Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Linde Gas ehf. sækir þann 05.10.2020 um leyfi fyrir byggingu stálgrindarhúss samkvæmt teikningum Orra Árnasonnar dags. 02.10.2020. Nýjar teikningar bárust 20.10.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Húsið ehf. sækir 29.12.2020 um fjölgun eigna samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar. Nýjar teikningar bárust 07.01.2021.
Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf sækja 21.12.2020 um leyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishúsi með 12 íbúðum án bílageymslu hannað af Guðmundi Gunnlaugssyni dagsett 14.12.2020. Nýjar teikningar bárust 15.1.2021. Nýjar teikningar bárust 19.1.2021.
Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf sækja 21.12.2020 um leyfi fyrir 4. hæða fjölbýlishúsi með 24 litlum íbúðum án bílgeymslu hannað af Guðmundi Gunnlaugssyni dagsett 14.12.2020. Nýjar teikningar bárust 15.1.2021.
Þann 15.1.2020 leggja Hs veitur inn tilkynningu vegna dreifistöðvar
Erindið er móttekið og samþykkt. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.
Þórhallur Björnsson og Harpa Einarsdóttir sækja 03.12.2020 um byggingarleyfi fyrir steinsteyptu einbýlishúsi að Tinnuskarði 7 skv. teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 01.12.2020. Nýjar teikningar bárust 15.1.2021.
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11.11.2020 var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 17. Í breytingunni felst að: Byggingarreit er breytt. Fyrirhuguð hús verði tveggja hæða í stað eins til tveggja hæða. Fjölgað er um eitt bílastæði og þau færð til innan lóðarinnar. Erindið var grenndarkynnt frá 9.12.2020-12.01.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi samþykkir breytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.
Þann 23.12. s.l. samþykkti afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa umsókn Gylfa/Gunnars hf. varðandi byggingu fjölbýlis með 15 íbúðum. Komið hefur í ljós frávik sem tekur til mæliblaðs lóðar.
Með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga samþykkir skipulagsfulltrúi frávikið og að mæliblað lóðar verði uppfært með vísan til þess.
Á fundi bæjarstjórnar þann 9.12.2020 var samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Garðaveg 11. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir tveggja hæða viðbyggingu vestan við núverandi hús að hámarki 225m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður að hámarki 0,4. Erindið var grenndarkynnt frá 14.12.2020-18.01.2021. Athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Teitur Frímann Jónsson sækir 12.1.2021 um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3 áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 4. Í breytingunni felst að byggingareit er breytt, bílskúr verður hluti af aðalhæð og bundin byggingarlína færist fjær götu og verði nú bundin að lágmarki 7m í stað 9m. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög.
AHK ehf. sækja 12.1.2021 um heimild fyrir íbúð í rými verslunar 02-01 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar.
Þann 9.12.2020 sækir Vörubretti ehf. um að breyta deiliskipulagi, breyting á nýtingarhlutfalli. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 15.12.2020 að grenndarkynna erindið. Tillagan var grenndarkynnt 18.12.2020-15.1.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þann 14.1.2021 leggur Andri Már Reynisson inn fyrirspurnarerindi þar sem óskað er eftir að stækka húsið við Vesturvang 40.
Tekið er jákvætt í erindið.
Þann 26.10.2020, leggur Hörður Halldórsson inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu á lóðinni. Þann 18.1.2021 berast ný gögn, skissur og greinagerð, þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsins er varðar deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Hlíðarás 43.
Skipulagsfulltrúi vísar fyrirspurninni til skipulags- og byggingarráðs.
Björg Skúladóttir fh. eigenda íbúða 505 og 506 leggur þann 4.01. 2021 inn fyrirspurn vegna glerlokunar á efstu hæð.
Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.
Þann 13.1.2021 leggur Hrafn Konráðsson inn fyrirspurn varðandi steypta geymslu í garði með bílaplani ofan á við Norðurbraut 7.
Tekið er neikvætt í erindið.
Hildur Ýr Ottósdóttir leggur þann 12.1.2021 inn fyrirspurn vegna hækkunar á þaki og breytinga á þakformi.
Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki deiliskipulagi.
Þann 12.1.2021 leggur Veb inn reyndarteikningar fyrir hönd RA5 af Miðhellu 2.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Bílaverkstæði Birgis ehf. sækir 15.1.2021 um sameiningu á mhl 01.og 02. og byggja við húsið samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónssonar dagsettar 12.1.2021.
Þann 17.1.2017 barst umsókn um byggingarleyfi vegna geymsluskúrs á lóð frá eigendum Fífuvalla 20. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.1.2017 og var frestað þar sem gögn voru ófullnægjandi. Fullnægjandi gögn hafa enn ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 18.3.2020 að leggja dagsektir 20.000kr. pr. dag á eigendur Fífuvalla 20 frá og með 1. apríl 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Eigendum var veittur frestur til að skila inn gögnum. Gögn hafa enn ekki borist og ábyrgðarbréf dags. 6.1.2021 hefur verið sent viðkomandi vegna erindisins.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000kr. pr. dag á eigendur Fífuvalla 20 frá og með 3. febrúar 2021 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Hafnarfjarðarbær óskar þann 13.1.2021 eftir að setja upp grenndarstöð við Lyngbarð.
Tekið er jákvætt í erindið. Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.
Silbene Dias Da Conceicao óskar 11.1.2021 eftir stöðuleyfi fyrir matvagn við Strandgötuna frá mars 2021 og í 6 mánuði.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi til 6 mánaða frá 1. mars 2021.