Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. febrúar 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 822

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2010438 – Daggarvellir 6 (B), svalaskýli, íbúð 0203

   Eva María Schiöth Jóhannsdóttir sækir þann 19.10.2020 um svalaskýli á svalir, íbúð 0203 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10.10.2020.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2011007 – Daggarvellir 6b, svalaskýli, íbúð 0205

   Ramune Pekarskyte skækir þann 02.11.2020 um leyfi til að loka svölum yfir íbúð 0205.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2010558 – Daggarvellir 6B, yfirbyggingu á svölum á íbúð 0305

   Þann 22.10.2020 sækir Kristín Guðmundsdóttir um að loka svölum yfir íbúð 0305.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Eiganda er gert að leggja inn verkteikningar og skrá byggingarstjóra á verkið, þar sem þetta er á efstu hæð.

  • 2010672 – Daggarvellir 6a, íbúð 202, svalalokun

   Þann 28.10.2020 sækir Baldvin Örn Ólafsson um svalalokun á íbúð 0202.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2101491 – Suðurgata 41, breyting innanhús

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 21.1.2021 um breytingu þriðju hæðar auk smávægilegar breytingar á 1 hæð og 4 hæð samkvæmt teikningum Karls M. Karlssonar dagsettar 15.1.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2011014 – Norðurhella 9, byggingarleyfi, nýjar teikningar

   RK Bygg ehf leggur þann 29.10.2020 inn nýjar teikningar í stað teikninga samþ. 08.03.2017. Samþykkt byggingaráforma er fallin úr gildi. Teikningar eru óbreyttar.
   Nýjar teikningar bárust 19.1.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2101553 – Stuðlaskarð 8-10-12, deiliskipulagsbreyting, umsókn

   Þann 18. jan. sl. leggur Smári Björnsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa er varða breytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga og ná til lóðanna við Stuðlaskarð 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að húsin verði ein hæð í stað tveggja. 4 íbúðir í stað 4-6. Heimilt verði að reisa skjólgirðingu til að afmarka sérafnotafleti og heimilt að reisa stakstætt hús f/hjóla- vagnageymslu á lóð.

   Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 2012272 – Hlíðarbraut 7, deiliskipulag

   Þann 14.12.2020 sækir Hartmann Kárason um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarstækkunar.
   Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 23.12.2020 að grenndarkynna erindið. Erindið var grenndarkynnt 28.12.2020-1.2.2021. Athugasemd barst.

   Erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2101479 – Brattakinn 25, fyrirspurn

   Daníel Hjaltason og Kristín Yngvadóttir leggja þann 21.1.2021 inn fyrirspurn vegna framkvæmdarleyfis fyrir byggingu á geymsluskúr.

   Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki deiliskipulagi.

  E-hluti frestað

  • 2101612 – Borgahella 5, byggingarleyfi

   KB Verk ehf. óska 25.1.2021 eftir að byggja geymsluhúsnæði með 13 aðskildum einingum úr límtré samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dagsettar 23.1.2021.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2101623 – Kirkjuvegur 9, viðbygging

   Brynjar Ingólfsson sækir 26.1.2021 um leyfi að fjarlægja geymslu við Kirkjuveg og byggja í stað þess viðbyggingu við húsið samkvæmt teikningum Gunnars Loga dagsettar 25.1.2021.

   Erindi frestað, vísað til skipulagsvinnu svæðisins.

  • 2101079 – Völuskarð 28, byggingarleyfi

   Bátur ehf. sækir þann 5.1.2020 um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á tveimur hæðum. Teikningar Stefáns Ingólfssonar dags. 19.12.2020 bárust 21.1.2021.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2101624 – Kjóahraun 16, viðbygging

   Sigrún Mjöll Halldórsdóttir sækir 26.1.2021 um viðbyggingu út í leyfðan byggingarreit skv. mæliblaði samkvæmt teikningum Gunnars Loga dagsettar 25.1.2021.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2101641 – Sævangur 8, reyndarteikningar

   Karl Ásgrímur Ágústsson og Kristín Lilja Sigurðardóttir leggja þann 26.01.2021 inn umsókn um þegar byggða framkvæmd.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt