samþykktum teikningum.

  • 2012364 – Þúfubarð 3, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

   Alma Pálsdóttir leggur inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á bílskúr.

   Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð.

  • 2012365 – Þúfubarð 5, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

   Erlingur Haukur Skæringsson sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda, þ.e. stækkunar á bílskúr og breytingu þakforma, við Þúfubarð 3 og 5.

   Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð.

  • 2011251 – Tjarnarbraut 15, kvistur, fyrirspurn

   Lóðarhafar Tjarnarbrautar 15 leggja inn fyrirspurn, dags. 15.11.2020, um stækkun svala á vesturhlið hússins, stækkun kvists á norðurhlið þess og um að sameina tvo þakglugga í einn. Breyting á fyrirspurn barst 29.11.2020 vegna viðbyggingar til norðurs, svalir til vesturs og kvist til norðurs.

   Tekið er jákvætt í stækkun á kjallararými, en neikvætt í kvist og svalir, sjá umsögn arkitekts.

  • 2012215 – Langeyrarvegur 20, fyrirspurn deiliskipulag

   Þann 10. desember sl. leggur Ketill Árni Ketilsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að breyta húsinu við Langeyrarveg 20 í þrjár íbúðir. Húsið er í dag skráð sem einbýlishús.

   Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts, dags. 17.12.2020.

  E-hluti frestað

  • 2012394 – Nónhamar 4, byggingarleyfi

   Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf sækja 21.12.2020 um leyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishúsi með 12 íbúðum án bílageymslu hannað af Guðmundi Gunnlaugssyni dagsettar 14.12.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2012392 – Hringhamar 1, byggingarleyfi

   Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf sækja 21.12.2020 um leyfi fyrir 4. hæða fjölbýlishúsi með 24 litlum íbúðum án bílageymslu hannað af Guðmundi Gunnlaugssyni dagsettar 14.12.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 1912251 – Flugeldasýning við Hvaleyarlón

   Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir þann 18.12.2020 um leyfi fyrir flugeldasýningu 29. desember 2020 kl 20.30 við Hvaleyrarlón.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að flugeldasýning verði haldin þann 29. desember 2020 að uppfylltum þeim leyfum sem skylt er að afla í tengslum við slíkar sýningar.

Ábendingagátt